Exótískur fiskréttur sem slær í gegn

Aðalréttir Fiskur

Þennan fiskrétt fann ég upp á að gera fyrir mörgum mörgum árum síðan og hef ég gert hann örugglega 1000 sinnum og alltaf við góðar undirtektir.

Það er bara eitthvað við að kaupa tilbúina fiskrétti sem ég fíla ekki. Ég held að það sé að sósan verður alltaf að þunnu bragðlausu vatni. Hér aftur á móti verður sósan áfram þykk og djúsí.

Fiskréttinn kalla ég exótískan því hann er samangerður úr hráefnum sem minna mig á trópíkal eyju eins og ananas og kókósflögum.

Dásamleg sæt sinnepssósa með graslauk toppar þetta svo allt með bræddum osti yfir.

Ég lofa að þessi er svakalega góður og þeir sem elska góða heita rétti ættu svo sannarlega að elska þennan. Ekki skemmir fyrir að hann er rosa auðveldur að gera.

Í Exótíska fiskréttinn þarf

 • 1 glas af grófum grjónum á móti 2 dl af vatni (ATH þurfa 30-45 mínútna suðu)
 • Salt, sítrónusafi og þurrkuð steinselja til að krydda grjóninn
 • 800-1000 gr ýsa eða þorskhnakkar (mér finnst ýsa betri)
 • 1 lítil dós ananas
 • 1/2 gul eða appelsínugul papríka
 • 15 gr kókósflögur eða kókósmjöl
 • 1 stór dós kotasæla
 • 1 dós sýrður rjómi með graslauk (þessi í grænu dollunum)
 • Smá búnt af ferskum graslauk
 • 2 msk hunang
 • 3 msk sætt sinnep
 • Rifinn ostur
 • Oggupons papríkuduft
 • salt og pipar

Aðferð

 1. Byrjið á að sjóða grjóninn og saltið, setjið sítrónusafa og þurrkaða steinselju út á eftir smekk
 2. Kíkjið svo á myndina hér fyrir ofan til að skoða með leiðbeiningunum
 3. Þegar grjónin eru soðin setjið þau þá í botninn á eldföstu móti
 4. Raðið svo ýsubitunum yfir og saltið og piprið
 5. Skerið svo ananas og papríku í litla bita og dreifið yfir ýsuna ásamt kókósflögunum
 6. Smyrjið svo næst kotasælunni yfir allt saman
 7. Næst er svo að gera sinnepssósuna með sýrða rjómanum, hunanginu og sæta sinnepinu
 8. Klippið svo smá ferskan graslauk út í ef þið villjið og hrærið sósunni vel saman
 9. Hellið svo sinnepssósunni yfir kotasæluna og dreifið rifna ostinum yfir allt heila klabbið. Getið sett ferskan mozarella með líka sem er mjög gott
 10. Gott er svo að setja oggupons af papríkudufti yfir ostinn.
 11. Hitið svo réttinn í ofni við 200 C°blástur í 35 mínútur
 12. Gott er að láta réttinn standa og blása aðeins úr sér í 10 mínútur áður en hans er neytt

Ég lofa að þið verðið ekki vonsvikinn með þennann rétt

Verði ykkur að góðu

María 

Fylgið mér á Instagram

 

2 Comments Write a comment

Please add an author description.

2 Comments

 • Regína January 29, 2019

  Þessi fiskréttur er æði eldaði hann í gær 👌

  • maria January 29, 2019

   Vá hvað ég er glöð að heyra takk fyrir að senda á mig línu. Elska að fá svona skilaboð 🙂

Leave a Reply

Pin It on Pinterest