Quinoa Chia vefjur með reyktum silung, avocado rjómaostablöndu og spínati

höf: maria

-Samstarf-

Þessar vefjur hef ég gert í ansi mörg ár og bregðast þær aldrei. Þær eru ekki bara dásamlegur partýmatur eða smáréttur heldur einnig eru þær hollar.

Reyktur silungur, spínat, Philadelfia ostur með graslauk, avocado, gúrka og hvíltaukur……samankomið í mjúka tortilla köku, ómótstæðilega gott.

Í þetta sinn notaði ég vefjur frá Mission Wraps með Chia og Quinoa, en ég held það sé óhætt að segja að vefjurnar frá Mission Wraps séu með þeim betri. Getið einnig séð uppskrift hér af BBQ twister með vefjunum með grillröndinni.

Þessar vefjur er alveg ótrúlega auðvelt að útbúa og tekur mjög stuttan tíma. Ég myndi ekki bera þær fram alveg kaldar heldur frekar þegar þær hafa verið eins og 10 mínútur úr ísskáp.

Ef ykkur finnst Sweet Chili sósa góð, þá mæli ég með að setja hana líka með inn í vefjurnar eða bera hana fram með til að dýfa í. Henni má samt líka alveg sleppa.

Quinoa Chia vefjur með reyktum silung, avoacado rjómaostablöndu og spínati

-Samstarf- Þessar vefjur hef ég gert í ansi mörg ár og bregðast þær aldrei. Þær eru ekki bara dásamlegur partýmatur eða smáréttur… Matur Quinoa Chia vefjur með reyktum silung, avocado rjómaostablöndu og spínati European Prenta
Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • Vefjur með Quinoa og Chia frá Mission Wraps 
  • 1 stórt flak reyktan silung
  • 1 poki spínat 
  • 1/2 geiralaus hvítlaukur 
  • 1 dós Philadelfia ostur með graslauk 
  • 1/3 agúrka 
  • 1 avocado þroskað
  • 1/2 tsk borðsalt 
  • Sweet chili sósa (best frá Blue Dragon en má líka sleppa henni)

Aðferð

  1. Byrjið á að merja hvítlauk og stappa avocado 
  2. Hrærið svo Philadelfia ostinn upp í skál og bætið út í hann hvítlauknum og avocado 
  3. Raspið svo hýðið af gúrkunni en ekki gúrkuna sjálfa, bara hýðið út í skálina
  4. Bætið svo saltinu út á og hrærið vel saman
  5. Takið nú vefju og smyrjið með rjómaostablöndunni 
  6. Raðið svo spínati ofan á og þunnt skornum silung ofan á spínatið 
  7. Ef þið kjósið að nota sweet chili sósu setjið hana þá yfir silunginn
  8. Rúllið svo þétt upp í rúllu eins og þegar gert er sushi 
  9. Skerið að lokum í bita á stærð við Sushi bita 
  10. Raðið spínati á fallegan bakka og setjið bitana ofan á 
  11. Berið fram eitt og sér eða með Sweet chili sósu til hliðar

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Fjóla January 18, 2021 - 3:55 pm

Mér finnst þetta mjög spennandi uppskrift, en hvar færðu þessar vefjur frá Mission?

Svara
maria January 26, 2021 - 10:58 pm

takk fyrir það, þær fást í Krónunni og Fjarðarkaup sem ég veit um alla vega 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here