Geggjaðar ostabrauðstangir á 15 mínútum

höf: maria

-Samstarf-

Það er svo mikil snilld þegar hægt er að redda frábæru gourmelaði á örsuttum tíma. Hér er ég með ofureinfaldar brauðstangir sem tekur enga stund að gera.

Þar sem mig langaði að bregða aðeins út af vananum ákvað ég að bjóða upp á spænska alioli sósu með, sem bæði er hægt að gera frá grunni eða fara auðveldu leiðina og notast við majónes og bæta við það hráefni.

Það kom heimilisfólkinu mínu afar mikið á óvart hversu vel það fór saman og gaman að breyta út af vananum og sleppa þessari hefðbundnu pizzasósu með.

Hér skiptir miklu máli að nota nóg af osti svo hann bráðni vel á milli og flæði svo út með fallegum taumum þegar maður bítur í eða rífur í ostastöng í sundur.

Galdurinn við að það taki svona stuttan tíma að gera brauðstangirnar eru frábæru pizzabotnarnir frá Hatting sem hægt er að fá frosna í t.d Bónus.

Þessir pizzabotnar koma tilbúnir eins og pitubrauðið og þarf ekkert að gera nema setja á álegg og svo inn í ofn. Ekkert að fletja út deig né neitt þannig.

Alioli sósan er síðan út af fyrir sig alveg geggjuð. Alioli er spænsk tegund af sósu sem er í raun hvítlauksmajónes og oftast gert frá grunni út á Spáni.

Hana er eingöngu hægt að gera frá grunni ef þú átt töfrasprota, en ef ekki þá getið þið gert hina útgáfuna sem ég mun gefa ykkur hér að neðan líka og er ekki síður góð.

Báðar alioli tegundirnar taka ekki nema fimm mínútur að gera og eru alveg jafn góðar myndi ég segja. Ef þið gerið frá grunni er hrátt egg í henni svo ef þú vilt forðast það notist þá við þá sem er úr tilbúnu majónesi.

Brauðstangirnar sjálfar er síðan jafn einfalt að gera eins og brauð í grilli, í raun þarf lítið til verksins nema að útbúa brauðstangarolíu sem tekur enga stund.

Geggjaðar ostabrauðstangir á 15 mínútum

-Samstarf- Það er svo mikil snilld þegar hægt er að redda frábæru gourmelaði á örsuttum tíma. Hér er ég með ofureinfaldar brauðstangir… Lítið og létt Geggjaðar ostabrauðstangir á 15 mínútum European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Brauðstangarolía 

  • 1 dl bragðlítil matarolía 
  • 1 msk pizzakrydd 
  • 1/2 tsk chiliflögur 
  • 1 tsk hvítlauksduft (ath ekki hvítlaukssalt)
  • 1/2 tsk salt 
  • 1/2 tsk þurrkuð steinselja 
  • 1/2 tsk grófmalaður svartur pipar 

Alioli frá Grunni 

  • 2 1/2 dl sólblómaolía eða önnur bragðlítil olía
  • 2 hvítlauksrif eða 1/2 geiralaus hvítlaukur 
  • 1 msk nýkreystur sítrónusafi 
  • 1 egg 
  • klípa af salti 

Alioli val 2 ekki frá grunni

  • 1 bolli majónes (mér finnst best eitthvað af erlenda majónesinu bara ekki light/fituminna)
  • 2 hvítlauksrif eða 1/2 geiralaus hvítlaukur 
  • 1 msk nýkreystur sítrónusafi 
  • klípa af salti 

Brauðstangir 

  • 1 pakki Hatting pizzabotnar 
  • 2 pokar rifinn Mozzarella ostur 
  • 60 gr rifinn paremesan ostur 

Aðferð

Brauðstangarolía 

  1. Hellið olíu í skál 
  2. Setjið öll krydd út í og hrærið vel saman

Alioli frá Grunni 

  1. Inn á Instagram getið þið séð í highlights aðferðina við að gera alioli, mæli með að þið farið þar inn en það þarf að eiga töfrasprota til að geta gert hana
  2. Setjið í djúpt ílát allt sem á að vera í sósunni, skerið bara hvítlaukinn smátt ofan í þarf ekki að merja 
  3. setjið næst töfrasprotann alveg á botninn á ílátinu og ekki hreyfa hann neitt meðan þið byrjið að þeyta 
  4. Haldið töfrasprotanum alveg kyrrum og notið meðalhraða. Þið sjáið fljótt hvernig byrjar að myndast hvítt fallega glansandi mayones 
  5. Þegar er örlítil olía efst en restin er orðin hvít megið þið ýta sprotanum upp og niður í smá stund 

Alioli val 2 ekki frá grunni

  1. Hrærið majónes vel upp í skál 
  2. Merjið svo hvítlauk út í og kreystið sítrónusafann saman við
  3. saltið og smakkið eftir smekk ég vil hafa mína frekar salta

Brauðstangir 

  1. Afþýðið pizzabotninn á borði eða stingið í örbylgju í 30 sekúndur 
  2. Þó pizzabotninn sé alveg til finnst mér gott að að fletja það enn meira út með kökukefli eins og ef maður væri að fletja út deig til að fá það þynnra 
  3. Setjið vel af rifnum mozzarella osti á eitt brauð og lokið því svo með því að setja annað brauð ofan á eins og samloku 
  4. Penslið svo sitthvora hliðina með brauðstangarolíunni og dreifið parmesan yfir báðum megin.
  5. Setjið á bökunarplötu með bökunarpappa og stingið í ofn við 195 C°hita í 10 mínútur eða þar til orðnar fallega appelsínugylltar að lit
  6. takið út og skerið svo í lengjur þversum eins og brauðstangir með pizzaskera 
  7. Berið fram með alioli sósu

Punktar

Ég set inn tvær uppskriftir af alioli svo þið getið valið að gera hana frá grunni eða fara auðveldu leiðina. Báðar eru samt mjög einfaldar og taka litla stund að gera. Hins vegar verður að notast við töfrasprota ef þið gerið frá grunni. Báðar alioli tegundirnar taka ekki nema fimm mínútur að gera og eru alveg jafn góðar myndi ég segja. Ef þið gerið frá grunni er hrátt egg í henni svo ef þú vilt forðast það notist þá við þá sem er úr tilbúnu majónesi.

Hér getið þið séð enn fleiri hugmyndir um hvernig er hægt að nota þessa frábæru pizzabotna.

Eftir mikið hvítlauksát er gott að fá sér eina Smint jafnvel fleiri til að losna við eftirbragðið.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here