Dásamlegt spænskt jólanammi með súkkulaðibráð og lakkríssalti

höf: maria

Þeir sem þekkja til spænskra jólahefða þekkja eflaust Turron. Turron er spænskt jólanammi sem er einhverskonar núggat með möndlum og oblátupappír.

Langoftast er það hart eins og brjóstsykur en hér ákvað ég að gera mjúkt Turron sem líkist meira seigum sykurpúðum eða hvíta gúmmelaðinu sem er inn í Milky Way súkkukaðinu góða.

Einnig ákvað ég að sleppa því að hafa oblátupappír og setja dökkt gæðasúkkulaði ofan á og toppa svo allt heila batteríið með lakkríssalti. Namm útkoman var dásamlega góð.

Ekki láta langa lýsingu blekkja ykkur og fæla ykkur frá því að gera þetta. Ég lofa að þetta er rosalega einfalt og skemmtilegt að gera. Er ekki líka gaman að prófa eitthvað nýtt sem þekkist ekki endilega hér á Íslandi ?

Það eina sem þarf að passa vel upp á er að hafa allt hráefnið nema eggjahvíturnar vel heitt.

Dásamlegt spænskt jólanammi með dökku súkkulaði og lakkríssalti

Þeir sem þekkja til spænskra jólahefða þekkja eflaust Turron. Turron er spænskt jólanammi sem er einhverskonar núggat með möndlum og oblátupappír. Langoftast… Sætindi Dásamlegt spænskt jólanammi með súkkulaðibráð og lakkríssalti European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Turron 

 • 1 bolli glúkósa síróp * (uppskrift af því fyrir neðan)
 • 1/2 bolli hunang
 • 1/4 bolli vatn
 • 2 bollar sykur
 • 1 eggjahvíta
 • cream of tartar á hnífsoddi
 • 1 tsk. vanilliextrakt
 • 200-250 gr möndlur með hýði
 • 200 gr 70 % súkkulaði
 • 15 gr palmínfeiti
 • Lakkríssalt (ég notaði frá saltverk sem fæst í Bónus)

*Glúkosa síróp: 

 • 1 bolli sykur
 • 1/3 bolli vatn
 • 1/4 tsk Cream of Tartar
 • 1/2 msk sítrónusafi

Súkkulaðibráð ofan á:

 • 120 gr dökkt súkkulaði 
 • 120 gr rjómi 

Aðferð

Ef þið ætlið að nota heimagert glúkósasíróp þurfið þið að byrja á því. Hægt er að nota glúkósasíróp líka í heimagerða sykurpúða. Svona er farið að :

 1. Setjið allt hráefni saman í pott og hrærið vel
 2. Setjið svo pottinn á sjóðandi heita hellu (hæsta hita) þar til allt fer að sjóða saman
 3. Lækkið þá hitann niður í lægsta og látið alveg vera ekki hræra bara sjóða þar til litlar loftbólur eru komnar ofan á allt.
 4. Þegar hægt er að mynda litla bólu á disk með sírópinu er það til eða þegar það hefur náð 115 C°hita.
 5. Setjið það svo beint í krukku og í frystir og leyfið því að kólna í smá stund.

Þegar sírópið er kælt er hægt að byrja á að gera nammið. 

 1. Byrjið á að setja eina eggjahvítu og cream of tartar á hnífsoddi í hrærivélarskál og þeytið á hárri stillingu. Leyfið henni að stífþeytast vel á meðan þið gerið hitt í potti
 2. Næst er svo að setja glúkósasíróp, sykur, hunang og vatn í pott og hér er stranglega bannað að hræra !!!!
 3. Setjið á háan hita og leyfið því að byrja að sjóða og alls alls ekki hræra þá skemmið þið áhrifin
 4. Lækkið hitann þegar suðu er náð og leyfið því að malla þar til það eru komnar svona margar litlar loftbólur yfir allt saman, c.a. 5-10 mínútur
 5. Nú skuluð þið rista 200-250 gr möndlur með hýði á pönnu við vægan hita og halda þeim heitum
 6. Takið næst pottin og byrjið að hella út í eggjahvítuna í mjög mjórri bunu hægt og rólega og þeytið allan tímann á meðan
 7. Þegar allt sírópgumsið er komið ofan í er sett í 1 tsk vanilluextract og þeytt þar til allt er vel stíft. Slökkvið þá á vélinni
 8. Að lokum er svo heitum möndlunum bætt í eggjahvíturnar og hrært rólega með sleif saman
 9. Setjið svo í eldfast mót með bökunarpappír í botninn sem nær upp á kantana
 10. Sléttið vel úr öllu og gott er að setja bökunarpappa ofan á líka og strjúka yfir með hendinni til að fá allt fullkomlega jafnt hellið súkkulaðibráðinni yfir 
 11. Frystið í sólahring

Súkkulaði bráð ofan á:

 1. Brytjið súkkulaðið niður í skál 
 2. Hitið rjómann í potti upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið í skálinni og látið standa í 1 mínútu
 3. Hrærið nú vel saman þar til verður að glansandi og silkumjúku kremi 
 4. Hellið svo súkkulaðinu ofan á Turronið og stráið lakrríssalti yfir eða venjulegu salti grófu
 5. Best er að geyma nammið í frysti og taka út 10 mínútum áður en á að borða það og skera það frosið í bita 

Punktar

Eitt hráefni, glúkósasíróp, er erfitt að fá hér á Íslandi. Það er samt auðvelt að gera heima sjálfur og því mun það fylgja þessari uppskrift. Turron er oftast með eins og oblátu pappír utan um og ef þið finnið þannig hér á landi er líka hægt að sleppa súkkulaðinu og lakkríssaltinu og hafa hann í staðinn. Einnig er Turron bara gott alveg bert þ,e án súkkulaðibráðar.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd