Dásamleg spænsk Bizcocho kaka með sítrónukremi

Bakkelsi Bakstur Spænskur matur Spánn Tertur & Kökur
-Samstarf-

Ég er nýkomin frá Spáni þar sem ég fékk eitt besta Bizcocho sem ég hef smakkað. Bizcocho þýðir í rauninni bara svampbotn á spænsku.

Hvað er vor eða sumarlegra en fislétt fersk kaka með dásamlegum sítrónukeim ?

Þessa uppskrift fékk ég frá henni Ioana, sem er kona föður míns og algjör snillingur í að baka.

Hún kenndi mér skref fyrir skref hvernig á að gera svampinn fisléttan og svampkendan og ætla ég að reyna að kenna ykkur það líka.

Í upprunalegu uppskriftinni er notuð volg olía, en hér ákvað ég að prófa að nota alveg nýja vöru sem var að koma á markað og er smjör í fljótandi formi.

Mér finnst þetta bara svo mikil snilld því eitt af því sem hefur truflað mig mest við bakstur er að þurfa að bræða smjör.

Þetta er því algjör snilld auk þess að þessu er afar auðvelt að smyrja inn í kökuformin til að festist ekki við þau.

Smjörið má líka nota í alla matargerð en það er mjög ríkt af Omega-3 fitusýrum og Inniheldur sólblóma-, repju- og hörfræolíu. Það er skráargatsmerkt og er auk þess vegan.

 það sem er svo það besta er að það spýtist minna en venjuleg olía.

Í þessa dúnmjúku köku þarf

 • 8 egg við stofuhita (aðskilja rauður og hvítur)
 • 400 gr flórsykur
 • 8 msk vatn
 • 8 msk Becel fljótandi smjör eða 8 msk volg sólblómaolía
 • 1 msk lyftiduft (má alveg vera rúm)
 • Safi úr hálfri sítrónu
 • 280 gr gott gæðahveiti (skiptir miklu máli)
 • Sítrónubörkur af einni sítrónu
 • 1 tsk vanilludropar eða vanilluextract

Aðferð:

 1. Byrjið á að aðskilja rauður og hvítur
 2. Stífþeytið eggjahvíturnar vel saman og bætið svo flórsykrinum smátt og smátt út í meðan er að þeytast
 3. Blandið saman lyftiduftinu og safanum úr sítrónunni (freyðir aðeins) og hafið hjá ykkur
 4. Næstu skref þarf að gera mjög varlega og hræra eins lítið og hægt er svo svampurinn verði ekki seigur
 5. Bætið við eggjahvíturnar fljótandi smjörinu eða olíunni, vatninu, eggjarauðunum, vanillunni, svo lyftiduftsblöndunni og hrærið örlétt saman með gaffli eða sleikju helst
 6. Síðast er svo hveitinu og sítrónuberkinum bætt út í og hrært á minnsta hraða eins stutt og hægt er í hrærivélinni þar til allt er blandað saman ofurvarlega svo loftið fari ekki úr
 7. Smyrjið svo stórt kringlótt bökunarform (26 cm) með Becel smjörinu
 8. Bakið svo í ofni á 185 C°blæstri í 30 mínútur og lækkið svo niður í 165-170 C°blástur í aðrar 30 mínútur
 9. Passið að opna ekkert ofninn á meðan kakan bakast !!

Uppskrift af sítrónuglassúr

 • 2 bollar flórsykur
 • 4 msk ferskan sítrónusafa (má vera meira)
 •  Börkur af einni sítrónu

Aðferð:

 1. Blandið saman flórsykri og sítrónusafanum og smakkið til
 2. Ef þið viljið hann þynnri og súrari bætið þá við meiri safa
 3. Hellið yfir kökuna og raspið börk yfir
 4. Fallegt að skreyta svo með bláberjum enda passa þau afar vel með sítrónubragðinu

Verði ykkur að góðu

María 

Verið velkomin að fylgja mér á Instagram 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest