Gourmet pizzur með Roast Beef og Bernaise eða eggi og beikon á örfáum mínútum

höf: maria

-Samstarf-

Jesús minn guð og almáttugur hvað þessar tvær pizzur voru góðar. Hver myndi trúa því að það væri hægt að gera gourmet pizzur á aðeins 10 mínútum ?

Jú ykkur er vel óhætt að trúa því, því það þarf ekki einu sinni tilbúið deig hér. Hér nota ég alveg nýja vöru sem var að koma á markað.

Þessi vara eru frosnir pizzabotnar frá Hatting og verð ég nú bara að segja að ég skil ekkert í Hatting að vera ekki búin að þróa þessa vöru miklu miklu fyrr.

Alveg síðan í menntó hef ég ristað mér Hatting pitubrauð og sett pizzasósu, ost og álegg á það og svo stungið undir grillið í ofninum í örfáar mínútur.

Í dag geri ég það enn fyrir krakkana. Því finnst mér það hreint út sagt geggjað að þessi vara skuli vera komin á markað og að maður geti líka keypt botnana í Bónus.

Ég ákvað að gera örðuvísi pizzur og guð minn hvað þær voru báðar góðar. Þessi hér fyrir ofan er tilvalin kvöldmatar gourmet pizza með roast beef og bernaise, já ég er að slefa út um þegar ég skrifa þetta.

Hin sem er hér fyrir ofan er svo tilvalin morgunverðar pizza eða brunch pizza. Je minn hún var svo góð líka, með eggi og beikon.

Hér þarf ekkert að preppa neitt, bara kaupa allt tilbúið, roastbeef, ostinn og bernaise sósuna eða eggin og beikon. Ekkert vesen og útkoman eins og á gourmet stað.

Hér eru myndir sem sýna hvernig eggið er sett á pizzuna en ég set ost í hring við kantana svo myndist svona hola þar sem ég set eggið ofan í.

Svo raða ég beikoninu í kringum eggið ofan á ostinn og salta og pipra eggið í miðjunni. En nú áttið þið ykkur örugglega betur á þessu.

Gourmet pizzur með Roast Beef og Bernaise eða eggi og beikon á örfáum mínútum

-Samstarf- Jesús minn guð og almáttugur hvað þessar tvær pizzur voru góðar. Hver myndi trúa því að það væri hægt að gera… Lítið og létt Gourmet pizzur með Roast Beef og Bernaise eða eggi og beikon á örfáum mínútum European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Roast Beef Bernaise pizza 

  • 1/2 dl olífuolía
  • 1 geiralaus hvítlaukur eða 3-4 hvítlauksrif 
  • 1/2 tsk gróft salt 
  • 200 gr tilbúið Roast Beef (til sem skorið álegg í öllum verslunum)
  • Tilbúin Bernaise sósa (ég kaupi í 225 ml dollu fra Nonna litla í Bónus finnst hún rosa góð) 
  • 1 poki Mozzarella rifinn ostur 
  • 1 pakki Hatting frosnir pizzabotnar

Morgunverðar brunch pizza 

  • Tómatssósa (þá meina ég ekki pizzasósa heldur Ketchup eins og á pylsur)
  • Brauðost má vera Gouda, Skólaostur eða annar
  • 1 poki mozzarella ostur rifinn 
  • 4 egg 
  • 1 bréf beikon
  • salt og pipar 
  • 1 pakki frosnir Hatting pizzabotnar 

Aðferð

Roast Beef Bernaise Pizza 

  1. Hitið ofn á 220 C °blástur 
  2. Setjið ólífuolíu í skál og merjið hvítlaukinn út í og saltið
  3. Penslið svo pizzabotnana með olíunni og leyfið mörðum hvítlauk að vera með
  4. Stráið svo rifnum mozzarella yfir 
  5. Setjið svo eins og 50 gr af tilbúnu Roast Beef á hverja pizzu ofan á ostinn
  6. Bakið svo í 10 mínútur 
  7. Setjið svo að lokum vel af bernaise ofan á pizzuna um leið og hún kemur úr ofninum og hafið meira með til hliðar

Morgunverðar Brunch pizza 

  1. Hitið ofn á 220 C °blástur 
  2. Setjið tómatsósu á botninn eins og ef þið væruð að setja pizzasósu 
  3. Þekjið svo botninn með brauðostasneiðum 
  4. Setjið svo rifinn mozzarella í hring í kringum kantana eins og þið sjáið á myndum fyrir ofan svo það komi hola í miðjuna 
  5. Brjótið svo egg í bolla og setjið ofurvarlega inn í holuna
  6. Saltið svo eggið og piprið 
  7. Raðið svo beikonsneiðum í kringum eggið ofan á mozzarella ostinn 
  8. Bakið í 13-14 mínútur eða þar til eggið er til ofan á

Verði ykkur að góðu

María

Megið endilega fylgja mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here