Fyrir ári síðan opnaði ein smartasta vefverslunin hér á landi, Reykjavík Design. Viðtökurnar fóru langt fram úr vonum og mokast út vörurnar hjá þeim.
Að mínu mati er bókstaflega allt sem þar fæst geggjað töff, og er ekki einn hlutur þar sem ég gæti ekki hugsað mér að eiga.
Það er sko alveg á hreinu að eigendur Reykjavík Design, hjónin Vera Sif og Ágúst, eru mikið smekkfólk. Ég fór heim til þeirra að sækja vörurnar og alveg féll í stafi við að sjá fallega heimilið þeirra.
Ber vefverslunin Reykjavík Design skýr merki um að vera rekin af smekkfólki.
Ég var ekkert smá glöð þegar ég fékk í gjöf frá þeim hauskúpu frá vörumerkinu Vanilla Fly og eitt flottasta salt sem ég hef augum litið frá Rivsalt. Rivsaltið kemur í ofboðslega fallegum umbúðum, og er eitthvað svo veglegt og gerðarlegt allt saman.
Það er pakkað inn í veglegt og smart box, og í hvert lagið á eftir öðru. Það er eitthvað svo spennandi ferli að taka það upp úr kassanum. Manni alveg langar til að njóta þess og vanda sig við það eitt skref í einu haha.
Því finnst mér Rivsaltið vera alveg geggjuð tækifærisgjöf, hvort sem er í afmælis eða innflutningsgjöf sem dæmi.
Ég hafði alltaf ætlað að laga vegginn inni í stofu hjá mér eftir að ég málaði hann aftur hvítan. En eftir að ég málaði hann hvítan passaði bara engan veginn á hann það sem var á honum svörtum.
Mig var lengi búið að langa í svona skrauthauskúpu með hornum og sá fyrir mér að milda aðeins upp vegginn með einni slíkri. Það var því fullkomið að öðlast þessa fallegu hauskúpu og breytti ég veggnum í leiðinni.
Ég setti upp ljósar hillur og nýja postera í stað hinna, sem passa fullkomlega við hauskúpuna sem trónir á toppnum yfir myndunum og stofunni allri.
Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst veggurinn í stofunni og gallaríveggurinn í eldhúsinu harmónera vel saman og mynda flotta heild.
Í Reykjavík Design er að finna mjög fjölbreytt vöruúrval. Allt frá blómapottum, mottum, lömpum og ljósum til húsgagna. Þar fæst t.d. fallega Molecular loftljósið frá House Doctor sem er algjörlega að slá í gegn á Íslandi og víðar. Maður sér þessi fallegu ljós víða á pinterest á fallegum heimilum í Skandínavískum stíl.
Einnig selja þau geggjuðu Metro sófaborðin frá XLBoom, en þau er hægt að fá í svörtu, hvítu og viðarlituðu. Þið getið kíkt á þau með því að smella hér.
Ég er sjálf búin að panta mér eitt slíkt í viðarlituðu, en þar sem ég er með svo margt svart og hvítt hér inni, langar mig að brjóta það ögn upp með því að setja við með. Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir heildarmyndina og hlýjar allt svo upp.
Ég hreinlega get ekki beðið eftir að fá borðið og þá held ég að stofan hjá mér sé bara fullkomnuð fyrir mína parta.
Ef þið eruð að leita ykkur að fallegum hlutum inn á heimilið eða í tækifærisgjafir, mæli ég hiklaust með að þið kíkið inn á Reykjavik Design og á instagrammið þeirra @reykjavikdesign
Ég leyfi ykkur svo að sjá þegar flotta borðið er komið heim.
Knús
María