Afmælisveisla Ölbu

höf: maria

Síðustu helgi héldum við upp á 3 ára afmæli örverpisins Viktoríu Ölbu, eða Ölbu eins og við köllum hana alltaf. Veislan var afar vel heppnuð í alla staði og vöktu veitingarnar mikla lukku.

Þar sem ég hef lært það af veisluhöldum síðustu ára að heitir brauðréttir og allt matarkyns er oftast langvinsælast, ákvað ég að hafa vel af því. Einnig langaði mig að brydda upp á nýjungum og ákvað því að búa til uppskriftir af nokkrum góðum veitingum.

Úr varð t.d þessi geggjaði eðlubrauðréttur sem var rosalega góður og kláraðist upp. Uppskrfitina af honum má finna hér.

Einnig bauð ég upp á annan brauðrétt sem kemur inn á allra næstu dögum og svo þessum dásamlegum partýbollum með ídýfu. Hefur uppskriftin af þeim heldur betur slegið rækilega í gegn hér á vefnum en hana má finna hér.

Einnig var boðið upp á Bingókúlu pops kökur sem voru geggjað góðar og uppskrift af þeim finnið þið hér

Þristagottið sló heldur betur í gegn en ég hefði nánast þurft að gera tvöfalda uppskrift af því til að eiga meir því það kláraðist nánast strax svo gott var það. Uppskrift af því er hér.

Skreytingar voru héðan og þaðan en ég ákvað að vera með bleikt og gyllt og hafa smá pönduþema því barnið er forfallin pönduaðdáandi og elskar allt sem þeim viðkemur.

Því var afmælistertan að sjálfsögðu pöndukaka. Ég er ekki mikið fyrir að tapa mér við afmælisundirbúning og vill hafa allt sem perónulegast og gera allt sjálf, þó það þýði að kökurnar séu ekki alltaf fullkomnar í útliti.

Venjulega hef ég alltaf gert súkkulaðikökur sem ég skreyti með smjörkremi, en nú ákvað ég að fara allt aðra leið og gera hlutina á miklu einfaldari hátt og breyta aðeins til.

Ég ætla samt ekki að segja ykkur strax hvaða trix ég notaði við kökuna nema bara það að ég lét prenta út fyrir mig sykurmassa mynd til að setja á hana.

Hitt fáið þið að vita seinna, en ég mun koma til með að setja inn uppskrift af kökunni.

Venjulega er ég alltaf sveitt að baka og undirbúa afmælið daginn fyrir, en nú ákvað ég að gefa mér tíma í þetta og byrjaði að baka viku fyrir.

Ég gerði allt sem ég gat fyrirfram og frysti. Kjötbolllurnar og kökubotna gerði ég eitt og eitt á hverjum degi og henti í frysti og tók svo út daginn fyrir afmælið.

Einnig gerði ég þristagottið og Bingó pops kökurnar fyrirfram og setti í frystir. Ég mæli svo sannarlega með þessari aðferð því mikið svakalega minnkaði þetta stressið og gerði allt ferlið ánægjulegra.

Eins og ég sagði þá var dagurinn vel heppnaður í alla staði og var fagnað með góðum vinum og ættingjum. Alba fékk fullt af fallegum gjöfum og var hún gríðarlega ánægð með daginn sinn.

Ég ætla mér að setja inn allar uppskriftirnar úr afmælinu, en þær sem eru ekki nú þegar komnar inn munu koma inn á næstu dögum.

Þangað til næst

María 

 

 

 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here