Eðla í rúllutertubrauði (Rúllandi Eðla)

höf: maria

Hver elskar ekki eðlu ?? Dásamlega ídýfu heita beint úr ofninum með tonn af osti ofan á, rjómaosti undir og salsasósu í miðjunni……úff namm hún er alltaf góð og stendur fyrir sínu.

Báðar stelpurnar mínar eiga afmæli núna í nóvember, en ég er að fara að halda upp á afmæli Ölbu á næstu dögum.

Ég hef lært það í gegnum tíðina að heitir brauðréttir er alltaf málið í veislum, og tekur fólk þá alltaf fram yfir tertur. Alla vega klárast þeir alltaf meðan oft er nóg afgangur af kökum.

Ég fékk þá hugmynd skyndilega að prófa að gera eðlu í rúllutertubrauði, og bæta aðeins við hana ýmsu gúmmelaði til að fá hana sem mest djúsí, og vá hvað þetta var gott !!!

Ég auðvitað varð að prufa þetta áður en ég færi að bjóða upp á það sem við erum búin að skýra Rúllandi eðlu, áður en ég færi að bjóða upp á hana í veislu.

Rúllandi Eðla

Hver elskar ekki eðlu ?? Dásamlega ídýfu heita beint úr ofninum með tonn af osti ofan á, rjómaosti undir og salsasósu í… Matur Eðla í rúllutertubrauði (Rúllandi Eðla) European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 500 gr nautahakk
 • 400 gr rjómaost (þarf ekki að nota alla dósina)
 • 1 græn paprika smátt skorið
 • 800 gr salsasósa (ég notaði þessa stóru frá Santa María medium sterka)
 • 2 rúllutertubrauð frá Myllunni (prófaði fyrst annað en það molnaði niður. Frá Myllunni var mun betra, ekki spons samt, bara persónulegt álit)
 • 1 mozzarella kúla (1/2 á hvert brauð)
 • 1 dós sýrðan rjóma með graslauk (í grænu dósunum)
 • Nachos með salti
 • 1 poki rifinn ostur (mozarella eða pizzaostur bestur)
 • 1 tsk paprikuduft (og svo meira til að dreifa yfir ostinn ofan á)
 • 1 tsk hvítlauskduft (athugið ekki hvítlaukssalt)
 • 1 tsk timian
 • 1 tsk Cumin (ekki kúmen eins og í kringlum)
 • 1 1/2 tsk borðsalt fínt
 • svartur pipar
 • jalapeño í krukku (má sleppa)

Aðferð

 1. Réttinn er mjög auðvelt að gera en hér fyrir neðan eru myndir sem sýna ferlið. Fyrst þarf að afþýða brauðið.
 2. Hitið ofninn á 190 C°blástur
 3. Steikið hakkið á pönnu og setjið papríkuna smátt skorið út á
 4. kryddið með salti, pipar, paprikudufti, timian, Cumin og hvítlauksdufti
 5. Þegar hakkið er til, hellið þá allri salsasósunni út á pönnuna og hrærið vel saman
 6. Hitið nú rjómaostinn í eins og 20 sekúndur í örbylgju, svo það sé auðvelt að smyrja honum á brauðið sem er mjög viðkvæmt
 7. Smyrjið honum svo yfir allan brauðferninginn eins og á fyrstu myndinni
 8. Dreifið næst hakkinu yfir allt
 9. Og raðið svo Mozarella kúlunni í sneiðum fyrir miðju
 10. Setjið jalapeño ofan á Mozarella sneiðarnar og rúllið varlega upp brauðinu
 11. Smyrjið svo yfir alla rúlluna sýrða rjómanum
 12. Og dreifið fínt muldnu nachoi yfir sem blandað hefur verið við rifna ostinn 50/50
 13. Ef þið viljið setjið þá enn meira af rifnum osti yfir það og stráið papriku dufti yfir að lokum
 14. Bakist í 190 C°heitum ofninum í 25-30 mínútur eða þar til orðið gyllinbrúnt

Punktar

Þessi er sko vel gjaldgengur í hvaða veislu sem er og jafnvel sem kvöldmatur um helgi. *Þessi uppskrift gefur af sér tvö rúllutertubrauð en ekki veitir af því í veislu. Ef þið viljið eitt þá er að helminga uppskriftina 

Vona að þið látið slag standa og prófið en þessi réttur er bara virkilega góður

knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

María April 28, 2019 - 7:35 pm

Langaði bara að segja takk fyrir þessa skemmtilegu uppskrift en hún sló rækilega í gegn í boði hjá mér í dag.

Svara
maria April 29, 2019 - 10:24 am

Æ en dássamæegt að heyra 🙂 kærar þakkir fyrir að leyfa mér að heyra, elska að fá svona skilaboð <3

Svara

Skrifaðu athugasemd