Nýtt verk frá Gunnarsbörnum

höf: maria
-Kynning-

Guðrún Þóra eigandi og hönnuður hjá Gunnarsbörnum hafði samband við mig í sumar og spurði hvort ég væri til í að hanna með sér eitt verk. Ég var sko meira en til í það, enda er ég mikill aðdáandi að verkum hennar.

Það sem ég þurfti að gera var að koma með hugmynd af dýri og blómi og uppáhalds lit. Þar sem strákarnir mínir eru meira í ofurhetjum en dýrum, kom ekkert annað en panda til greina, enda uppáhaldsdýr Ölbu.

Blómið sem varð fyrir valinu var ferskjubleik Dalía, en það er eitt af mínum uppáhaldsblómum, og liturinn passar vel í herbergi Ölbu.

Útkoman varð hreint út sagt stórkostleg eins og þið sjáið, og fékk þessi fallega mynd nafnið Alba.

Verk Gunnarsbarna má sjá víða í barnaherbergjum á Íslandi, en það sem mér finnst svo dásamlegt er að hver mynd kemur í takmörkuðu upplagi, og er hvert eintak merkt af Guðrúnu Þóru sjálfu ásamt númeri eintaks.

Af Ölbu myndinni koma eingöngu 50 stk og því myndi ég hafa hraðar hendur ef þið viljið ná ykkur í eintak, en hægt er að panta myndina beint af þessum link hér.

Í tilefni af útgáfu myndarinnar ætla ég að vera með gjafaleik á instagraminu mínu @paz.is þar sem ég dreg út einn heppinn vinningshafa, ásamt vin, sem fær eintak númer 2 og 3 af þessari dásamlegu mynd.

Endilega drífið ykkur á instagram og takið þátt í leiknum

Pönduknús

María 

 

 

 

 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd