Stóru stelpu herbergi Ölbu

höf: maria

Þar sem Alba varð 2 og hálfs árs þann 6 maí sl. fannst mér vera kominn tími á að setja hana í nýtt rúm og leggja rimlarúminu. Við vorum búin að sjá rúm í einni verslun sem okkur leist ágætlega á, sem við höfðum hug á að kaupa.

Við ætluðum upphaflega ekkert að gera meir en að skipta út rúminu, enda var herbergið hennar bara alveg ágætt fyrir. Þið getið séð hvernig það leit út áður hér.

Eftir mikla skoðun á Pinterest eitt kvöldið langaði mig óskaplega mikið að fá svona hús rúm handa henni, eins og svo mikið er um í Skandínavískum barnaherbergjum.

Heimasmíðað rúm

Ég vissi í raun ekkert hvert ég ætti að leita eftir húsa rúmi og datt því í hug að það gæti nú ekki verið mikið mál að smíða eitt slíkt sjálf. Ég held alltaf að hlutirnir séu ekkert mál og taki bara stuttan tíma að gera haha.

Ég er ekki að segja að rúmið hafi verið neitt rosalega erfið smíð, en það eina sem við höfðum í raun til að fara eftir var ein ljósmynd. Við hjónin vorum að gera þetta í fyrsta skipti og þurftum því að áætla öll mál sjálf og gera okkar besta.

Rúmið heppnaðist síðan svona glimrandi vel, og er ekki bara fallegt að mínu mati, heldur líka níðsterkt. Ég get legið í því án þess að brjóta það.

Við ákváðum að hvítta rúmið með sérstöku efni sem fæst í Bauhaus og heitir Pinotex Mobel og panellakk í 0,75 ml dós. Blandan sem ég tók er (base FGL/BC) með wTY 0,37 og wW1 18.  Við þurftum tvær umferðir af því og finnst mér útkoman rosa flott.

Það heldur alveg lífinu í timbrinu og æðarnar sjást í gegn, en það tekur gula litinn sem einkennir furu og er að mínu mati allt of sumarbústaðarlegt. Við að hvítta rúmið fannst mér meira eins og viðurinn væri extra vel pússaður og mjúkur, og allt mildaðist pínu upp.

Við fengum allan efnivið sem þurfti í rúmið (nema dýnu) í Bauhaus. Timbur, skrúfur, hvíttunarerfni og allt annað sem þurfti. Í Bauhaus er langbesta verðið á timbri og ótrúlega gott úrval af því líka.

Það borgar sig hins vegar að koma vel undirbúin þangað því þar er um sjálfsafgreiðslu að ræða og best er því að koma með lista yfir það sem þarf. Ég mun koma til með að gefa ykkur upp nákvæman lista með öllu sem þarf í rúmið, og hvernig eigi að smíða eitt slíkt á allra næstunni.

Liturinn á veggjunum

Ég ákvað að mála herbergið í lit, en bara upp að helming. Ég valdi lit sem mér finnst ofboðslega fallegur og mildur og nefndum við hann Alba. Liturinn fæst í Bauhaus  og heitir Alba (C8.05.83) glástig 5.

Þegar verið er að mála svona helminginn er mjög mikilvægt að hafa til þess rétt verkfæri og tól. Ekki kaupa venjulegt málningarteip því það á það til að blæða undir það svo það næst ekki að koma skörp og falleg lína. Veljið heldur skærgula límbandið sem fæst í Bauhaus og er alveg skothelt til að gera svona fallega línu. Ég notaði líka sleða, litla rúllu og stóra rúllu til verksins.

Til að ná alveg beinni línu notaði ég stórt og langt hallarmál og strikaði svo með blýjanti á veggin beina línu. Svo límdi ég límbandið ögn ofar en línan var til að geta málað yfir blýjantsstrikið. Ef það kom eitthvað smá blýjantsstrik upp fyrir, þvoði ég það af með mjúkri tusku og ögn af pink stöff. Þá flaug það léttilega af, en passið að veggirnir séu alveg þornaðir áður en það er gert.

Einnig er mikilvægt að taka ekki teipið af fyrr en helst daginn eftir þegar málningin er vel þornuð og storknuð, upp á að línan verði þráðbein og ekki rifni upp úr málningunni.

