Rjómalöguð spari aspassúpa

höf: maria

Þessi aspassúpa klikkar seint, en hún er alveg ofboðslega góð. Súpan er silkimjúk og rjómakennd og passar því vel sem forréttarsúpa í hvaða matarboði sem er. Á jólum, páskum eða bara í fínu matarboði.

Þetta er ekta sparisúpa og ekki skemmir fyrir að hún er afar einföld, og oft er jafnvel betra að gera hana daginn áður og geyma yfir nótt í ísskáp. Þá fá innihaldsefnin að blanda sér vel saman og mynda djúpt og gott bragð.

Að setja síðan litla doppu af þeyttum rjóma ofan í súpuna þegar hún er borin fram setur punktinn yfir i-ið. Gott er að bera fram með henni dásamlegt heimabakað Baguette brauð en uppskrift af því má finna hér.

Rjómalöguð spari aspassúpa

Þessi aspassúpa klikkar seint, en hún er alveg ofboðslega góð. Súpan er silkimjúk og rjómakennd og passar því vel sem forréttarsúpa í… Súpur Rjómalöguð spari aspassúpa European Prenta
Serves: 6-8
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 90 gr smjör
  • 1 ½ dl hveiti
  • 430 gr hvítur aspas í dós (1 dós) + safinn
  • 330 gr grænn aspas í glerkrukku + safinn
  • 1 tsk borðsalt
  • Ögn svartur pipar
  • Hvítur pipar á hnífsoddi
  • 1 grænmetistengingur
  • 1 ½ sveppasoðsteningur
  • 6 dl nýmjólk
  • 5 dl soðið vatn
  • 1 ½ msk sykur
  • 2 ½ dl rjómi
  • 1/3 tsk þurrkað timian

Aðferð

  1. Bræðið smjörið í potti og bætið svo hveitinu út í þegar það er alveg bráðið
  2. Hrærið stöðugt í og leyfið að malla í alla vega 1 mínútu til að losna við hveitibragðið
  3. Opnið aspasdósirnar og hellið safanum úr þeim út í pottin (ekki aspasnum sjálfum) og hrærið mjög vel meðan þykknar
  4. Hellið næst soðnu vatni út í smjörbolluna í pottinum og hrærið vel í
  5. Lækkið undir pottinum og setjið soðteningana út í og hrærið
  6. Saltið og piprið og bætið út í timian og sykri
  7. Bætið næst nýmjólk og rjóma út í súpuna og látið koma að suðu og hrærið vel
  8. Leyfið nú að malla í eins og 10 mínútur við vægan hita og hrærið í af og til svo brenni ekki við botninn
  9. Skerið aspasinn í smærri bita og bætið honum í að lokum. Leyfið að malla í eins og alla vega 30 mínútur, eða meira, við vægan hita og hrærið í af og til. Því lengur því betra og oft er best að gera súpuna daginn áður. Þannig er hún best.
  10. Fallegt er að setja smá rjómadoppu ofan á þegar hún er borin fram.

Ég get alveg lofað að þið verðið ekki svikin af þessari dásamlegu súpu.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here