-Samstarf-
Ég held það sé óhætt að segja að borbúnaðurinn frá Stonemade og nýja marmarabrettið mitt frá Hk Living sem fæst í Reykjavík Design sé mitt allra nýjasta uppáhald.
HK Living marmarabretti
Ég er með dökka viðarplötu á eyjunni í eldhúsinu mínu og mér fannst alltaf svo þungt að hafa meiri við þar ofan á og langaði svo í fallegt marmarabretti.
Þegar ég sá brettið frá HK Living í Reykjavík Design kolféll ég algjörlega fyrir því, en það var á þeim tíma sem ég var að taka stofuna í gegn og setja upp vegglistana.
Mig langaði svo að tengja saman stofu og eldhús og ákvað að færa stílinn í stofunni inn í eldhús og raða öðruvísi í hillurnar, sem og ofan á eyjuna.
Ég get með sanni sagt að bara með því að setja þetta eina fagra marmarabretti ofan á eyjuna þá var lúkkið á henni gjörbreytt. Það létti svo upp og allt varð meira svona töff.
Stonemade borðbúnaður
Ég fékk mér líka diska og skálar frá merkinu Stonemade sem einnig fæst í Reykjavík Design og guð hvað það er geggjað töff og fallegt.
Um er að ræða diska og skálar úr marmara eða kalksteini þar sem hver og einn gripur er handunninn og gróflega slípaður, sem gefur hrátt yfirbragð sem ég elska.
Æðar og ófullkomleiki steinsins fær að koma í ljós og njóta sín, eins konar fullkomnun ófullkomleikans, og um leið helsta vörumerki Stonemade sem er hannað af hinni austurrísku Katharina Mörz-Heissenberger.
Efniviðurinn er sóttur til nágrennis Himalaya fjallanna og er unnin af fagmönnum á svæðinu. Stonemade og HK Living brettið er nú á 20 % afslætti út júní.
Vörurnar fást í þremur litbrigðum; hvítum, gráum og dumbrauðum sem tilvalið er að blanda saman en hægt er að skoða Stonemade vörurnar hér.
Margir gætu haldið að þar sem Stonemade er gert úr alvöru marmara eða kalksteini að um mjög viðkvæma vöru sé að ræða en svo er alls ekki.
Það sem ég gerði við mína diska og skálar var að olíubera allt og þvílíkur munur sem varð á. Æðarnar í steininum spruttu fram og allir litir komu í ljós.
Auk þess þá verða aldrei neinir blettir eftir í diskunum né litur af sósum og slíkt, eftir að ég bar á þá. Þeir urðu líka svo mikið fallegri þó þeir hafi verið fallegir fyrir.
Ég set majónes sósur og alls kyns litaðan mat á hvítu marmaradiskana og það sér ekki á þeim. Diskana þvæ ég svo með heitu vatni og þeir eru sem nýjir eftir notkun.
Því mæli ég með að ef þið ætlið að fjárfesta í Stonemade að gera slíkt hið sama, en ég sýni inn á Instagram undir Highlights Stonemade muninn fyrir og eftir að ég olíubar.
Ég tók ógrynni af myndum af þessum fallegu vörum frá Stonemade og held ég leyfi þeim bara að tala sínu máli.
Vona þetta hafi veitt ykkur innblástur
María