Ofureinföld sósa með kalkúninum

höf: maria

Þessa sósu ættu allir að geta gert enda krefst hún lítils annars en að sulla saman hráefnum í pott og hræra vel. Uppistaðan er sveppir og ostar og útkoman er hreint út sagt dásamleg.

Sósan fer afar vel með kalkún og villibráð. Það eina sem þarf að gera er að skipta út soðkraftinum. Þ.e.a.s að setja kalkúnakraft ef hún er höfð með kalkún eða villibráðarkraft ef hún er borin fram með villibráð.

Ofureinföld sósa með kalkúninum

Þessa sósu ættu allir að geta gert enda krefst hún lítils annars en að sulla saman hráefnum í pott og hræra vel.… Meðlæti Ofureinföld sósa með kalkúninum European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 250 gr sveppir
 • 40 gr ósaltað smjör
 • 2-3  msk. kalkúnakraftur (byrjið bara á tveimur)
 • 1 pakki villisveppaostur rifinn (þessi kringlótti frá MS)
 • 1 askja eða 125 gr af piparrjómaosti
 • 2 dl vatn
 • 2,5 dl rjómi
 • 2,5 dl nýmjólk
 • 2 msk. sykur
 • 1 1/2 tsk kalkúnakrydd
 • 1 tsk. þurrkað Timian
 • 1 tsk. hvítlauksduft (athugið ekki hvítlaukssalt)
 • 2 msk. kartöflumjöl
 • Salt og pipar

Aðferð

 1. Steikjið sveppina niðurskorna á pönnu upp úr ósöltu smjöri
 2. Skerið ostin niður í þunnar sneiðar og setjið út á, ásamt piparrjómaostinum
 3. Bætið vatni, mjólk og rjóma út á strax og leyfið að byrja að sjóða og lækkið þá hitann undir
 4. Setjið næst kraft, sykur, timian, kalkúnakrydd og hvítlauksduft út á og hrærið vel og passið að sósan sé að sjóða við vægan hita
 5. Næst er svo að þykkja sósuna aðeins með kartöflumjöli en það er sett beint út í sósuna og hrært stöðugt í á meðan.
 6. Smakkið til og saltið og piprið eftir smekk
 7. Athugið að sósan þykknar töluvert við að standa

Verði ykkur að góðu

knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Jonas stefánsson December 21, 2018 - 9:43 am

Best á kalkúna ekki kalkúni

Svara
maria January 9, 2019 - 6:16 pm

takk fyrir ábendinguna 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd