Ótrúlega frískandi grænt boost sem líkist sítrónusorbet

Drykkir Hollusta

Þetta Boost er með því besta sem ég hef smakkað enda hefur það fylgt mérí fjölda ára. Það er svo ótrúlega ferskt og bragðgott, en það besta er að maður finnur ekki fyrir því að það sé spínat né engiferrót í því.

Blandan verður einhvern veginn þannig að boostið líkist meira sítrónukrapi eða sítrónusorbet, enda eru krakkarnir mínir vitlausir í þetta.

Fimm innihaldsefni sem auðvelt er að muna og lítið mál að gera aftur og aftur og aftur……

Gott er að eiga frosna banana í frysti,en ég geri það reglulega, þegar bananar eru orðnir vel dökkir, að henda þeim í frystir með hýðinu og öllu.

Langbest er að allt sem fer í boostið sé frosið, nema engiferið og safinn. Hin þrjú hráefnin er langbest að hafa frosið.

Það er lítið mál að taka hýðið af frosnum banana. Ég skef það bara af með beittum hníf, og eftir verður dísætur banani, sem gerir allt boost betra.

Í uppskriftina þarf

  • 1 frosin banana
  • 2 bolla frosið mango
  • 5 cm bút af engiferrót
  • 1 bolli spínat
  • Blandaðan ávaxtasafa eða eplasafa

Aðferð

  1. Allir ávextir og grænmeti sett í blandara.
  2. Síðan er safa hellt yfir (safinn á að ná jafn langt upp og ávextirnir ná)
  3. Allt þeytt saman þar til orðið kekkjalaust og vel grænt að lit.

Þetta er rosalega gott að drekka með léttum hádegisverði eins og brauði í grilli eða flatkökum sem dæmi

Verði ykkur að góðu

María 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest