Sólrós ævintýraleg barna og unglingaverslun

höf: maria

-Gjöf-

Verslunin Sólrós sem staðsett er í Bæjarlind 14-16 er ein ævintýralegasta barna-og unglingafataverslun sem til er á Íslandi.

Fötin þar og gæði eru með því besta sem finnst hér á landi. Ekki bara er hægt að fá þar guðdómlega kjóla og jakkaföt á drengi og stúlkur heldur er einnig komið meira af hágæða hversdagsfatnaði, gallabuxum og íþróttagöllum.

Strákarnir mínir mótmæla oft harðlega að fara í gallabuxur en buxurnar frá Sólrós eru það mjúkar og þægilegar að það er eins og þær séu gerðar úr mjúkri ull og joggingefni, svo eru þær flestar úr teygjuefni líka.

Mér finnst oft vera of lítið úrval af fallegum drengjafötum í búðum sem eru eins ár eftir ár. Drengjafötin í Sólrós hins vegar eru svo falleg að manni finnst jafngaman að kaupa á strákana sína eins og stelpurnar.

Þar er t.d mikið úrval af guðdómlegum jakkafötum sem eru töffaraleg og gera strákana ekki eins og gamla kalla, heldur að eðal gæjum sem hæfir þeirra aldri.

Það sem kom mér líka skemmtilega á óvart við jakkafötin þar er að efnin í þeim eru oft jogging eða annað teygjanlegt efni sem strákarnir elska að vera í.

Því má segja að jakkafötin þar séu mörg jogging galli í jakkafata líki. Ég mæli með að þið farið inn á síðuna þeirra hér og sjáið með eigin augum hvað er í boði.

Mikið úrval er á fermingardrengi núna og mæli ég með að þið hafið hraðar hendur að kíkja því nú er allt á 30 % afslætti út maí og auk þess frí heimsending um allt land í maí.

Stúlkufötin og kjólarnir í Sólrós eru af þeirri sort sem þú sérð ekki annars staðar hérlendis. Allt frá fallegum sparikjólum til brúðarmeyjakjóla og svo dásamlegra hversdagsfata eins og peysur, buxur og jogginggalla úr nánast silkiefni.

Fyrir litlar skvísur sem vilja alls ekki vera í kjólum er líka til svo fallegur sparifatnaður eins og buxur og bolir eða stuttbuxur og bolur eins og Alba er í á þessum myndum.

Einnig er þar að finna spariskófatnað í miklu úrvali og líka sitt lítið af hverju á okkur mömmurnar. Ég t.d. fékk geggjaða strigaskó þar að gjöf sem ég sýndi ykkur frá um daginn á Instagram story.

Alba var ekki lítið sátt við þetta stuttbuxnadress enda er hún ekki mikið fyrir að vera í kjól, skórnir eru guðdómlega fallegir gylltir með ballerínu ívafi.

Sjón er sögu ríkari og mæli ég með að þið kikið í Bæjarlind 14-16 eða inn á heimasíðuna þeirra þaðan sem þú getur pantað og fengið sent heim að dyrum frítt út maí.

Allir voru svo sáttir með dressin sín og strákarnir í skýjunum með mjúku gallabuxurnar sínar og vestin sem þeir eiga eftir að koma til með að nota ansi oft.

Sjón er sögu ríkari

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here