Eggaldinfranskar með parmesan og tómatbasilsósu

höf: maria

Þessar geggjuðu stökku parmesan eggaldinfranskar með tómatbasilsósu er bara aðeins of erfitt að standast. Ekki skemmir fyrir að krakkar elska þær líka en þær eru mun hollari kostur en djúpsteiktar franskar.

Franskarnar er að finna í annari færslu hér á Paz en þær eiga það til að týnast aðeins þar inni, en eru bara svo góðar að þær verðskulda sína eigin færslu.

Franskarnar einar og sér eru geggjaðar en best er að hafa með þeim dásamlega góða tómatbasilsósu til að dýfa í. Ekki láta blekkjast þó þær séu gerðar úr eggaldin því þær eru bilað góðar og mega crunchy.

Það heyrist hátt HHHAAATTTSSSS þegar bitið er í þær. Það sem mér finnst líka vera algjör plús við þær er að þær eru ekki djúpsteiktar heldur ofnbakaðar, en galdurinn við stökkleikannr er japanskt brauðrasp sem kallast Panko.

Ég keypti mitt í Fjarðarkaup en tel líklegt að það sé líka til í Hagkaup og fleiri verslunum. Það ætti því að öllum líkindum að vera hjá kínamatsvörunum.

Passið að rugla því ekki saman við Paxo rasp !!

Eggaldinfranskar með parmesan og tómatbasilsósu

Þessar geggjuðu stökku parmesan eggaldinfranskar með tómatbasilsósu er bara aðeins of erfitt að standast. Ekki skemmir fyrir að krakkar elska þær líka… Matur Eggaldinfranskar með parmesan og tómatbasilsósu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Eggaldinfranskarnar:

  • 1 eggaldin
  • 3 egg
  • 1 bolli fínt rifinn parmesan ostur (rífið sjálf með smáu rifjárni ekki kaupa þennan í dollunni)
  • 3/4 bolli Panko brauðrasp
  • Hveiti
  • salt
  • pipar

Í tómatbasilsósuna þarf

  • 2 hvítlauksrif
  • Ólífuolía
  • Rauðar chiliflögur (örfáar)
  • 1/2 bolli eplaedik
  • 1/2 bolli púðursykur
  • 1 tsk Worchestersósa
  • 1-2 dósir marðir tómatar
  • 2 msk tómatprúrra
  • salt eftir smekk
  • Fersk Basilika 5-8 blöð

Aðferð

Eggaldinfranskarnar:

  1. Hér fyrir neðan á myndinni sjáið þið hvernig ég sker eggaldinið í langar ræmur/franskar.
  2. Takið lengjurnar í sundur og setjið á borð eða bretti og saltið þannig fari á allar lengjurnar.
  3. Setjið 3 egg í skál og saltið ögn
  4. Setjið hveiti í aðra skál
  5. Og svo Panko og Parmesan í þriðju skálina(blandið því vel saman)
  6. Nú hefst svo gamanið. Byrjið á að setja hverja lengju í hveiti, svo egg og síðast í parmesan pankoið.
  7. Raðið hverri frönsku fyrir sig á grind (helst ekki setja á ofnplötu með bökunarpappír). Ég set ofngrindina ofan á ofnskúffuna og baka þær þannig (getið séð hvernig á mynd hér að neðan). Það er allt í góðu að raða þeim þétt saman.
  8. Bakist svo á 210-220 C°blæstri í 11-15 mínútur eða þar til gyllinbrúnar
  9. Berist fram með tómatbasilsósunni til að dýfa í…..namm ómótstæðilega gott.

Tómatbasilsósan:

  • Setjið olíu á botninn í potti og hitið.
  • Takið hvítlaukinn úr hýðinu og berjið á hann með sleif eða hníf til að hann opnist. Setjið rifin í olíuna, en ekki steikja heldur meira sjóða þau í olíunni, sem þarf að vera við vægan hita.
  • Setjið næst chiliflögur, eplaedik, worchestersósu og púðursykur ofan í.
  • Að lokum er tómatpúrru, dósatómötum og basil bætt út í og látið sjóða við vægan hita í 30 mínútur. Hrærið reglulega í svo ekki brenni við botninn.

Punktar

Alls ekki nota venjulegt brauðrasp !! Það er ekki það sama og franskarnar verða því ekki eins. Ég hef oftast fengið mitt í sérbúðunum en það er þá geymt hjá kínamatnum.

Uff þessar eru bara aðeins of góðar

Knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here