Eitt leiðir af öðru

Þegar maður byrjar í framkvæmdum á það oft til með að vinda upp á sig og verða mun stærra verkefni en maður ætlaði sér í upphafi. Nú þegar var komið nýtt rúm fannst mér engan veginn passa þangað inn stóra tvöfalda kommóðan, sem hafði verið inni í herberginu áður.

Því brá ég á það ráð að smíða opinn fataskáp. Ég hafði tekið rúnt á Pinterest og skoðað alls kyns skápa, þar til ég sá hugmynd af mjög líkum skáp og þessum sem ég gerði.

Það eina sem þurfti í skápinn var ein plata af krossvið sem var söguð niður fyrir mig á staðnum eftir máli. Svona plötur fást í flestum byggingarvöruverslunum. Platan sem ég notaði var 120 cm og því eru hliðarnar á skápnum 120 cm háar.

Þessi eina plata dugði í fataskápinn. Hann er svo sem engin rosa smíð en mér finnst hann ferlega krúttilegur.  Þar sem Alba á nánast bara kjóla er hann mikið betri hirsla en kommóðan sem hafði verið í herberginu áður.

Það tók kannski 1,5 til 2 klst að gera skápinn en ég skrúfaði hann nánast bara saman eins og Ikea húsgagn. Svo hvíttaði ég hann með sama efni og ég hvíttaði rúmið með. Það er síðan afar mikilvægt að veggfesta skápinn svo hann velti ekki yfir börnin en ég festi hann á fjórum hornum með vinklum.

Leikhorn með boltalandi og himnasæng

Mér finnst ekki bara skipta máli að hafa fallegt í herbergi barnanna minna heldur líka að þau séu griðarstaður þar sem þau geta bæði slappað af og haft gaman.

Í desember sl. fórum við Alba í verslun hér í bænum sem var með svona lítið boltaland fyrir krakkana að leika sér í meðan mamma verslar eða skoðar.

Ég náði henni ekki út úr versluninni og endaði á því að þurfa að draga hana út, öskrandi brjálaða, þar sem hún svo grenjaði alla leiðina frá Reykjavík út á Álftanes. Baráttunni lauk ekki þar, en þegar inn var komið varð hún alveg sturluð þegar átti að klæða hana úr útifötunum.

Mín ætlaði sér sko að snúa við og fara aftur í litla boltalandið. Þetta endaði svo í mesta skapofsakasti sem ég hef séð barnið í.

Ég varð því ekkert smá glöð að uppgötva að hægt er að kaupa þessi skemmtilegu og fallegu boltalönd hér á landi. Ekki nóg með það heldur er hægt að fá þau sent heim án sendingarkostnaðar. Boltalandið er frá Misioo boltalandi og þið getið farið beint hér inn og pantað ef þið hafið áhuga.

Ég mæli sko klárega með svona boltalandi, enda leyndi sér sko ekki gleðin þegar það kom heim. Ég mæli alveg með þessu fyrir krakka allt upp í 5 ára en strákunum mínum báðum finnst ekki síður skemmtilegt að leika sér í því en Ölbu.

Mér finnst svo fallegt að sjá svona leikhorn með boltalandi og himnasæng svo ég ákvað að gera þannig í herberginu hjá Ölbu. Þar sem allt er bleikt og hvítt og viðarlitað, ákvað ég að bæta gráu inn, til að brjóta þetta smá upp og gera þetta ekki of einsleitt.

Þessi fallega himnasæng er frá Dimm en þar er hægt að fá dásamlega fallega hluti fyrir bæði börnin og svo allt heimilið. Ég mæli með að þið kíkið inn á hana hér en verslunin er ofboðslega falleg. Himnasængin er mjög vönduð úr silkimjúku efni, sem bæði leggst vel og flæðir svo fallega.

Krökkunum finnst ekkert smá spennandi að geta lokað sig inni í boltalandinu með himnasæng og fíflast þar inni eins og enginn sé morgundagurinn.

Fallegir aukahlutir í herbergið

Eins og svo margir er ég mjög mikið á Pinterest ef mig vantar hugmyndir. Mér finnst frábært að geta leitað þangað eftir flottum hugmyndum sem maður reynir svo að útfæra á sinn hátt og gera að sínu til að vera ekki bara að kópí peista.

