Hágæða jólaföt á börn og unglinga

höf: maria

Ef þið eigið drengi eins og ég þá kannist þið eflaust við það að það er ekki hlaupið að því að finna á þá falleg föt. Því var ég ekkert smá glöð að uppgötva verslunina Sólrós í Bæjarlind 14-16.

Þar má finna dásamlega falleg, elegant og tímalaus hágæða föt á bæði stráka og stelpur á aldrinum 2 ára til unglingsaldurs.

Sólrós sérhæfir sig í gæða fatnaði og skóm sem hentar við margskonar einstök tækifæri, hvort sem þau eru hversdags, veislur, jól, afmæli, brúðkaup og fleira!

Verslunin leggur mikið upp úr að fötin séu einstök og unnin úr gæða efni með fallegum smáatriðum. Fötin eru ítölsk, spænsk og víðar.

Þar er m.a að finna föt frá merkinu Ninia Collection sem eru handsaumuð úr vel völdum gæðaefnum og mikið lagt í smáatriðin. Hver flík er einstök !

Það sem mér finnst síðan svo fábært er að verið er að kynna inn ný vörumerki hjá þeim fyrir stráka og enn meira úrval fyrir stelpurnar , en búðin stækkaði við sig og fór í nýtt verslunarrými í nóvember sl.

Þá báðu þau mig um að koma í samstarf við sig og gáfu mér þennan dásamlega kjól og skó á hana Ölbu mína en fallegri kjól hef ég ekki séð.

Því kom ekkert annað til greina hjá mér en að skoða úrvalið fyrir jólin á strákana og auðvitað fann ég á þá tímalaus, töff og guðdómlega falleg jakkaföt sem ég stóðst ekki að kaupa.

Jakkinn og vestið eru úr teygjanlegu efni og því afar þægileg að vera í. Ég tók svoldið rúmar stærðir á þá svo þau geti aðeins elst með þeim.

Það var lítið mál að bretta inn á buxurnar til að jafna síddina og svo bjóða þær upp á að þrengja þær í mittið með svona teygju sem maður getur stillt eftir mittismáli.

Það sem skiptir svo mestu máli er að strákarnir eru alsælir með flíkurnar og líður afar vel í þeim. Ég mæli heilshugar með þessari verslun

Sórlós selur ekki bara fallega og vandaða vöru heldur er einnig hugað að hverju smáatriði og fær maður flíkurnar heim í afar vönduðum umbúðum sem vernda svo fötin inn í skáp.

Ef þið eruð í vandræðum með að finna eitthvað fallegt á börnin ykkar þá mæli ég heilshugar með að þið kíkið á þær í Sólrós og finnið eitthvað fallegt. Sólrós er einnig með vefverslun þar sem hægt er að panta af hér.

Gleðileg jól

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd