Quinoa próteinstykki

Bakstur Hollusta

Nú til dags eru flestir meðvitaðir um heilsu og hollustu og hversu mikil áhrif matarræði getur haft á heilsuna.

Manni langar nú samt ekki til að hætta að lifa og alderi leyfa sér neitt gott, og því eru svona stykki að mínu mati algjör snilld.

Þau eru ekki bara góð heldur súperholl líka. Þau innihalda alls kyns fræ og Quinoa sem er prótenríkasta korn sem hægt er að fá.

Sætan kemur svo úr döðlum sem eru járn, steinefna og trefjaríkar.

Hér er gott saman við hollt og akkurat þannig á það að vera. Ef þið viljið hafa þetta meira sætt má alveg leika sér smá með uppskriftina.

Setja aukalega þurr trönuber við sem dæmi, eða eitthvað annað sem ykkur finnst gott eins og rúsínur eða brómber.

Svo er allt heila klabbið toppað með 70 % súkkulaði eða heimagerðu hrásúkkulaði en þið ákveðið bara sjálf hvort þið viljið nota.

Þessi stykki er afar einfalt að gera og þarf ekkert nema skál og sleif til verkisns og smá krafta til að hræra.

Í Quinoa próteinstykkinn þarf

 • 5 Medjool döðlur (eða 8-10 stk af ferskum döðlum)
 •  80gr haframjöl
 • 130gr óeldað Quinoa (beint úr pokanum)
 • 70gr gróft skornar möndlur
 • 70gr graskersfræ
 • 1 tsk chiafræ
 • 125gr möndlusmjör (má vera ljóst eða dökkt og þess vegna hnetusmjör eða Tahini)
 • 115 gr hunang
 • 1 tsk vanillu extract
 • 1/4 tsk salt
 • 60 gr bráðið 70 % súkkulaði

Heimagert hrásúkkulaði:

 • 1 dl bráðin kókósolía
 • 1 dl dökkt kakó (best lífrænt ræktað)
 • 1/2 dl agave eða hlynsíróp

Aðferð

 1. Hitið ofninn á 150 C°blástur
 2. Setjið dölðlurnar í matvinnlsuvél og stillið á pulse. Maukið þar til þær verða að mauki, má setja smá vatn með ef þarf en bara pínu pons
 3. Setjið nú döðlumaukið í skál og bætið við restinni af hráefnunum, öllu nema súkkulaðinu
 4. Hrærið nú vel saman með sleif, hér þarf sterka upphandleggsvöðva
 5. Setjið nú bökunarpappír í eldfast mót og látið pappírinn ná vel yfir alla barma til að auðvelt sé að smella svo kökunni upp úr
 6. Bakist í 20-25 mínútur eða þar til orðið gyllinbrúnt að lit og aðeins dekkra í köntunum
 7. Látið nú kólna í1 klst upp á borði í mótinu, og setjið svo í ísskáp í aðra klst eða í frysti í 30 mínútur
 8. Takið svo út og skerið í ferninga og toppið með bræddu 70 % súkkulaði sem brætt er yfir vatnsbaði eða með heimagerða súkkulaðinu
 9. Þá er kókósolían brædd undir heitri bunu og svo kakó og síróp sett saman við og hrært varlega saman með gaffli
 10. Geymist við stofuhita í 1 viku og einnig er hægt að fyrsta stykkinn og taka út eitt og eitt 10 míntútum áður en maður ætlar að fá sér

Njótið vel

knús

María 

Endilega fylgdu mér á Instagram 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest