Herbergið hans Reynis Leo

höf: maria

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að hanna barnaherbergi. Það er eitthvað sem ég hef elskað að gera alveg frá því að Gabríela, 17 ára dóttir mín fæddist.

 Í nýja húsinu eru 4 svefnherbergi og fengu allir litlu krakkarnir sér herbergi og Gabríela bílskúrinn fyrir sig, fullkomið fyrirkomulag fyrir alla. Reynir Leo sem er 4 ára fékk að eiga stærsta barnaherbergið þar sem hann er elstur af litlu krílunum þremur.

Herbergið hans var áður skrifstofa hérna í húsinu, sem var gengið inn í úr stofunni. Þar sem við ákváðum að opna alveg úr forstofunni inn í hús var ákveðið að inngangurinn á herberginu hans yrði úr forstofunni. Svo lokuðum við gamla hurðaropinu úr stofunni og gerðum heilan vegg þar, þar sem sjónvarpið er á núna.

Herbergið áður eins og það leit út þegar við skoðuðum húsið 

Þetta var gríðarlega mikil breyting og gerði stofurýmið allt mikið stærra og heillegra, auk þess sem herbergið naut sín miklu betur og fékk annað lag á sig. Í stað þess að vera langt og mjótt varð það ferkantaðra og breiðara.

Nákvæmlega sama sjónarhorn eftir breytingar. Mynd Anton Brink

Hér er horft inn í stofuna frá sama sjónarhorni, tvöfalda hurðin var inngangurinn í Reynis Leo herbergi og er það veggurinn sem sjónvarpið er á núna

Forstofan var alveg opnuð og stóri skápurinn tekinn niður og hurðin í herbergið sett þar sem skápurinn var áður

Hurðirnar í húsinu voru svo allar hvítmálaðar og húnarnir spreyjaðir svartir

Reynir Leo er mjög þroskaður 4 ára strákur með sterkar skoðanir og vissi hann nákvæmlega hvað hann vildi þegar kom að herberginu hans. Hann elskar svart, hvítt og Batman og átti það að vera aðalfókusinn í herberginu hans. Hann vildi líka hafa fjöll og rauðar doppur. Ég ákvað að taka tillit til hans skoðana og gera herbergið eins mikið eftir hans hugmyndum og ég gat, þó ég hafi nú ákveðið að sleppa rauðu doppunum.

Hér er svart, hvítt og Batman í aðalhlutverki og Reynir Leo alsæll, fánana saumaði ég sjálf 

Þetta var mjög skemtilegt ferli en heilu stundirnar sátum við mæðginin saman og skoðuðum Pinterest svo ég fengi betri hugmynd um hvernig útfæra ætti hugmyndirnar hans. Hugmyndin með fjöllinn var frábær hjá honum og gerðum við þau líka í herbergi yngri bróður hans en hér er hægt að lesa færslu um herbergi Mikaels.

Fjöllinn sem við Raggi máluðum á vegginn eftir fyrirmynd á Pinterest, útkoman varð þó svoldið ólík upprunalegu myndinni en Reynir Leo mjög sáttur

Um leið og við sáum fyrirmynd af fjöllunum sem eru í herberginu hans ljómaði hann allur upp og sagðist vilja svona……við ákváðum því að nota þá mynd sem fyrirmynd en útfæra þau á okkar hátt og varð útkoman því okkar 🙂 Seinna mun ég svo gera færslu þar sem ég sýni hvernig á að gera svona fjöll.

Teepee tjaldið saumaði ég sjálf og setur það mikinn svip á herbergið auk þess að fylla betur í rýmið. Fallega sjóræningjaskipið er frá afa Ragga og vel yfir 70 ára gamalt 

Batman nýtur sín vel í herberginu 

Fallega sjóræningjaskipið frá afa Ragga og stimplar sem ég keypti í Söstrene Grene

Nokkrir díteilar úr herbergi litla guttans

Krökkunum finnst alltaf gaman að leika inni hjá Reyni Leo enda herbergið bjart og stórt og nóg af dóti ofan í hirslum sem fær að koma upp við leik 🙂

Þegar ég geri barnaherbergi reyni ég að hafa í því það sem krakkarnir sjálfir elska, liti og dót eða þema sem þau eru hrifin af. Einnig reyni ég að hafa herbergin sem stílhreinust og sem minnst af leikföngum uppi við. Ég kaupi stórar og góðar hirslur þar sem hægt er að hrúga í dóti og kenni svo krökkunum að ganga frá eftir sig og hvert dótið á að fara.

