Húsið aðventuskreytt fyrir Ísland í dag

höf: maria

-Samstarf-

Það var mikill heiður að fá hana Valgerði Matthíasdóttur hingað í heimsókn í lok nóvember, eða Völu Matt eins og hún er oftast kölluð.

Vala bað mig að skreyta fyrir aðventuna og tók ég ansi vel í það enda ætlaði ég mér að vera búin að öllu snemma.

Stellið átti ég til en þetta er Bitz stell sem ég fékk á sínum tíma í Snúrunni

Hins vegar fannst mér allt í einu það jólaskraut sem ég átti ekkert það fallegt eða sjónvarpsvænt, svo ég leitaði til nokkura aðila sem voru svo indælir að skaffa mér nýtt jólaskraut.

Þessi fallegu glös átti ég einnig en þau ásamt hnífapörunum keypti ég í Fjarðarkaup

Skraut sem er það allra fallegasta sem ég hef átt. Mitt gamla skraut var meira svona samtýningur úr ýmsum áttum sem ég hafði komið mér upp þegar ég var einstætt foreldri.

Blanda af nýju og gömlu skrauti sem ég raðaði upp á bakka

Skraut sem mér þykir virkilega vænt um en mig var búið að dreyma lengi vel um nýtt fallegt jóladót sem væri látlaust og myndi falla vel með því sem ég er með í stofunni.

Ég ákvað að dekka upp fallegt jólaborð í leiðinni með fallega stellinu mínu frá Bitz og notaði ég flöskur með vatni og Eucalyptus til skreytinga.

Snúran

Snúran var svo yndisleg að skaffa mér dásamlega fallegt jólaksraut frá Dottir Design og er það svo fallegt og látlaust að ég er dolfallin yfir því.

Aðventustjaki úr Snúrunni frá Dottir Design

Jólaskrautið er svo fallegt að í stað þess að hlakka til að taka það niður eins og gerist stundum með mig, langar mig helst bara til að hafa það allan ársins hring.

Falleg kúla fyrir sprittkerti úr Snúrunni

Dottir Design eru fallegar handgerðar keramíkvörur sem hannaðar eru af Þóru Finnsdóttur. Jólalínan heitir Winter Stories og koma nýjir munir í línuna fyrir hver jól.

Stjaki úr snúrunni einnig úr línunni Dottir Design

Snúran hannaði sinn eigin jólastjaka í samstarfi við Dottir Design sem fékk að vera hluti af glæsilegu línunni þeirra og það þessi hér að neðan.

Hönnunarsamstarf Snúrunnar og Dottir Design

Einnig fékk ég dásamleg snúin kerti frá Snúrunni úr merkinu PAIA Copenhagen.

Kertin koma í ýmsum litum og eru handgerð úr sojavaxi. Þau taka sér lengri tíma til að brenna og leka akkurat ekkert né sóda út.

Falleg gyllt stjarna til að tylla á jólatréið eða grenið

Einnig fékk ég dásamlega fallegar jólakúlur úr Snúrunni sem ég notaði til að skreyta fallega stofugrenið mitt og kransana mína.

Pappaengill úr Snúrunni

Myrk store

Myrk store er dásamlega falleg vefverslun með fallega muni fyrir heimilið. Mér þykir alltaf mjög vænt um þessa vefverslun en þar er afar góð þjónusta.

Myrk store var svo falleg að gefa mér tvær dásamlegar og fallegar pappaljósastjörnur til að hengja í gluggan hjá mér ásamt fallegum jólabollum.

Stjörnurnar setja mikinn svip á eldhúsgluggana hjá mér en ég elska birtuna af þeim en hún er mild og ljúf eins og ég vil hafa hana.

Garðheimar

Þemað hjá mér í ár var látlaust, náttúrulegt og lágstemmt. Ég notaði því mikið af greni til að skreyta og bjó til geggjaðan greniboga yfir frönsku hurðina á ganginum.

Grenið fékk ég hjá Garðheimum sem og allt grenið sem ég skreytti með. Hugmyndin af greninu yfir hurðinni er fengin hjá Listræn ráðgjöf.

Það kom þannig til að ég sá svo fallega skreyttan búðarglugga, þar sem svona fallegt og flöffí greni hékk yfir, og hafði því samband við Svövu hjá listrænni ráðgjöf sem hafði skreytt þann glugga.

Svava gaf mér upplýsingar gegnum Instagram skilaboð um hvernig ætti að gera grenið

Grenið er blanda að gerfigrenislengju og lifandi furu, en fyrst byrjaði ég á því að henda upp límsnögum til að hengja gerfigrenið á.

Ég setti fíngerða seríu ofan á grenið en ekki inn á milli, finnst það koma betur út

Svo klippti ég niður furugreinar og víraði saman við gerfigrenið og úr varð þessi fallegi og mikli bogi yfir hurðinni.

Ég setti silkifuru yfir arininn minn og finnst mér það koma skemmtilega út

Grenið var mitt grunnskraut og gegnumgangandi, en ég setti silkifuru ofan á arininn og svo blandað greni ofan á stofuskápinn.

Einnig setti ég jólaseríur þar bara á ofan á og smá bakvið grenið en ekki inn á milli eins og svo oft er gert.

Ég gerði líka tvo aðventukransa sem voru afar einfaldir, en ég fékk allt í þá einnig í Garðheimum, nema kúluna og engilinn sem hangir í miðju sem er hvort tveggja úr Snúrunni.

Finnst þetta stofugreni svo skemmtilegt og setti ég nokkrar Iittala kúlur og kúlur úr Snúrunni á það

Ég er í skyjunum með útkomuna en látlaust, jarbundið og náttúrulegt er það að mínu mati.

Iittala Búðin

Nappula stjakinn er til í Iittala búðinni

Ég datt heldur betur í lukkupottinn þegar ég komst að því að Nappula kertastjakinn frá Iittala væri komin aftur eftir að hafa verið ófáanlegur í 2 ár !!!

Einnig fékk ég svo dásamlega fallegar Iittala jólakúlur úr gleri, bæði stórar og litlar sem koma í fallegri hattaöskju og fást einnig í Iittala búðinni.

Stjarna úr Snúrunni og glerkúlur í fjarska frá IIttala úr Iittala búðinni

Andrea By Andrea

Þar sem ég var að fara í jólaþátt ákvað ég að fara í mitt fínasta púss fyrir Völu. Ég fór í fínan jólakjól frá Andreu sem ég algjörlega elska.

Kjóllinn sem ég var í heitir Habenera og fæst hér. Hann er undursamlega fallegur og með teygjuefni sem mér finnst geggjað en ég var í gallabuxum undir honum.

Einnig keypti ég mér undurfagra Jodis skó hjá Andreu og skaffaði Andrea mér einnig skartið sem mikið hefur verið spurt um eftir þáttinn.

Ef ykkur langar að sjá báða þættina af Ísland í dag farið þá inn á þátt 1 hér og þátt númer 2 hér

Gleðileg jól

María

Endilega fylgið mér á Instagram með því að fara inn Hér

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here