Moomin stell ársins, fallegra en nokkru sinni

höf: maria

-Samstarf-

Ég hef hingað til ekki safnað mér í Moominstell þrátt fyrir að þykja þau afar skemmtileg og sæt.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_9827-884x1024.jpg

Eflaust eingöngu því mér hefur þótt þau heldur litrík fyrir mína litapallettu, en ég er meira fyrir lágstemmda hluti og liti.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_0666-683x1024.jpg

Því var það ást við fyrstu sýn þegar ég sá vetrarstellið frá Moomin í ár, en guð hvað það er fallegt.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_9824-803x1024.jpg

Stellið kallast Snjóstormur og er er áframhald af sögunni Vetrarundur í Múmíndal (1957) eftir Tove Jansson.

Hægt er að fá fallega krús, skál, sett með fjórum smákrúsum og tvær teskeiðar. Hér ákvað ég að gera fallegt vetrar/jólaborð með Moomin stellinu fagra.

Í bland við stellið notast ég við fallega diska frá Iittala sem kallast Teema og eru rjómahvítir, þeir tóna svo fallega við stellið.

Einnig eru kertastjakarnir, blómavasinn og glösin frá Iittala og eru í litnum Rain og tóna svo fallega með stellinu líka.

Í sögunni Vetrarundur í Múmíndal segir frá því þegar vindhviður ganga yfir ísinn og láta tréin á ströndinni skjálfa. Í óveðrinu týnist Moomin snáðinn.

Hann missir jafnvægið og rúllar eins og lítil hvít tunna þar sem að lokum lokum verður hann þreyttur, snýr bakinu í átt að snjóstorminum og hættir að berjast gegn honum.

Hlýr vindur flytur svo Múmínsnáðann mjúklega áfram í miðjum snjóstorminum og honum líður sem hann fljúgi.

Myndefni stellsins er einmitt af honum í snjósnorminum berjast við vinhviðurnar. Stellið er fallega blátt í mildum tónum.

Stellið fæst m.a. í Ittala búðini í Kringlunni, Álfagull í Hafnarfirði, Húsgagnahöllini og víðar.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_0297-704x1024.jpg

Uppskrift af þessum dýrðlegu Oreo trufflum má finna hér.

Uppskrift af Spænsku Arroz con leche, sem er grauturinn í skálunum, má finna hér.

Mæli með þessu dýrðarstelli í jólapakkann í ár

María

Endilega fylgið mér á Instagram, þar getið þið t.d unnið þetta dýrðarstell, Iittala glös og Alvar Alto bretti í gjafaleik

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here