Lambakebab með myntujógúrtsósu

höf: maria

Oft þegar hefur verið lambalæri í sunnudagsmatinn hjá okkur hef ég haft lambakebab úr afgangskjötinu daginn eftir. Eða gert úr því samlokur með remúlaði og steitkum lauk sem minna mikið á samloku með roastbeef.

Í kebabinn finnst mér gott að hafa hráefni sem minna mig á mið- austurlönd eða Marokkó.  Döðlur, cous cous, ólifur og gúrkujógúrtsósa með myntu er alveg fullkomið saman.

Þetta er snilldarleið til að nýta afgangana og mér finnst þetta rosalega gott. Svo er líka bara hægt að setja það sem þið viljið sjálf á milli.

Lambakebab með myntujógúrtsósu

Oft þegar hefur verið lambalæri í sunnudagsmatinn hjá okkur hef ég haft lambakebab úr afgangskjötinu daginn eftir. Eða gert úr því samlokur… Aðalréttir Lambakebab með myntujógúrtsósu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • Afgangskjöt af lambalæri eða lambahrygg
 • Grófar tortillakökur úr súrdeig (frá Santa María)
 • Ólífur grænar og svartar lagðar í olíu og kryddaðar með salti og þurrum kryddjurtum eins og timian og basil
 • Kál, tómata og gúrku
 • Soðið cous cous
 • Döðlur (ferskar bestar)
 • Fetaost eða ferskar mozzarella kúlur litlar
 • Gúrkumyntujógúrtsósu uppskrift hér

Aðferð

 1. Gerið cous cous og skerið kjötið niður í þunna bita
 2. Hitið tortillu köku (best á samlokugrilli eða grillpönnu) og setjið svo á hana cous cous
 3. Raðið kjötinu þar ofan á
 4. Setjið svo grænmeti og döðlur með því að rífa þær í tvennt út á og passið að taka steininn úr ef þær eru ferskar
 5. Setjið svo fetaost eða þess vegna ferskan mozzarella ost út á, ólífurnar og síðast sósuna
 6. Gott er að hafa svo sósu til hliðar á disknum til að dýfa í
 7. Einnig er mjög gott að loka kökunni og setja sósu ofan á samskeytin og smá ólífuolíu yfir og kryddjurtir
 8. Mæli með að borða það þá með hníf og gaffli

Verði ykkur að góðu

Knús

María 

Endilega fylgdu mér á instagram 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd