Ferskt salat með Bleikju

höf: maria

Við elskum bleikju og silung hér á heimilinu. Þegar er til afgangur af bleikju finnst mér geggjað að gera mér ferskt og gott bleikjusalat.

Salatið er í senn afar bragðgott og holt og ekki skemmir fyrir að það er líka mjög fljótgert. Svo finnst mér voða gott að gera mér dressingu út á salatið sem setur punktinn yfir i-ið.

Salatið er pakkað af Omega-3 fitusýrum og annari hollri fitu. Þar mætist sæta á móti söltu, en sæt melónan og sólblómafræin eru fullkomið mótvægi við saltar ólífurnar, fetaostinn og fiskinn. Þið bara verðið að prófa….

Ferskt salat með Bleikju

Við elskum bleikju og silung hér á heimilinu. Þegar er til afgangur af bleikju finnst mér geggjað að gera mér ferskt og… Aðalréttir Ferskt salat með Bleikju European Prenta
Serves: 2
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1/2-1 flak afgangsbleikja þ.e elduð og kæld
  • 1 box Piccolotómatar
  • Grænar ólífur (magn eftir smekk)
  • 1/2 bolli sólblómafræ
  • 1 tsk tamarisósa
  • 2 tsk hunang
  • Hálf gul melóna (hunangsmelóna)
  • 1 poki klettasalat
  • 1 dl fetaostur

Dressing:

  • 1 dl grísk jógúrt
  • 1/2 dl Sweet chili sósa

Aðferð

  1. Byrjið á að rista fræin á pönnu með tamarísósunni og hunanginu
  2. Setjið í frysti og kælið
  3. Skerið næst melónuna í bolta ef þið eigið þannig skeið. Annars bara í bita
  4. Raðið klettasalatinu á disk
  5. Bætið svo tómötum, melónu, ólífum og fetaostinum út á
  6. stráið fræunum svo yfir að lokum og gerið dressinguna
  7. Jógúrt og Sweet chili sósa er hrært saman og má þess vegna salta ögn
  8. Berið svo dressinguna fram með salatinu

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here