Morgunmatur flugfreyjunar

höf: maria

Ég fór í heimsókn til kæru vinkonu minnar hennar Söru um daginn og fékk svo dásamlega góðan morgunverð sem ég hef borðað alla morgna síðan.

Sara er flugfreyja sem hugsar alltaf svo vel um heilsuna. Því fannst mér tilvalið að skýra þennan rétt morgunverður flugfreyjunar, og ekki skemmir fyrir að hann er bæði holllur, svaka góður og svo fallegur á að líta.

Leynihráefnið sem Sara kynnti fyrir mér er döðlusíróp frá Rapunzel, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Það smakkast svo frábærlega vel að ég er alveg fallinn fyrir því.

Galdurinn við þennan góða morgunverð er síðan lífrænt ræktað gæðahráefni frá Rapunzel sem gerir líkamanum svooo gott.

Segja má að Rapunzel sé brautryðjandi í lífrænni ræktun en það var stofnað árið 1974.  Hráefnin sem notuð eru í Rapunzel vörurnar eru keypt frá lífrænum bændum í 36 löndum.

Rapunzel tryggir meðal annars lífrænar vörur í hæstu gæðum sem eru mannúðlegar, heilbrigðar og öruggar.

Auk þess tryggir Rapunzel að það sé gegnsæi í öllu framleiðsluferlinu og er með bann við barnaþrælkun og nauðungarvinnu.

Því er þetta alveg 100 % traust vara sem hægt er að treysta.  Ég hef notað Rapunzel vörurnar í áraraðir og nota mikið Rapadura sykurinn þeirra sem er snilld í bakstur.

Einnig er hægt að setja morgunmatinn í krukkur eins og ég geri hér til að taka með í nesti. En þá er best að setja bara eitt lag í einu og hræra svo öllu saman eftir á.

Morgunmatur flugfreyjunar

Ég fór í heimsókn til kæru vinkonu minnar hennar Söru um daginn og fékk svo dásamlega góðan morgunverð sem ég hef borðað… Hollusta Morgunmatur flugfreyjunar European Prenta
Serves: 1-2
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1/2 bolli grísk Jógúrt
 • 1 tsk Chia fræ
 • Lúka af ferskum bláberjum
 • Lúka af ferskum jarðaberjum (má sleppa)
 • Lófafylli af ávaxtamúslí (Früchte Müsli) frá Rapunzel
 • Ristað lífrænt ræktað kókósmjöl eða kókósflögur frá Rapunzel
 • 3-4 pekanhnetur
 • Rapunzel döðlusíróp eftir smekk yfir toppinn
 • Um helgar er rosa gott að toppa þetta með súkkulaði kókósbitunum frá Rapunzel sem er hollari útgáfan af Bounty

Aðferð

 1. Byrjið fyrst af öllu að setja eina tsk af chiafræum saman við 1 msk af vatni og látið standa í örlitla stund meðan þið takið fram restina af hráefninu og ristið kókósmjöl eða kókósflögur
 2. Setjið svo jógurtina í skál og hrærið útbleyttu chiafræunum og bláberjunum rólega saman við
 3. Setjið svo múslíið næst yfir og toppið með ristaða kókósinum
 4. Myljið svo pekanhneturnar með fingrunum yfir allt og berið fram með döðlusírópinu sem er sett efst ofan á allt heila klabbið eins og sósa
 5. Um helgar er svo gott að skera í bita kókósbitana og setja yfir svona spari

Punktar

Einnig er hægt að setja morgunmatinn í krukkur eins og ég geri hér til að taka með í nesti. En þá er best að setja bara eitt lag í einu og hræra svo öllu saman eftir á. Oft set ég líka lífrænt ræktað kornflakes frá Himneskt í stað musli en það er sko ekki síðra og gerir þetta rosa kríspí og gott.

Þið bara verðið að prófa þetta er svo svakalega gott.

María 

Fylgið mér á Instagram 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Sandra January 23, 2019 - 10:08 pm

Hvar fást þessar Rapunzel vörur

Svara
maria January 27, 2019 - 10:05 am

Þær fást í Fjarðarkaup, Nettó, Melabúðinni, Hagkaup, heilsuhúsinu, Blómaval og frú Lauga 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd