Naan brauð bakað á pönnu

Bakstur Brauð

Hvað er betra með Indverskum mat en Naan brauð ?? Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst Naan brauð sem keypt er tilbúið og búið að standa lengi í pakka ekki alveg vera að gera sig.

Því geri ég oftast bara mín eigin Naan brauð og verð ég að segja að þau eru svo mikið mikið betri en það sem keypt er tilbúið. Óttist eigi því hér þarf ekki meira en skál og sleif í verkið og þetta er ekki mikið vesen.

Í sannleika sagt er þetta Naan brauð svo gott að stundum geri ég það bara til að borða eitt og sér með jógurtsósu sem er bara aðeins of gott saman. Uppskriftina af jógúrtsósunni má finna hér. 

Í þetta dásamlega Naan brauð þarf

 • 2 tsk þurrger
 • 1 tsk strásykur
 • 1/2 bolli volgt vatn
 • 1/4 bolli ólífuolía
 • 1/3 bolli hrein jógúrt eða AB mjólk
 • 1 egg
 • 2 – 2,5  bollar hveiti
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 1 tsk hvítlauksduft

Aðferð:

 1. Blandið saman vatni, geri og sykri og látið standa í 5 mínútur þar til er orðin þykk leðja ofan á
 2. Blandið þá saman við eggi, olíu og jógúrt og hrærið öllu vel saman
 3. Setjið í aðra skál 1 bolla af hveiti, salt og hvítlauksduft og hrærið saman
 4. Hellið svo gerblöndunni út í og hrærið með sleif saman
 5. Bætið svo 1/2 bolla í einu af hveiti þar til eru komnir 1 til 1 og 1/2  bolli, aukalega við hinn sem var komin, og hrærið með sleif. Hnoðið svo að lokum (það eiga s.s að vera 2-2,5 bolli af hveiti í allt í uppskriftinni)
 6. Deigið á að vera mjúkt og óklístrað. Passið að það verði ekki of þurrt. Ég notaði rétt rúma 2 bolla af hveiti í allt í þetta skiptið
 7. Breiðið nú klút yfir deigið og látið hefast í 1 klst
 8. Hnoðið svo aftur og skerið í átta parta
 9. Fletjið svo hvern part út í flata skífu eins og 1 cm þykka
 10. steikið svo á heitri pönnu yfir miðlungshita þar til myndast loftbólur og dökkir partar á brauðinu
 11. Raðið á disk og setjið rakt stykki yfir til að þau haldist mjúk
 12. Setjið svo yfir þau uppáhaldskryddjurtirnar ykkar en hér er steinselja mjög góð
 13. Fyrir þá sem vilja má pennsla þau með bræddu smjöri en þau eru líka bara rosa góð beint af pönnuni án smjörs

Verði ykkur að góðu

Knús

María 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest