Bulletproof kaffi sem gefur jafna orku yfir daginn

höf: maria

Vorið 2018 ákvað ég að fara til Þorbjargar Hafsteinsdóttur næringarþerapista til að hjálpa mér með bætiefni og vítamín. Mér er alltaf kalt og ég er oft orkulaus og slöpp.

Ég fékk fullt af góðum ráðum hjá Þorbjörgu en það sem mér fannst það allra besta var uppskrift af smjörkaffi. Já ég veit þetta hljómar hálf ógeðslega en guð hvað þetta reyndist síðan gott.

Ekki bara á bragðið heldur er þetta líka svo mikið orkuskot, að áður en ég vissi af var orkan búin að margfaldast. Ekki bara rétt fyrst um morguninn heldur jafnt og þétt allan daginn.

Ég er ekki mikið fyrir kaffi og þarf alltaf að hafa það með mjólk og eða sykri. Þetta kaffi hins vegar elska ég. Ef þú ert ekki mikið fyrir kaffi þá er þetta samt meira eins og dásamlegt latte, nema bara ekki með mjólk.

Það sem er notað í Bulletproof kaffi er ósaltað smjör og annað hvort kókósolía eða MCT olía. Mér persónulega finnst miklu betra að nota kókósolíu því ég elska að finna keiminn af bragðinu.

Ef þú ert ekki fyrir kókósolíu skaltu frekar nota MCT. Þessu er svo öllu skellt í blandara á mesta hraða.

Úr verður klikkað gott froðukennt og silkimjúkt kaffi, sem ég get lofað að mun gefa ykkur orkuskot og spark í rassinn fyrir daginn.

Nú ætla ég alveg að ganga fram af ykkur og ganga enn lengra. Oft þegar ég hef ekki tíma til að fá mér morgunmat, skelli ég einu hráu eggi út í kaffið.

Þá er komið prótein saman við fituna, sem gefur mikla seddu og fyllingu í nokkrar klukkustundir. Ég veit þetta hljómar ógeðslega en þið sannfærist ekki um það hversu fáranlega gott þetta er, fyrr en þið prófið sjálf.

Þið munið ekki finna fyrir því að það sé smjör eða egg í kaffinu, því þetta er meira eins og rjómakennt latte.

Það sem Bulletproof kaffið gerir fyrir mig aukalega við að gefa mér orkuna, er að það dregur úr sælgætisþörf, gefur seddu og bætir meltinguna.

Bulletproof kaffi sem gefur jafna orku yfir daginn

Vorið 2018 ákvað ég að fara til Þorbjargar Hafsteinsdóttur næringarþerapista til að hjálpa mér með bætiefni og vítamín. Mér er alltaf kalt… Drykkir Bulletproof kaffi sem gefur jafna orku yfir daginn European Prenta
Serves: 1
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Venjulegt:

  • 1 msk ósaltað íslenskt smjör (þetta í græna bréfinu)
  • 1 msk kókósolía eða MCT olía
  • 1-2 tsk lífrænt ræktað instant kaffi
  • 2,5 dl soðið vatn
  • 1 msk hlynsíróp (Val, ekki notað venjulega en ég verð að hafa kaffið mitt sætt)

Bulletproof með eggi

  • 1 msk ósaltað íslenskt smjör (þetta í græna bréfinu)
  • 1 msk kókósolía eða MCT olía
  • 1-2 tsk lífrænt ræktað instant kaffi
  • 1 egg
  • 1 msk hlynsíróp (Val)
  • 2,5 dl soðið vatn

Aðferð

venjulegt:

  1. Sjóðið vatn í hraðsuðukönnu
  2. Setjið í blandaraglas, kaffiduft, smjör, kókósolíu og hlynsíróp ef þið notið það
  3. Þegar vatnið er soðið er því hellt út í blandaraglasið
  4. Hrærið nú í blandaranum á fullum hraða í 5-10 sekúndur

Með eggi:

  1. Sjóðið vatn í hraðsuðukönnu
  2. Setjið í blandaraglas, kaffiduft, smjör, kókósolíu, egg og hlynsíróp ef þið notið það
  3. Þeytið saman það sem er komið í könnuna í eins og um 10 sekúndur
  4. Þegar vatnið er soðið er því helt út í blandaraglasið
  5. Hrærið nú aftur í blandaranum á fullum hraða í 5-10 sekúndur

Punktar

Þið munið ekki finna fyrir því að það sé smjör eða egg í kaffinu, því þetta er meira eins og rjómakennt latte. Ef þú ert ekki fyrir kókósolíu skaltu frekar nota MCT. Passið ykkur samt á MCT því manni getur orðið bumbult af henni. Gott er að byrja á 1 tsk og vinna sig hægt og rólega upp í msk. Ég lofa að þetta mun gefa ykkur jafna orku og skýrari huga yfir daginn.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here