Besta kryddbrauð í heimi

höf: maria

Já þetta eru sko stór orð en ég sver að mér finnst þetta kryddbrauð, eða kryddkaka, vera það allra besta sem ég hef smakkað.

Mátulega sætt, mátulega kryddað, mjúkt eins og svampur og með stökkri skorpu. Namm hvað er hægt að biðja um meira ?

Nú kemur það allra besta, en það þarf ekki nema skál og sleif í verkið og þetta er auðveldara en að sjóða hafragraut.

Galdurinn er Toro bökunarduft sem ég verð að segja að stendur alltaf fyrir sínu.

Hér þarf enginn að vera bakarameistari því þetta er það auðveldasta sem hægt er að baka.

Það er geggjað að eiga svona pakka upp í skáp ef gesti ber að garði og skella þarf í eitthvað fljótgert en svaka gott.

Besta kryddbrauð í heimi

Já þetta eru sko stór orð en ég sver að mér finnst þetta kryddbrauð, eða kryddkaka, vera það allra besta sem ég… Bakstur Besta kryddbrauð í heimi European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 pakka af Toro krydderkake
  • 1 egg
  • 1/2 dl olíu eða 100 gr bráðið smjör/smjörlíki
  • 2 dl vatn

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 170 C°blástur
  2. Setjið innihald pakkans í skál
  3. Blandið svo eggjum, vatni og olíu eða smjöri út í
  4. Hrærið vel
  5. Bakið í 35 mínútur
  6. Þar sem ofnar eru afar mismunandi mæli ég með að stinga prjón í mitt brauðið áður en það er tekið úr ofninum, til að vera viss um að það sé bakað í gegn

Punktar

Brauðið er best nýbakað með smjöri, en það er líka gott að setja á það ostakrem ef þið viljið hafa þetta köku.

Bara að þið gætuð fundið ilminn úff svo góður

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Hjördís February 15, 2019 - 1:40 pm

Sæl

Ég hef verið að leita að þessu bökunardufti í búðum en ekki fundið – veistu hvar það fæst? Bráðvantar fyrir fertugsafmælið á mánudaginn 😀

Svara
maria February 17, 2019 - 9:00 am

Hæ hæ

já það fæst í Melabúðinni og Fjarðarkaup eins og er 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd