Auðveld og skemmtilega öðruvísi afmæliskaka með leynihráefnum

höf: maria

Afmæliskakan í þetta skipti var nýstárleg og skemmtilega öðruvísi. Ég ákvað að fara auðveldu leiðina og nota pakkaduft sem ég vissi fyrir að væri rosalega gott.

Ég bakaði því tvo þykka súkkulaðibotna með Toro skúffukökubökunardufti sem ég svo bætti í heilum pakka af Royal súkkulaðibúðing.

Í stað smjörkrems ákvað ég að nota Royalbúðings rjóma, annars vegar með vanillubragði og svo með jarðaberjabragði sem fór á milli kökunnar og utan um hana alla.

Þetta var algjör snilld og þvílíkur munur að vinna með. Mjög frábrugðið smjörkreminu gamla góða sem ég er reyndar komin með svoldið leið á.

Mér finnst það oft eiga það til að gera kökurnar aðeins of sætar og væmnar, en með þessari fyllingu varð kakan mun ferskari, svo ég tali nú ekki um hversu auðvelt þetta var.

Útkoman kom skemmtilega á óvart og mæli ég klárlega með að þið prufið þetta. Það má nota hvaða bragð af fyllingu sem þið kjósið. Ég mæli með að þið notið ykkar uppáhald á milli.

Auðveld og skemmtilega öðruvísi afmæliskaka með leynihráefnum

Afmæliskakan í þetta skipti var nýstárleg og skemmtilega öðruvísi. Ég ákvað að fara auðveldu leiðina og nota pakkaduft sem ég vissi fyrir… Bakstur Auðveld og skemmtilega öðruvísi afmæliskaka með leynihráefnum European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1 pakka af Toro skúffukökumixi (fæst í Fjarðarkaup og Iceland) Má líka frá Betty Crocker 
 • 1 egg
 • 3 msk bökunarkakó
 • 1 pakka af súkkulaði Royalbúðing
 • 1 pakka af jarðaberja Royalbúðing
 • 1 pakka af vanillu Royalbúðing
 • 2 dl matarolía
 • 1/2 líter af rjóma
 • 1/2 líter nýmjólk
 • Niðursoðin jarðaber í dós (notum bara safann)

Aðferð

Botnar:

 1. Hellið Toro duftinu í hrærivélarskál og blandið í það 2 dl olíu, 1 egg, 3 msk bökunarkakó og 1 pakka af Royal búðing með súkkulaðibragði
 2. Hrærið létt saman en ekki of lengi og hellið svo í tvö smurð mót
 3. Bakið á 190 C°blæstri í 30 mínútur
 4. Gott er að stinga hníf í kökuna til að athuga hvort hún sé til. Ef hnífurinn kemur hreinn upp úr er hún til.

Krem á milli:

 1. Hellið 250 ml af nýmjólk og 250 ml af rjóma (óþeyttum) í skál og setjið vanillu Royalbúðingin út í. Hrærið með písk í smá stund, Við þetta verður kremið sjálfkrafa þykkt eftir nokkar mínútur.
 2. Gott er að setja í kæli í alla vega 10 mínútur
 3. Gerið svo það sama við jarðaberjakremið nema notið jarðaberjabúðing í stað vanillu.

Samsetning kökunnar:

 1. Gott er að skera bungur ofan af kökunni ef þið viljið fá hana alveg flata ofan á.
 2. Ég hellti jarðaberjasírópi úr jarðaberjum í dós yfir neðri botninn áður en ég setti kremið á hana
 3. Svo er gott að nota sprautu til að setja kremið á milli því þannig verður það jafnfara
 4. Fyrst er að sprauta neðri helmingnum og svo efri með hinu bragðefninu ofan á
 5. Setjið svo efri botninn yfir og smyrjið með Royal kreminu í kringum kökuna og skreytið eins og þið viljið eftir kúnstarinnar reglum.
 6. Hér notaði ég útprentaða sykurmassa mynd af pöndu, sem ég fann á netinu og lét prenta út fyrir mig,og setti bara beint ofan á.

 

Ofsalega fljótlegt, einfalt og gott

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd