Pavlovan sem engin getur staðist

höf: maria
-Samstarf-

Lengi vel skildi ég ekkert hver munurinn á Pavlovu og hefðbundinni marenstertu væri. Fyrir mér var þetta allt saman bara marens. Að vissu leyti er það þannig, þ.e allar pavlovur eru marens, en ekki er allur marens Pavlova fattiði ?

Marens er yfirleitt þurr og er betra að setja á hann daginn áður til að hann verði sem bestur. Pavlova hins vegar er þurr með köntunum og verður síðan seig og rök inn að miðju og minnir helst á sykurpúða (Marshmallow) inn í.

Öfugt við marenstertur er best að setja á pavlovur rétt áður en þær eru bornar fram til að botninn verði ekki of blautur jafnvel að frauði.

 Þessi sérstaka pavlova sem hér um ræðir er bara nokkrum númerum of góð. Dásamlegur botn toppaður með rjóma, ferskum ávöxtum og svo það sem gerir kökuna algjörlega fullkomna, Vill súkkulaðihúðuð hindber, hlaup og súkkulaði.

Súrt, sætt, mjúkt og seigt úff þetta var nánast fullkomið.

Til að pavlovan heppnist sem best er galdurinn að hafa eggin við stofuhita og að mala sykurinn ögn í blandara með pulse takkanum til að hann fari sem best inn í eggjahvíturnar. Svo auðvitað þarf að nota sýru eða cream of tartar.

Í þessa dásamlegu Pavlovu þarf

 • 4 eggjahvítur úr stórum eggjum (við stofuhita)
 • 200 gr súperfíngerðan sykur (malaður á pulse)
 • 1 tsk hreint vanillu extract
 • 1/2 tsk cream of tartar eða 1 tsk af sítrónusafa, borðediki eða eplaedik (bara eitt af þessu). Ég notaði Cream of tartar
 • 1 tsk kartöflumjöl (ekki sleppa)

Ofan á: 

 • Drekaávöxtur, kíwi, bláber, brómber, banani
 • 1/2 líter rjómi
 • Vill súkkulaði húðuð hindber eða bláber (fást í krónunni og fullkomna kökuna)
 • Vill hreint mjólkursúkkulaði
 • Vill skógarberjahlaup
 • 2 jarðaberjasmáskyr

Aðferð

 1. Byrjið á að hita ofninn á 175 C° blástur
 2. Setjið svo eggjahvítur í hrærivél og byrjið að þeyta á miklum hraða í alveg 5 mínútur (takið tímann)
 3. Á meðan er gott að setja sykurinn í blandarann og stilla nokkrum sinnum á pulse til að mala hann fínna en þó ekki eins fínan og flórsykur
 4. Setjið svo sykurinn út í eggjahvíturnar meðan þær eru enn að þeytast í tvennu lagi. Gott að láta 30 sek líða á milli og haldið áfram að þeyta í eins og tvær mínútur í viðbót
 5. Bætið svo við vanillu extractinu og þeytið í 1 mínútu í viðbót
 6. Slökkvið nú á hrærivélinni og setjið Cream of tartar og kartöflumjöl út í og hrærið með sleikju mjög varlega þar til það er komið vel inn í eggjablönduna
 7. Setjið svo bökunarpappa á plötu og teiknið eins og 23 cm hring
 8. Setjið svo alla blönduna inn í hringinn og mótið fallegan botn grynnri fyrir miðju. Svona eins og smá dæld í miðjunni
 9. Stingið nú í ofninn og lækkið hitann strax niður í 95 C°og látið bakast í 90 mínútur
 10. Þegar 90 mínútur eru liðnar slökkvið þá á ofninum og látið hana kólna þar inni eins lengi og kostur er. Best yfir heila nótt en annars í ekki minna en 2 klst
 11. Því lengur því meira seig og sykurpúðaleg verður hún í miðjunni

Samsetning

 1. Ekki setja á botninn fyrr en rétt áður en á að bera tertuna fram
 2. Þeytið rjóma og bætið tveimur jarðaberjasmáskyrum út í (þessi pínulitlu) og þeytið vel saman
 3. Setjið næst rjómann vel ofan á pavlovuna
 4. Skerið niður ávextina sem þarf að skera og dreifið yfir rjómann
 5. Setjið svo hlaup og súkkulaðihúðuð bláber yfir á milli berjanna og endið svo á að setja súkkulaði brot sem standa upp úr rjómanum
 6. Berið strax fram og njótið í botn

Það er klikkun að prófa ekki þessa tertu og ég lofa að hana er mjög mjög auðvelt að gera

Knús

María 

Ertu að fylgja mér á instagram ?

 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

8 Athugasemdir

Nína February 13, 2019 - 1:23 pm

Girnileg pavlova! Sé ég ekki glitta í lag af lemon curd undir rjómanum á myndunum hjá þér? Það er ekki í uppskriftinni svo ég er að spá hvort það hafi gleymst eða hvernig þú gerir þetta?

Svara
maria February 13, 2019 - 3:00 pm

Hæ Nína

jú mikið rétt hjá þér 🙂 Ég setti lemon curd á hana en mér fannst það bara ekki passa við hana. Ég setti bara rétt á endana til að finna muninn á henni með Lemon Curdi og án og ákvað að sleppa því viljandi í uppskriftina 😉 mér fannst hitt eindaldlega betra

Svara
Nína February 15, 2019 - 2:18 pm

Skil þig:) Takk fyrir svarið. Ég hlakka til að prófa þessa!

Svara
maria February 17, 2019 - 9:01 am

Það var lítið og ég hlakka til að heyra hvernig þér fannst 🙂

Svara
Sólrún February 17, 2019 - 1:24 pm

Sæl María
Hvar fæst þessi guðdómlegi hvíti diskur á fæti?

Svara
maria February 18, 2019 - 9:11 pm

Hæ sólrún 🙂 Þetta er bara made in home haha en þetta er hvítur pizzadiskur sem ég átti og kertastjaki úr Ikea sem ég spreyjaði hvítan og límdi með tonnataki á diskinn 🙂

Svara
Sólrún February 20, 2019 - 6:59 am

Sniðuga þú! Nú finn ég fram föndurdótið 😃

Svara
maria February 20, 2019 - 11:41 am

hahah já þetta er alveg fáranlega einfalt og ódýrt 🙂 Gerði þennan hér líka á saman hátt kostaði undir 1500 kr að gera hann sem dæmi

https://paz.is/audveld-og-skemmtilega-odruvisi-afmaeliskaka-med-leynihraefnum/

Svara

Skrifaðu athugasemd