-Gjöf-
Nú fer að koma vetur og þá fer litlu krílunum að vanta góða kuldagalla. Það sem ég skoða allra helst þegar ég kaupi galla er öndun, vatnsheldni, snið og mýkt.
Krökkunum mínum finnst ekkert verra en að vera í stífum galla sem er of þykkur og andar ekkert. Hér er hinn fullkomni galli fundinn á Ölbu en gallan fékk ég í versluninni Minimo.
Hægt er að sjá vefverslun þeirra hér, en einnig eru þau með verslun í Ármúla 34. Gallinn er tvískiptur en er einnig til sem heilgalli upp í stærð 116. Tvískiptu fást upp í stærri stærðir og eru einnig til í öðrum litum eins og svörtu.
Vatnsheldni er 10.000 mm og öndun líka 10.000 g/m2/24t. Á buxunum eru gúmmíbönd sem fara undir skóna, hægt er að taka þau af ef vill og aukabönd fylgja með.
Gallinn er flísfóðraður að innan þ.e búkurinn en ermar og fætur eru svo úr nælon efni. Á bæði úlpu og buxum er stillanlegt mitti og góð endurskinsmerki.
Þétt teygja er á úlnliðnum sem kemur í veg fyrir að snjór komist inn í ermina. Gervifeldur á hettu sem hægt er að taka af, einnig er hægt að taka hettuna alveg af.
Gallinn er frá merkinu Gullkorn en það er norkst merki sem fer ört vaxandi með dásamlega fallegan barnafatnað. Instagrammið þeirra má finna hér en vörur frá merkinu fást í Minimo.
Einnig fékk Alba dásamlega lambhúshettu frá merkinu Racing Kids. Húfan er úr ullarblöndu að utan og bómull að innan næst barninu og fóðruð með Thinsulate.
Hún er vindheld og heldur hitanum inni og því er hægt að nota hana í mjög köldu veðri, allt niður í -10 gráður. Húfan er með oddi á toppnum sem gefur henni skemmtilegt yfirbragð og má þvo í þvottavél á 30 °ullarprógrammi.
Ef þið eruð að leita að hlífðarfötum á barnið ykkar þá mæli ég 150 % með þessum göllum frá Minimo en hægt er að fá þá í fleiri litum jafnt á stráka og stelpur
Knús
María
Verið velkomin að followa mig á instagram með því að ýta hér