Pimiento frito vegan pizza

höf: maria

-Samstarf-

Þeir sem þekkja mig eða til uppskrifta minna vita hversu ofsa gott mér finnst nýbakað brauð með hvítlauksrjómaosti og grilluðum spænskum paprikum.

Og er ég ekki ein um það því flestir sem ég hef boðið upp á þessa þrennu hafa nánast fallið í stafi, meira að segja þeir allra matvöndustu.

Því fannst mér það vera alveg snilldarhugmynd að nota það til að gera frábæra og nýstárlega vegan pizzu sem líka þeir sem eru ekki vegan munu elska.

Hatting pizzabotn, hvítlauksolía, hvítlauks hafrarjómaostur toppaður með steiktum sykurgljáðum paprikum og ristuðum möndlum…….þarf eitthvað að segja meira ??

Útkoman var guð minn góður góð !! Sæt paprikan á móti söltum og bragðmiklum hvítlauksostinum, á stökkum pizzabotni með möndlum sem gefa rjómakennt bragð og meiri stökkleika. Það er bara halelúja……

Pimiento frito vegan pizza

-Samstarf- Þeir sem þekkja mig eða til uppskrifta minna vita hversu ofsa gott mér finnst nýbakað brauð með hvítlauksrjómaosti og grilluðum spænskum… Hollusta Pimiento frito vegan pizza European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Hvítlauksolía

  • 1/2 dl olífuolía
  • 1 lítill geiralaus hvítlaukur eða 2-3 hvítlauksrif 
  • pínu gróft salt 
  • þurrkuð steinselja 

Hvítlauks hafraostur

  • 150 gr hafra rjómaostur/smurostur að eigin vali 
  • 1/4-1/2 geiralausan marinn hvítlauk (ég notaði hálfan og hann reif í en var svaka góður, ef þú vilt ekki mikið hvítlauksbragð þá nota bara 1/4)
  • 1/3 tsk borðsalt (fínt)
  • Þurrkuð steinselja eftir smekk

Paprikur

  • 2 grænar paprika 
  • 2 rauðar ramiro paprikur
  • 2 litlir gulir laukar 
  • 1 dl olífuolía 
  • 1-1,5 tsk borðsalt 
  • 1-2 msk síróp að eigin vali 

Annað

  • 1 pakki Hatting Pizzabrauð 
  • 1/2 bolli möndlur 

Aðferð

  1. Byrjið á að gera paprikurnar 
  2. Skerið þær í tvennt og fræhreinsið og notið svo flysjara til að skera þær í örþunnar langar ræmur 
  3. Skerið lauk í þunnar ræmur líka 
  4. Hitið 1 dl af ólífuolíu á pönnu og setjið laukinn út á og saltið smá
  5. Þegar laukur er aðeins farinn að mýkjast setjið þá alla paprikuna út á og hrærið öllu saman, saltið með restinni af saltinu og setjið síróp út á
  6. Steikið þar til er orðið vel lint og má meira að segja brenna, samt bara örlítið en alls ekki mikið 
  7. Á meðan paprikurnar eru á pönnuni er gott að gera hvítlauksolíuna, ostinn og möndlurnar og hita ofninn
  8. Hitið ofn á 220 C °blástur 
  9. Setjið ólífuolíu í skál og merjið hvítlaukinn út í og saltið og setjið þurrkaða steinselju 
  10. Merjið hvítlaukinn í ostinn 
  11. Hrærið smurostinn upp og bætið hvítlauk, salti og steinselju út í og hrærið vel saman
  12. Ristið möndlurnar á pönnu og malið með hvörn eða morteli eða með því að berja á þær með kökukefli 

Pizzan sett saman:

  1. Penslið pizzabotnana með hvítlauksolíunni og setjið í ofninn í 10 mín eða þar til orðið gyllt og stökkt 
  2. Takið þá út og smyrjið vel af hvítlauksosti yfir botninn 
  3. Dreifið svo paprikunum vel ofan á og toppið með ristuðum möndlum 

Punktar

Ekki láta þessa uppskrift hræða ykkur því þetta er í raun ofureinfalt og það eina sem þarf að elda er paprikan, hitt allt er mjög fljótgert og heildarferlið er í raun mjög auðvelt og allir ættu að geta gert þessa pizzu.

Verði ykkur að góðu

Endilega fylgið mér á Instagram

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here