Hollur súkkulaðibúðingur með leynihráefnum

höf: maria

Hver vill ekki geta leyft sér eitthvað gott eins og súkkulaðibúðing endrum og eins.

Eða það sem er enn betra að geta fengið sér súkkulaðibúðing hvenær sem manni langar til, með góðri samvisku.

Allt sem er í þessum holla súkkulaðibúðing er gott fyrir kroppinn. Góðar fitur, lífrænt kakó sem er stappað af magnesíum, góðgerlar frá frábæra merkinu Terranova og Intense Berries duftið þeirra.

Einnig er hægt að setja Intense Greens frá Terranova ef þú vilt hafa búðinginn enn grænni og vilt uppfylla grænmetisþörfina yfir daginn.

Bæði Intense Berries og Intense Greens eru algjör orkubomba sem innihalda hveiti-og bygggras, spírulínu, þörunga og góðgerla.

Hollur súkkulaðibúðingur með leynihráefnum

Hver vill ekki geta leyft sér eitthvað gott eins og súkkulaðibúðing endrum og eins. Eða það sem er enn betra að geta… Sætindi Hollur súkkulaðibúðingur með leynihráefnum European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 2 stór eða 4 lítil passlega þroskuð avócadó
  • 1,5 dl haframjólk
  • 1 tsk chiafræ
  •  1 tsk sítrónusafi
  • 1 tsk vanilluduft
  • 1/2-1 tsk gróft salt
  • 5 msk ósætt lífrænt ræktað kakó
  • 1 1/2 dl lífrænt hlynsíróp, agave eða döðlusíróp
  • 2 hylki Probiotic hylki frá Terranova
  • 1 mæliskeið af annað hvort Intense Greens eða Intense Berries frá Terranova

Aðferð

  1. Setjið saman í blandara haframjólk, chiafræ, sítrónusafa, vanilluduft, góðgerla og salt og þeytið rosa vel saman
  2. Afhýðið næst avócadó og setjið í blandara eða matvinnsluvél ásamt sírópinu, kakóinu og Intense duftinu og þeytið allt vel saman í dökkan þykkan búðing
  3. Hellið næst haframjólkurblöndunni með góðgerlunum út í og þeytið aftur vel saman þar til allt er orðið að silkimjúkum dökkum súkkulaðibúðing.
  4. Berið svo fram með ykkar uppáhaldsrjóma eins og soja rjóma, þeyttum kókósrjóma eða hefðbundnum rjóma sem dæmi.
  5. Einnig er rosa gott að bera fram með ferskum berjum og ávöxtum

Smá fróðleikur um Terranova línuna sem ég mæli með að þið lesið

Mig langar örstutt að fá að segja ykkur frá Terranova vítamínlínunni því þetta vítamín er það eina sem hefur virkað fyrir mig gegn B-12 vítamínksorti.

Lengi vel þurfti ég að sprauta mig með B-12 vímamíni því ég náði ekki að frásoga það úr fæðunni né með pillum.

Síðasta vor fór ég svo til hennar Þorbjargar Hafsteinsdóttur næringarþerapista, sem ráðlagði mér háa skammta af ýmsum vítamínum. Eitt af því var B-12 nema það sem fæst venjulega í apótekum og heilsubúðum er með virka efninu Cyanocobalamin.

Ég átti að taka inn B-12 með virka efninu Methylcobalamin. Þannig kynntist ég Terranova vítamínlínunni sem ég í dag algjörlega elska. Terranova voru þeir einu sem áttu til B-12 vítamín með þessu virka efni.

Það sem meira er, að í fyrsta skiptið dugði mér að taka B-12 inn í töfluformi og mældist ég yfir gildum í síðustu blóðprufu, sem sagði mér það að Terranova vítamínin virka.

Magnesíum

Einnig hef ég átt erfitt með að taka inn magnesíum duft því mér finnst bragðið algjörlega ógeðslegt og minnir mig á gall. Ég fæ oft í magann og brjóstsviða af flestu magnesíum dufti.

Magnesíum duftið frá Terranova er alveg búið að bjarga mér en það er hægt að setja í safa eða vatn og jafnvel hafragrautinn. Bragðið er rosa milt og ekki þetta súra gallbragð sem ég finn af öllu öðru, auk þess að ég fæ ekki í magann af því.

Önnur bætiefni sem ég tek frá Terranova eru Omega olían, Probiotic Complex góðgerlarnir og nú er ég að prófa alveg nýtt frá þeim sem er fyrir húð og hár og heitir Beauty Complex. Er mjög spennt að sjá hvernig það virkar.

Innihaldsefni

Vítamínin frá Terranova eru algjörlega laus við öll aukaefni eins og glúten, sykur, litar, fylli-og bindiefni og eru einnig laus við öll efni úr dýraríkinu og henta því Veganistum.

Hver blanda inniheldur það sem kallast Magnifood complex, sem er blanda af jurtum, ávöxtum og grænmeti sem er sett saman fyrir hverja og eina blöndu til að hámarka virkni og nýtingu. 

Vítamínin eru frostþurrkuð sem gerir það að verkum að þau frásogast afar vel sem ég fann einmitt í mínu tilfelli. 

Terranova fæst hjá Heilsuhúsinu og er á 20 % afslætti í janúar.

En mæli með að þið prófið búðingin hann ætti engann að svíkja og börnin mín elskuðu hann

Knús

María 

Fylgið mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here