Ofureinföld sósa með kalkúninum

höf: maria

Þessa sósu ættu allir að geta gert enda krefst hún lítils annars en að sulla saman hráefnum í pott og hræra vel. Uppistaðan er sveppir og ostar og útkoman er hreint út sagt dásamleg.

Sósan fer afar vel með kalkún og villibráð. Það eina sem þarf að gera er að skipta út soðkraftinum. Þ.e.a.s að setja kalkúnakraft ef hún er höfð með kalkún eða villibráðarkraft ef hún er borin fram með villibráð.

Ofureinföld sósa með kalkúninum

Þessa sósu ættu allir að geta gert enda krefst hún lítils annars en að sulla saman hráefnum í pott og hræra vel.… Meðlæti Ofureinföld sósa með kalkúninum European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 250 gr sveppir
  • 40 gr ósaltað smjör 
  • 1 stk Kryddostur villisveppa
  • 2 dl vatn 
  • 3,5-4 dl matreiðslurjómi 
  • 1 tsk þurrkað timian 
  • 1 stk sveppasoðteningur 
  • 1 tsk kalkúnakraftur fljótandi 
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • smá svartur pipar
  • 3 msk maizena sósujafnari (ég notaði fyrir brúnar sósur) 

Aðferð

  1. Byrjið á að steikja sveppina þunnt skorna í smjörinu og leggið til hliðar
  2. setjið vatn í pott, kalkúnakraftinn og sveppasoðteninginn út í þar til teningurinn er alveg uppleystur í vatninu 
  3. Þið getið rifið niður villisveppaostinn eða skorið hann smátt og sett út í vatnið þá bráðnar hann mun hraðar
  4. Þegar osturinn er alveg bráðnaður saman við bætið þá matreiðslurjóma, timian  og rifsberjahlaupi út í og hrærið vel saman þar til byrjar að sjóða 
  5. Þegar suðan er komin upp setjið þá maizena sósujafnarann út í og hrærið vel saman þar til sósan hefur þykknað vel og bætið þá steiktu sveppunum út í sósuna og piprið ögn
  6. Leyfið sósunni að malla við vægan hita í eins og 10-20 mín 

Verði ykkur að góðu

knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Jonas stefánsson December 21, 2018 - 9:43 am

Best á kalkúna ekki kalkúni

Svara
maria January 9, 2019 - 6:16 pm

takk fyrir ábendinguna 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here