Rjómalöguð hvítlauks og parmesan kartöflumús með beikon, sveppum og timian

höf: maria

Kartöflumús er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug til að hafa á jólum, en þessi er svo sannarlega til þess gerð.

Rjómi, beikon, sveppir, hvítlaukur og parmesan, hljómar það ekki alveg jólalega ? Hún er bara aðeins of góð og mjög sparileg líka.

Ég veit að flestir eru oftast með sykraðar kartöflur á jólunum og því mæli ég með þessari í jólaboðin ef þú vilt vera skemmtilega öðruvísi og ég lofa þú munt engan svíkja.

Eftir að hafa borðað hefðbundinn jólamat heima hjá sér er gaman að koma í boð þar sem allt er ekki eins hefðbundið og prófa eitthvað nýtt og sparilegt.

Hún fer alveg ofboðslega vel með í raun hvaða kjöti sem er og er bragðmikil án þess þó að vera yfirþyrmandi og stela senunni á disknum.

Eitt er þó afar mikilvægt að muna, alls ekki setja hana í matvinnsluvél eða blandara því þá verður hún eins og lím. Ef þið viljið hafa hana silkimjúka og með réttri áferð, notið þá kartöflustappara.

Og passið ykkur að stappa ekki allt of mikið því sterkjan í kartöflunum breytist þá eins og ég sagði áður í lím og hún verður seig og skrítinn.

Rjómalöguð hvítlauks og parmesan kartöflumús með beikon, sveppum og timian

Kartöflumús er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug til að hafa á jólum, en þessi er svo sannarlega til… Matur Rjómalöguð hvítlauks og parmesan kartöflumús með beikon, sveppum og timian European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1200 gr kartöflur (ekki bökunar)
 • 6 hvítlauksrif eða 2 geiralausir hvítlaukar
 • 1 bolli rjómi
 • 2 bollar nýmjólk
 • 25 gr smjör
 • 2 tsk gróft salt
 • Pipar
 • Ferskt timian
 • ½ bolli rifinn parmesan
 • 1 bolli steikt beikonkurl
 • 150 gr smátt skornir sveppir

Aðferð

 1. Byrjið á að taka hýðið af kartöflunum og skerið í 4 bita hverja kartöflu, takið af hvílauknum og merjið hvert rif með því að lemja á það. Ekki setja í hvítlaukspressu.
 2. Setjið kartöflur í pott og bætið rjóma, mjólk, salti og hvítlauk út í og byrjið að sjóða
 3. Látið sjóða í eins og 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar
 4. Steikið beikon og sveppi saman á pönnu þar til sveppir eru orðnir vel dökkir og beikonið stökkt
 5. Þegar kartöflurnar eru soðnar er smjör sett út í og látið bráðna
 6. Stappið svo með kartöflustappara í pottinum (betra að setja ekki í matvinnsluvél því þá getur hún orðið eins og lím). Stappið vel en allt í lagi að hún sé smá gróf
 7. Bætið þá beikonsveppunum, ferska tímíanu, parmesan ostinum og pipar út í og hrærið saman. (athugið takið laufin af timianu af greinunum og magn er eftir smekk)
 8. Smakkið og saltið og piprið meira ef þarf
 9. Fullkomið með reyktu kjöti og hvaða kjöti sem er í raun

Punktar

Notið kartölfustappara og alls ekki setja í matvinnsluvél né blandara þá verður hún eins og lím. Passið líka að stappa ekki of mikið og allt í lagi þó hún sé sma´gróf og kekkjótt það er bara enn betra.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here