Fylltar fíkjur vafðar með hráskinku

höf: maria

Ég elska þegar ég heyri hugmyndir af einhverju nýju og góðu í matarflóruna. Hér er á ferðinni einmitt þannig uppskrift af dásamlegum smárétt sem hægt er að hafa sem pinnamat eða jafnvel forrrétt.

Hrönn frænka mín og vinkona sagði mér fyrst frá þessari hugmynd af forrrétt en hún notar gráðost þegar hún gerir þetta. Ég hins vegar get alls ekki borðað gráðost.

Ég ákvað því að gera smá könnun á instagraminu mínu hvort fólk elskaði eða hataði gráðost og var útkoman upp á stig 50/50. Það er því ljóst að annað hvort elskar fólk gráðost eða hatar hann.

Ég brá því á það ráð að gera útgáfu af þessum rétti sem er bara mín eigin og með tvenns konar fyllingum. Annars vegar með gráðost fyrir þá sem hann elska og hins vegar með hvítlauksrjómaosti og camembert fyrir okkur hin.

Rétturinn kom ofboðslega vel út. Stökk hráskinka utan um, balsamik vinagrette yfir og toppað með hunangsristuðum hnetum. Getið þið ekki alveg ímyndað ykkur hversu gott þetta er ?

Ef ykkur vantar eitthvað nýtt og gott til að bera fram í saumaklúbb, matarboði eða hverskonar partý-i þá mæli ég með þessu en þetta er bæði ofsa gott og skemmtilega öðruvísi.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_2623-683x1024.jpg

Fylltar fíkjur vafðar með hráskinku

Ég elska þegar ég heyri hugmyndir af einhverju nýju og góðu í matarflóruna. Hér er á ferðinni einmitt þannig uppskrift af dásamlegum… Smáréttir Fylltar fíkjur vafðar með hráskinku European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • Ferskar fíkjur c.a 8 stk eða magn eftir fjölda, 1-2 á mann
  • Fylling 1: Gráðost (fyrir þá sem það vilja, annars næstu ostar í línu fyrir neðan)
  • Fylling 2: Brie ostur og 125 gr askja af hreinum rjómaosti
  • Hráskinka (magn eftir hversu margar þið gerið)
  • 2 hvílauksrif marin eða 1/2 geiralaus hvítlaukur
  • 1/2 tsk fínt borðsalt
  • steinselja

Hnetur til að toppa með:

  • 1/2 bolli Hnetur (valhnetur. pekanhnetur eða fræ og hnetur blandað)
  • 1 msk hunang
  • Klípa af grófu salti

Vinagrette:

  • 2 msk balsamikedik
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 msk hunang
  • salt og pipar

Aðferð

  1. Ef þið ætlið ekki að nota gráðost byrjið þá á að gera Fyllingu 2
  2. Merjið hvítlauksrifin og setjið út í rjómaostinn
  3. Hrærið svo salti og steinselju saman við
  4. Skerið Brie ostinn í þunnar sneiðar
  5. Skerið næst fíkurnar frá toppi og niður að rassi án þess að taka þær alveg í sundur, leyfið þeim að hanga saman eins og þið sjáið á myndunum
  6. Setjið annað hvort gráðostinn inn í fíkjuna, fyrir þá sem það vilja, en fyrir ykkur hin setjið þá eina sneið af Brie osti og 1/2-1 tsk af hvílauksrjómaosti
  7. Lokið nú Fíkjunni og vefjið hráskinku utan um og stingið tannstöngli þvert í gegnum hana miðja
  8. Raðið í eldfast mót eða bökunarplötu með smjörpappa og stingið inn í 200-210 C°heitan ofninn á blástur í 15-20 mínútur eða þar til hráskinkan er orðin stökk og falleg
  9. Meðan fíkjurnar eru inni í ofninum skuluð þið rista hnetur á pönnu, setjið svo hunangið út á hneturnar á pönnunni
  10. Takið hneturnar af og setjið á disk og sáldrið grófu salti strax yfir, gott að hafa vel af því
  11. Stingið hnetum í frysti meðan vinagrettið er gert klárt
  12. Hærið öllu saman sem á að fara í vinagrettið og leggið til hliðar
  13. Þegar rétturinn er til er fallegt að raða fíkjunum á klettasalat og dropa svo vinagrettinu yfir og mylja hneturnar ofan á
  14. Gott er að hafa svo vinagrette og aukahnetur til hliðar við réttinn fyrir þá sem vilja bæta á

Ótrúlega einfalt gott og skemmtilegt

verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here