Það sem ég sé svo oft á pinterest eru hlutir sem eru gegnumgangandi í t.d. barnaherbergjum, stofu eða fyrir einhvern vissan stíl. Þessir hlutir eru t.d. Miffy lampi frá MrMaría sem maður sér víða í barnaherbergjum, í skandinavískum stíl á Pinterest.

Ég er búin að koma mér upp kjarna af vefverslunum sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Verslanir sem ég veit að selja þessa hluti og eiga það sem til þarf til að gera heimilið fallegt. Fyrir utan Dimm og Misioo boltaland er ég líka afar hrifin af I am happy og Reykjavík Butik. En ég á mikið af vörum  frá báðum þessum vefverslunum.

I am happy sérhæfir sig í afar fallegum vörum fyrir börnin. Þar er hægt að kaupa allt frá kerrum, ungbarnastólum og fötum, upp í allt sem til þarf til að gera fallegt barnaherbergi.

Mig var búið að dreyma um Miffy lampa heillengi og því varð ég himinlifandi þegar I am Happy vildi gefa Ölbu einn slíkan. Mér finnst hann setja svo mikinn svip á herbergið auk þess að vera ofboðsega vandaður og fallegur með Dimmer.

Mér finnst hann eiginlega vera eins og mubla og setja svolítið punktinn yfir i-ið í herberginu. Svona lampa hefði ég sko verið til í, í skírnargjöf fyrir krakkana,  en ég mæli 100 % með að gefa slíkan í annað hvort fæðingar-eða skírnargjöf. Ég veit það mun slá í gegn.

Lampinn er fallegur hvort sem er fyrir stráka eða stelpur, en það sem mér finnst svo dásamlegt við Skandinavíska stílinn er að hann er afar hlutlaus og hentar jafnt báðum kynjum.

Einnig fékk ég fallegu stjörnurnar sem hanga á himnasænginni frá I Am Happy.

Reykjavík Butik er önnur afar falleg vefverslun sem ég hef verslað mikið í, þó aðallega postera og svo Milk lampann fallega sem ég elska.

Þær voru svo dásamlegar að gefa okkur tvo ofboðslega fallega trésnaga, fiðrildalaga og fjöðurlaga, og svo geggjað flottan draumafangara úr rúskinni, sem fer rosa vel inn í herberginu.

Draumafangarinn er einnig mjög sniðug gjöf fyrir börn og mæli ég frekar með svona gjöfum í skírn, afmæli eða sængurgjöf fremur en fötum, því svona hlutir fylgja barninu áfram.

Þær verslanir sem tóku þátt í þessu verkefninu með mér eiga það allar sameiginlegt að vera mínar uppáhalds á einn eða annan hátt. Ég hef mjög góða reynslu af þeim frá fyrri viðskiptum.

Þess vegna ákvað ég að hafa samband við þær, því þær eiga allt sem til þarf til að gera fallegt hjá sér og hluti sem maður sér svo oft á Pinterest.

Fallega loftljósið er einnig frá Bauhaus 

Dimm, I am Happy, Misioo boltaland, Reykjavik Butik og Bauhaus takk fyrir að koma í þetta skemmtilega og krefjandi verkefni með mér. Án ykkar hefði útkoman aldrei orðið svona flott og við erum í skýjunum með herbergið.

Hér koma fleiri myndir af herberginu

Deitailar úr herberginu

Ég nota alltaf skó og flíkur sem skraut í herbergi barnanna minna

Fallegir posterar og myndir gera mikið fyrir barnaherbergin

Þar sem barnið er pöndusjúkt mátti þær ekki vanta í herbergið

En nú hef ég þetta ekki lengra

Kærar þakkir fyrir okkur <3

knús

María og Alba 

 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Hildur September 13, 2018 - 12:55 pm

Yndislega fallegt barnaherbergi..
Mætti ég nokkuð spyrja.. er komin færsla með
“uppskriftinni” af húsarúminu fallega ?
kærar þakkir..

Svara
maria September 13, 2018 - 8:25 pm

Hæ hæ

já hún er inni undir heimili 🙂

Uppskrift af heimasmíðuðu Húsarúmi

kv María

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here