-Samstarf-
Loksins erum við búin að klára að gera hjónaherbergið í húsinu klárt. Það er óhætt að segja að það hafi verið eitt af auðveldustu verkefnunum í húsinu.
Herbergið er ekki stórt en það var búið að opna á milli þess með boga inn í eitt barnaherbergið sem við létum loka til að aðskilja herbergin og nýta barnaherbergið.
Hjónasvítan var svo sem ekki upp á marga fiska og fékk ég hálfgert sjokk að sjá hversu smátt herbergið var. Þegar loftlistar, gólflistar, gardínur, pillerý og mublur var komið inn, var eins og herbergið hreinlega stækkaði.
Við ákváðum að fá okkur einhvern ljósan og léttan fallegan lit á veggina sem myndi ekki láta rýmið virka minna og enduðum við á að velja fagurgrágrænan lit frá Flugger í alveg möttu. Liturinn er númer 4483.
Ég er rosalega ánægð með litinn og Dekso 1 málninguna en eins og ég sagði er ekkert gljástig á henni og því ekkert endurkast sem mér finnst afar fallegt, auk þess að afar auðvelt er að þrífa hana án þess að sjáist för.
Það sem setur svo toppinn yfir i-ið er fallegt skraut, púðar, ábreiður og ljós. Hér fékk ég vörur frá Söstrene Grene sem er ein mín uppáhalds verslun.
Ég fékk að velja mér hluti í Söstrene Grene og valdi ég púðana, bláa teppið, vasana og stráin, ljósið, körfuna og stólinn og er ég í skýjunum með það.
Nú er Söstrene með vefverslun sem þið getið keypt fallega dótið sem ég er með en hér er hægt að fara beint inn á vefverslunina þeirra og panta.
Ég ákvað að blanda saman rómantík, og strandarstíl (beachy style) sem minnir mig á Spán, jafnvel Grikkland. Bambusljósið og stóllinn frá Söstrene ná að fullkomna það að mínu mati, en hægt er að fá bæði í vefversluninnni.
Vörurnar frá Söstrene eru ekki bara fallegar heldur einnig á svo fáranlega góðu verði að erfitt er að finna annað eins þó víðar væri leitað.
Græni lampinn fyrir ofan rúmið er gamall lampi sem var svartur en ég spreyjaði grænan til að tóna við vegginn. Náttborðin eru 100 ára gömul en ég málaði þau í sama lit og veggina og finnst það koma afar vel út.
Til að poppa þetta svo aðeins upp valdi ég karrýgul púðaver sem passa við bastið og bambusinn og finnst mér það skemmtilega örðuvísi og ganga fáranlega vel upp.
Gardínurnar pakka svo herberginu inn í bómul en ég valdi Voal gardínur á allan vegginn frá Vogue en það er alveg magnað hvað þær hlýja allt upp og láta rýmið virðast stærra.
Liturinn á veggjunum er númer 4483 og er í Dekso 1 alveg mattri málningu frá Flugger sem ég get mælt 100 % með.
Er að elska þessa fallegu púða og teppi frá Söstrene Grene og allt pilleríið frá þeim. En hér leyfi ég myndunum að tala sínu máli.
Bastið og stráin gera allt svo hlýlegt.
Dásamleg karfa úr Söstrene Grene til að geyma púða og teppi í þegar tekið er af rúminu.
Ég er afar sátt við útkomuna og finnst herbergið í senn hlýlegur og notalegur staður til að hvíla sig í frá amstri dagsins.
María