Dásamlegar M&M kökur með mjúkum kjarna

höf: maria

Ég elska kökur sem eru svona eins og hálf hráar, eða kannski frekar sem eru með mjúkum kjarna. Þessar hér eru akkurat þannig.

Ef þið hins vegar viljið alls ekki hafa kökurnar svona mjúkar má líka baka þær aðeins lengur og verða þær þá stökkar alveg inn að innsta kjarna.

Hvað getur klikkað þegar gott kökudeig og M&M koma saman í eina heild ?? Akkurat ekkert !! Passið ykkur að vera búin að mýkja upp smjör áður en þið byrjið en þó án þess að hafa það of lint.

Ef smjörið er of lint eiga þær það til að fletjast of mikið út og verða of þunnar. Galdurinn hér fyrir fullkomnar kökur er að gera úr deiginu stórar kúlur sem fletjast svo út á bökunarplötunni og verða mjúkar í miðjunni.

Þetta eru kökur sem allir ættu að geta gert jafnt ungir sem aldnir. Ég geri yfirleitt deigið og leyfi svo krökkunum að rúlla kúlunum upp og setja á bökunarplötuna.

Dásamlegar M&M kökur með mjúkum kjarna

Ég elska kökur sem eru svona eins og hálf hráar, eða kannski frekar sem eru með mjúkum kjarna. Þessar hér eru akkurat… Bakstur Dásamlegar M&M kökur með mjúkum kjarna European Prenta
Serves: 12 kökur Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 210 gr hveiti
  • 1 tsk lyftiduft 
  • 1/2 tsk matarsódi 
  • 1/4 tsk salt 
  • 100 gr smjör 
  • 110 gr strásykur 
  • 80 gr púðursykur 
  • 1 stórt egg 
  • 2 tsk vanilludropar 
  • 280 gr M&M í brúnum poka 

Aðferð

  1. Hitið ofn á 180 C° blástur 
  2. Setjið í frekar smáa skál hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt 
  3. Setjið svo í hrærivélarskál smjör, og öllum sykrinum og þeytið þar til ljóst og létt 
  4. Bætið þá egginu og vanilludropum út í og hrærið áfram þar til er loftkennt ljóst og létt 
  5. Passið að stoppa aðeins á milli og skafa af köntunum í skálinni svo að það hrærist allt vel saman
  6. Hafið svo hrærivélina í gangi og bætið hveitiblöndunni rólega út í þar til allt er rétt blandað saman ekki ofhræra 
  7. Takið svo eins og 3/4 af M&M magninu og bætið við deigið með því að hnoða því með höndunum inn í það ofan í skálinni 
  8. Mótið svo kúlur frekar stórar úr vænni msk af deigi og setjið á bökunarplötu með smjörpappa, deigið dugar í 12 kúlur 
  9. Takið svo restina af M&M og setjið 5-6 stykki ofan á hverja köku en passið að kremja hana ekki, hún þarf að haldast í kúlu 
  10. Bakið svo í 14 mínútur og takið út, ekki verða stressuð og halda að þær séu hráar því þær halda áfram að bakast aðeins eftir að vera teknar úr ofninum og jafna sig 

Punktar

Hér er mikilvægt að hafa smjörið ekki of lint, það á að vera mjúkt en samt smá kalt ekki þannig að það sé að bráðna. Passið að hafa deigið í kúlum þegar það fer inn í ofninn því það flest út við bökun og á þennan hátt náið þið mjúkum kjarna. Ef ykkur finnst kökurnar vera allt of hráar þá er gott að bæta við eins og 2 mínútum en passið ykkur að þær eru fljótar að bakast alveg í gegn og eiga að vera frekar ljósar og linar þegar bökunartíminn er búinn. Látið þær jafna sig á plötunni sem þær eru bakaðar á og færið þær svo á annan disk eða fat þegar þær hafa aðeins kólnað. Ef þið viljið hafa þær stökkar og bakaðar alveg í gegn bakið þær þá í 18-20 mín.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here