Einn bragðsterkur brauðréttur

höf: maria

Brauðréttir klikka aldrei og eru það yfirleitt þeir sem slá í gegn í veislum. Enda ekki skrítið þvi hvað er betra en blanda af góðu brauði, fullt af gúmmelaði og tonn af osti yfir ?

Þennan hef ég margsinnis verið með í veislum og klikkar hann seint. Hér er um að ræða, sveppi, fullt af ostum, beikon, brauð og fullt af góðu gúmmelaði sem blandast saman í töfra.

Það er því algjört möst að bjóða upp á þennan dásamlega rétt í veislu eða jafnvel þegar von er á góðum gestum, en brauðrétti er svo einfalt að gera að allir geta gert þá.

Einn bragðsterkur brauðréttur

Brauðréttir klikka aldrei og eru það yfirleitt þeir sem slá í gegn í veislum. Enda ekki skrítið þvi hvað er betra en… Afmæli Einn bragðsterkur brauðréttur European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1 piparost
 • 1 mexico-ost
 • ca 100 gr rjómaost
 • 4-5 dl matreiðslurjómi
 • 1 box af sveppum (250 gr)
 • 100 gr pepperoni
 • 1 beikonbréf
 • 2 dósir sýrður rjómi
 • 1/2 fransbrauð, tætt niður
 • Ananasdós
 • Rifin ost

Aðferð

 1. Ostarnir og rjóminn eru settir í pott og bræddir, sýrða rjómanum síðan hrært saman við.
 2. Rífið brauðið niður og setjið í eldfast mót.
 3. Sveppir og beikon steikt á pönnu og raðað ofan á brauðið.
 4. Ananas skorin smátt og stráð yfir allt saman
 5. Pepperoni stráð þar ofan á og ostablöndunni hellt yfir.
 6. Að lokum er rifnum osti stráð yfir allt og gott er að setja ögn af papríkudufti yfir
 7. Bakað í ofni við 200°c í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til allt er orðið gyllinbrúnt

Einfalt og súper gott

Knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Tara Bjork January 20, 2020 - 5:15 pm

Hljómar æðislega! Má ég spyrja fyrir hvað marga ca þessi réttur er?

Svara
maria January 21, 2020 - 1:00 pm

Hæ Tara

Ég myndi segja ef þú ert ekki með neitt annað en réttinn þá er hann fyrir c.a 6 manneskjur 🙂

kv María

Svara

Skrifaðu athugasemd