Fyllt kalkúnabringa sem gælir við bragðlaukana

höf: maria

Almáttugur minn hvað þessi fyllta kalkúnabringa var guðdómlega góð !! Galdurinn er að sjálfsögðu gott krydd og fyllingin sjálf sem bara klikkar ekki.

Ég ákvað að útbúa fyllingu úr hráefnum sem ég vissi að mundu passa vel saman og gera töfra. Ég vara ykkur við að þið eigið eftir að borða helminginn af henni standandi við pönnuna og hinn helmingurinn mun fara inn í bringuna.

Fyrir mér var útkoman nánast fullkomin bæði bragðgott og afskaplega fallegt. Fyllingin samanstendur af sveppum, hvítlauk, rjómaosti, beikoni, brauðteningum, furuhnetum og þurrkuðum apríkósum algjörir töfrar fyrir bragðlaukana.

Toppurinn yfir i-ið er svo að smyrja bringuna vel með bræddu ósöltu smjöri og krydda með Bezt á kalkúninn kryddinu.

Mæli með að bera bringuna fram með dásamlegu sykurpúðasalati sem finna má uppksrift af hér og þessari geggjuðu sósu, uppskrift hér. 

Þessa uppskrift bara verðið þið að prófa og ég lofa að þið verðið ekki svikinn af henni.

Fyllt kalkúnabringa sem gælir við bragðlaukana

Almáttugur minn hvað þessi fyllta kalkúnabringa var guðdómlega góð !! Galdurinn er að sjálfsögðu gott krydd og fyllingin sjálf sem bara klikkar… Matur Fyllt kalkúnabringa sem gælir við bragðlaukana European Prenta
Serves: 6-8
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 

 • Um 1 kg kalkúnabringa 1000-1200 gr bringa dugar fyrir c.a 6 manns 

Fylling: 

 • 20 gr ósaltað smjör
 • 125 gr sveppir
 • 2 marin hvítlauksrif
 • 150 gr beikon
 • 25-30 gr ristaðar furuhnetur
 • 70 gr brauðteninga (ekki þurrt brauð heldur alvöru brauðteninga eins og sett er í salat, keypti mína í Bónus)
 • 45 gr þurrkaðar aprikósur (lífrænt ræktaðar enn betri)
 • 100 gr Philadelfia light ost með hvítlauk
 • 1/2-1 dl rjómi
 • 2 msk fersk steinselja smátt skorin
 • 1 tsk þurrkað timian 
 • 1/2 tsk fínt borðsalt
 • pipar

Aðferð

Fylling:

 1. Byrjið á að rista furuhnetur á pönnu og setjið til hliðar
 2. Næst er smjörið brætt á pönnu og þunnt skornir sveppir steiktir vel upp úr smjörinu þar til þeir eru orðnir brúnir
 3. Bætið mörðum hvítlauksrifum út á pönnuna og passið að þau brenni ekki því þau verða beisk við það
 4. Leyfið hvítlauknum að mýkjast í sveppunum
 5. Skerið eða klippið beikonið út á pönnuna og leyfið að fá á sig hvítan lit
 6. Skerið apríkósurnar smátt og bætið á pönnuna ásamt restinni af innihaldsefnunum, þar til þetta verður að góðum mjúkum graut
 7. Setjið svo allt saman í matvinnsluvél og vinnið létt þar til fyllingin er orðin að þykkum kekkjóttum graut (passið að vinna alls ekki of mikið, á að vera vel kekkjótt með bitum)

Aðferð við að fylla bringuna:

 1. Ég ákvað að gera svokallaðan fiðrildaskurð þar sem maður sker bringuna og lemur til að setja fyllinguna inn í og bindur svo saman.
 2. Þar sem getur verið smá erfitt að útskýra þetta vel ákvað ég að láta þetta myndband fylgja með þar sem aðferðin er útksýrð á fullkomin hátt. Ekki vera hrædd við þetta því þetta er mjög auðvelt og bara skemmtilegt
 3. Hitið nú ofninn á 180 C°undir og yfir hita (alls ekki blástur því það þurrkar kjötið)
 4. Þegar búið er að fylla bringuna er 50 gr ósalaltað smjör brætt og smurt vel yfir hana
 5. Saltið létt og piprið og toppið svo með því að krydda yfir með Bezt á Kalkúninn kryddinu
 6. Raðið gulrótum í botninn á eldföstu móti til að mynda smá bil undir bringunni og hellið vatni eða hvítvíni í botninn á eldfasta mótinu. Leggið Bringuna ofan á gulræturnar
 7. Eldið svo við 180 C°hita í 1,5 klst - 2 klst eftir stærð bringunnar, 1100 gr er c.a 1,5 klst stærri bringa er lengur

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here