Dásamlegar konfektsörur sem auðvelt er að gera

höf: maria

Ég viðurkenni það að ég hef aldrei nokkurn tímann gert Sörur áður því ég hélt það væri svo ofboðslega mikið mál. Ég hef svo oft heyrt að þær eigi svo auðvelt með að mislukkast og það sé svaka fyrirtæki að gera þær.

Þessar hins vegar var ekkert mál að gera. Þetta er auðvitað smá ferli en bara skemmtilegt ferli og tekur ekki nærri eins langan tíma og ég hélt. Þess vegna mæli ég 100 % með þessari uppskrift.

Ástæðan fyrir því að ég kalla þessar konfekt Sörur er því botninn á þeim er gerður úr marsípani, en ég alveg elska marsípan og hef gert alla mína tíð.

Ég veit það er samt ekki allra, en ef þú elskar marsípan þá eru þessar Sörur fyrir þig. Þær Sörur sem ég hef keypt í bakaríi eru oftast með marsípanbotni og því varð ég mjög glöð þegar ég fann þessa uppskrift

Hana fann ég í gamallri uppskriftarbók frá tengdamóður minni heitinni, en þar stendur að þessar Sörur séu glútensnauðar.

Kremið í þessum Sörum er hvítt án kakós en ég viðurkenni það að mér finnst það betra með kakó svo ég set það inn í uppskriftina sem valmöguleika, en ég mæli með því að gera kremið frekar með kakóinu í, þó hitt sé líka mjög gott.

Dásamlegar konfektsörur sem auðvelt er að gera

Ég viðurkenni það að ég hef aldrei nokkurn tímann gert Sörur áður því ég hélt það væri svo ofboðslega mikið mál. Ég… Bakstur Dásamlegar konfektsörur sem auðvelt er að gera European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Botn: 

  • 400 gr marsípan
  • 2 1/2 dl sykur
  • 3 eggjahvítur

Krem fylling:

  • 300 gr smjör eða ljóma
  • 2 1/2 dl flórsykur
  • 3 tsk vanillusykur
  • 3 eggjarauður
  • 3 msk uppáhelt kaffi (best að gera bara skyndikaffi, 1 msk. í einn bolla af soðnu vatni og nota 3 msk. af því)
  • Valmöguleiki, 1-2 msk kakó (eftir því hversu dökkt þið viljið hafa kremið)
  • 1 tsk. vanilludropar

Súkkulaðihjúpur ofan á:

  • 200 gr 70 % súkkulaði
  • 20 gr palmín feiti (gerir súkkulaðið silkimjúkt og meira fljótandi, alls ekki sleppa né nota smjör í staðinn)

Aðferð

Botninn:

  1. Rífið niður marsípanið í skál og blandið við sykrinum og eggjahvítunum
  2. Þeytið þar til deigið er kekkjalaust
  3. Sprautið deiginu í kringlóttar sléttar kökur ofan á ofnskúffu með bökunarpappír (um 4 cm í þvermál)
  4. Bleytið fingurgóminnn á vísifingri og sléttið með honum úr kökunum svo þær verði jafnari
  5. Látið kökurnar bíða á bökunarplötunni við stofuhita í 30 mínútur og byrjið að gera kremið á meðan
  6. Þegar botninn er búinn að standa, bakið þá á 180 C°blæstri í 15 mínútur eða þar til gyllinbrúnar
  7. Látið þær svo kólna

Krem:

  1. Verið búin að mýkja smjörið og þeytið því saman við flórsykur, vanillusykur og kakó ef þið notið það
  2. Setjið svo eina og eina eggjarauðu í kremið meðan vélin er að þeyta áfram
  3. Bragðbætið svo með kaffi og vanilludropum og þeytið vel saman þar til kremið er orðið loftkennt og silkimjúkt

Súkkulaði bráð:

  1. Bræðið yfir vatnsbaði súkkulaði og palmín feiti og leyfið að kólna örlítið þó án þess að það harðni

Samsetning: 

  1. Takið nú botninn þegar hann er orðin kaldur og sprautið með sprautupoka kreminu ofan á (ég notaði engan stút bara klippti framan af pokanum)
  2. Setjið svo í frystir í 15 mínútur
  3. Takið svo úr frysti og dýfið hverri köku að kremhlutanum ofan í súkkulaðið (botninn á ekki að vera dýfður í)
  4. Leyfið að  storkna í ísskáp og dýfið svo aftur í súkkulaðið annari umferð, það er svo miklu betra
  5. Best er svo að geyma Sörurnar í fryrstir og taka út 10 mínútur áður en þær eru borðaðar

Punktar

Kremið í þessum Sörum er hvítt án kakós en ég viðurkenni það að mér finnst það betra með kakó svo ég set það inn í uppskriftina sem valmöguleika, en ég mæli með því að gera kremið frekar með kakóinu í, þó hitt sé líka mjög gott.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here