Ofureinföld avókadó kjúklingavefja með basilpesto

höf: maria

Samstarf-

Þessa vefja er ein af þessum uppskriftum sem eru ekki bara ofboðslega bragðgóðar heldur líka hollar og auðvelt að gera. Þannig uppskriftir elska ég.

Ef þér finnst kjúklingur, hvítlaukur, avókadó og basilika gott þá mun þér líka við þessa vefju. Hér þarf ekki ógrynni af hráefnum né langan lista af kryddum.

Nú orðið á ég alltaf til frosin kjúkling í frysti, en mér finnst mjög gott að geta gripið í kjúklinga bringur eða úrbeinuð læri. Ég kaupi alltaf frá Rose en mér finnst sá kjúklingur mjög góður.

Bringurnar og úrbeinuðu lærin frá Rose eru lausfryst svo það er afar auðvelt að taka bara út það magn sem maður þarf, eins og eina tvær bringur ef maður þarf ekki meira.

Hér notaði ég einnig vefjurnar frá Mission Wraps með Quinoa og Chia fræjum en mér fannst þær hreinlega bara passa best í þessa uppskrift enda hollar og góðar.

Ég hef ætlað mér að prófa að gera uppskrift af þessum vefjum heillengi, en hugmyndina fékk ég þegar ég smakkaði Avocado chicken vefjuna á hinum sívinsæla veitingastað Pure Deli.

Vefjurnar eru fullkomnar sem léttur hádegisréttur, í saumaklúbbinn eða bara sem venjuleg kvöldmáltíð, en ég held þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með þessar.

Ofureinföld avókadó kjúklingavefja með basilpesto

–Samstarf- Þessa vefja er ein af þessum uppskriftum sem eru ekki bara ofboðslega bragðgóðar heldur líka hollar og auðvelt að gera. Þannig… Lítið og létt Ofureinföld avókadó kjúklingavefja með basilpesto European Prenta
Serves: 4 Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • c.a 700 gr úrbeinuð læri (ég notaði frosin frá Rose)
  • Vefjur með Quinoa og chia fræjum frá Mission Wraps 
  • 2-3  Lítil avókadó eða 1-2  stórt 
  • 4 tómatar venjulegir stórir 
  • Klettasalat 
  • salt 
  • Kjúklingakrydd að eigin vali 

Basilpestó

  • 1/2 geiralaus hvítlaukur eða 1 hvítlaukskrif 
  • stórt búnt af basiliku. ég notaði í potti (allan pottinn)
  • 50 gr furuhnetur 
  • 3 msk extra virgin ólífuolía 
  • 50 gr parmesan 
  • 3 msk+ vatn

Hvítlauksolía til penslunar 

  • 1/2 dl ólífuolía 
  • 1 stór geiralaus hvítlaukur eða 4 hvítlauksrif 
  • 1/2 tsk gróft salt 
  • 1/2 tsk Þurrkuð steinselja 

Aðferð

  1. Skerið lærin í langar ræmur og steikið á pönnu, saltið og kryddið mjög vel með góðu kjúklingakryddi 
  2. Gerið svo hvítlauksolíu og pestó á meðan kjúklingurinn er á pönnunni
  3. Hvítlauksolían er gerð með því að merja hvítlaukinn út í olíuna og salta og setja steinselju út í. Gerið olíuna áður en þið gerið pestó svo það verði komið gott hvítlauksbragð af henni 
  4. Pestóið er svo gert með því að setja allt saman í blandara eða matvinnsluvél, nema olíu og vatn. Maukið allt saman og þegar það er að verða svona grófmaukað þá er gott að hella olíunni í og mauka vel. Ég notaði vatn til að þynna pestóið ögn og set það í eftir olíuna
  5. Svo er bara að setja vefjuna saman með því að pensla hana með hvílauksolíu að innan. Svo er klettasalat, niðurskorið avókadó, kjúklingur og sneiddir tómatar sett á og að lokum pestó dreift yfir allt má líka salta aftur smá og svo loka
  6. Penslið svo lokuðu vefjuna að utan með hvítlauksolíunni og setjið á pönnu sem þið eruð búin að pensla líka með hvílauksolíunni, ef þið eigið grillpönnu þá enn betra
  7. Hitið báðum megin á pönnuni þar til vefjan er orðin gyllt og stökk að utan og neytið samstundis meðan hún er heit

Þessi ætti ekki að vefjast fyrir neinum enda tel ég að þeir sem kunna varla að elda ættu að geta gert þetta líka.

Verði ykkur að góðu

María

Endilega fylgið mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here