Einnig leyfi ég þeim oftast að hafa bara eitt dót í gangi í einu. T.d. ef verið er að kubba þá eru það bara kubbarnir í gangi og ef þau vilja svo hætta að kubba og fá eitthvað annað þurfa þau fyrst að ganga frá kubbunum áður en þau fá að taka annað dót. Mér finnst þetta kenna þeim að læra að ganga um og bera virðingu fyrir dótinu sínu. Einnig kennir þetta þeim skipulagni og þau læra að þekkja að hvert dót á sinn stað. Auðvitað er þetta ekki alltaf svona og stundum fá þau bara að taka allt sem þau vilja en grunnregla er að þau hjálpi alltaf til við að ganga frá eftir sig 🙂

Nokkrar myndir úr herberginu

Fleiri díteilar úr herberginu 

Það sem mér finnst mikilvægast að hafa í huga þegar gerð eru barnaherbergi er að huga að því að barnið geti notið sín í herberginu og unt sér þar í leik. Einnig finnst mér rétt að kenna börnum að bera virðingu fyrir herbergi sínu og dóti og reyni ég að gera það með því að kenna þeim að ganga vel um en jafnframt fá að vera frjáls í leik og ráða sjálf yfir dótinu sínu. Þegar maður er með 3 lítil börn sem eru öll fædd á sitthvoru árinu er mikil vinna og tími sem fer í það að kenna þeim að deila með hvort öðru og sýna skilning ef systkyni vill ekki lána dótið sitt eða láta það frá sér því það er þess eign.

En nú hef ég þetta ekki lengra í bili

þangað til næst

knús

María 

 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

4 Athugasemdir

Dagný July 3, 2017 - 9:05 pm

Hæ María. Virkilega fallegt barnaherbergi og ég er hrifin af Stuva-hirslunni og skrifborðinu. Er einmitt að breyta inni hjá stelpunum mínum og langar í skrifborð þar sem þær geta setið hlið við hlið en það sem ég er að pæla er með skápa inní barnaherbergjum. Er orðin þreytt á kommóðu-fílingnum hjá mér og langar í stóran fataskáp fyrir þær (það virðist nefnilega bara safnast dót og drasl ofan á kommóðunni, og það er bara mömmunni að kenna). Er samt að spá hvort það verði of mikið monster. Má ég spyrja hvernig þú ert með þetta hjá þér?

Svara
maria July 5, 2017 - 7:21 pm

Hæ hæ Dagný

Ég tók einmitt alla fataskápa úr barnaherbergjunum þar sem að mér fannst þeir taka of mikið pláss og hef bara svona lágar kommóður og svo Stuva hirlsurnar. Tvö af þremur barnaherbergjum eru frekar lítil og því fannst mér henta betur að vera með kommóður þar. Ég ætlaði samt alltaf að láta stuva skáp inn í Reynis Leo herbergi þar sem mér finnst hann mjög sniðugur inn í barnaherbergi, hvorki of stór né fyrirferðamikill og hægt að hafa hann með hillu, skúffum eða hengislá það finnst mér algjör snilld 🙂

Svara
Gulla February 14, 2018 - 4:46 am

Sæl. Æðislegt barnaherbergi. Hvar fékkstu hilluna sem lítur út eins og hús og er á borði sonar þíns?

Svara
maria February 14, 2018 - 11:02 am

Hæ Gulla og takk fyrir það 🙂

Ég keypti þessa hillu í Rúmfatalagernum 🙂 Hún var með marglitum skúffum en spreyjaði þær svartar

Svara

Skrifaðu athugasemd