Páskaborðið dekkað upp

höf: maria
-Samstarf-

Ég fékk það skemmtilega verkefni að dekka upp páskaborð með vörum frá iittala. Mikið ofsalega var það skemmtilegt og ekki skemmdi fyrir að ég er svo glimrandi ánægð með útkomuna.

Ég er meira fyrir að hafa borðskreytingar í lágstemmdari kantinum en reyni samt að ná fram þessum vá faktor. Ég held mér hafi tekist það ágætlega hér.

Ég alla vega er svaka hrifin af þessari litasamsetningu og uppdekkun á borði.

Það er komið nýtt stell frá iittala sem kallast Raami og eru það hvítu diskarnir á myndinni, síðan notaði ég forréttardiska í Moss Green úr iittala línunni Kastehelmi.

Ég persónulega er mjög lítið fyrir skræpótt páskaskraut í gulu svo ég reyni að skapa páskastemningu á annan hátt, eins og með þessu servíettubroti sem ég fékk hugmynd af á Pinterest og féll alveg fyrir.

Eggið er tenging við páskana og inn í servíettunni líkist það kanínuhaus en servíettan myndar eins og kanínueyru. Þetta finnst mér skemmtileg leið til að gera páskalegt á óhefðbundin hátt.

Ég tók alveg ógrynni af myndum því ég var svo ástfangin af borðinu svo ég held ég hafi ekki fleiri orð um þessa færslu og leyfi bara myndunum að tala.

Ég er alveg ástfangin af þessum græna lit, svo retro en samt svo smart.

Glösin eru einnig í Moss Green frá iittala.

Hversu fallegt !

Þetta servíettubrot er afar einfalt en það er bara horn í horn svo rúllað upp. Egg sett í miðju og bundið fyrir ofan.

Gleðilega páska

Knús

María 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Rakel April 10, 2019 - 8:46 am

Sæl
Mætti ég spyrja þig hvar þú fékkst fallegu hör servíetturnar? 🙂

Svara
maria April 11, 2019 - 1:55 pm

Já auðvitað ég fékk þær í Söstrene Grene 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd