Herbergið hans Mikaels

höf: maria

-Samstarf-

Loks komst ég í að gera herbergi strákanna minna, herbergið hans Mikaels var fjórða herbergið af 5 svefnherbergjum sem var gert tilbúið og nú er aðeins 1 herbergi eftir eða Reynis Leo.

Hér fannst mér skipta máli að gera herbergi sem hæfir 6 ára gutta án þess að hafa það of smábarnalegt né of unglingalegt. Mig langaði að gera það þannig að það gæti elst með honum.

Ég valdi lit sem hentar jafnt 6 ára gutta sem og 10 ára gutta, hluti má svo færa til og fjarlægja og breyta með hækkandi aldri.

Við erum blússandi ánægð með útkomuna en ég valdi litinn Relaxed Green frá Flugger í uppáhaldsmálningunni minni Dekso 1 ultramatt sem ég hef sagt ykkur áður frá í þessari færslu hér.

Fyrir ofan Relaxed Green litinn er ég með Paz hvítan í sömu málningu eða Dekso 1 sem er alveg mött eins og áður hefur komið fram en mér finnst útkoman á litnum alveg dásamlega falleg.

Mig langaði til að hafa herbergið róandi griðarstað fyrir Mikael þar sem væri ekki of mikið í gangi en þó án þess að herbergið væri kuldalegt.

Ég ákvað að vera með jarðlita tóna sem mér finnst koma skemmtilega út saman, leirbrúnn, grænnn og smá karrýgult í bland við hlýlega furu, bast og bambus.

Mér finnst einnig mikilvægt að karakter barnsins fái aðeins að njóta sín í herbergjum þeirra en hér t.d getið þið séð allt um herbergi Ölbu sem passar henni afar vel.

Ég notaði því skraut eins og boga, veiðihjól og hnött sem mér finnst smá fanga hans áhugamál og gefa herberginu karakter um leið.

Mikael er alsæll með herbergið sitt og mamman líka en það er svo ótrúlega notalegt og kósý á kvöldin við lampaljós. En nú leyfi ég myndunum að tala sínu máli.

Dót er geymt í hirlsum í rúminu sem og furuskáp á vegg, þar er það aðgengilegt og auðvelt að ganga frá því
Fannst mikilvægt að krakkar gætu setið annars staðar en á gólfi eða á rúminu svo ég fjárfesti í þessum bekk sem krakkarnir nota mikið
Finnst þessir jarðtónar svo fallegir saman og gefa herberginu mýkt og ró

Vona þetta hafi veitt ykkur innblástur

María

Megið endilega fylgja mér á Instagram

Ef ykkur langar að sjá fleiri barnaherbergi sem ég hef gert í gegnum tíðina eru færslur um það hér:

Herbergið hans Reynis Leo

Herbergið hans Mikaels

Stóru stelpu herbergi Ölbu

Litlu barna herbergi Ölbu

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here