Geggjaðar brunchlokur

höf: maria

-Samstarf-

Úff þessum viljið þið ekki missa af að prófa. Þær eru bara aðeins of góðar og algjör snilld sem brunch. Þær er líka afar einfalt að útbúa.

Týpísk og klassísk innihaldsefni sem einfaldlega klikkar ekki, egg, beikon, cheddar ostur og silkimjúkt graslauksmajónes sem toppar þetta allt svo bragðlaukarnir dansa af gleði.

Til að hafa nú smá hollustu með er gott að skella á einu kálblaði og tómatsneiðum enda gerir það bara brunchlokuna enn betri.

Ég hef alltaf notað Heinz majónes þegar ég geri sósur í djúsí rétti eins og piparmajóið í BBQ twisterinn og Box masterinn. Það gefur einhvern veginn þetta restaurant bragð.

Fyrir krakkana hins vegar myndi ég bara skella góðri tómatssósu á brunchlokuna enda margir krakkar ekkert mikið fyrir majónes sósur eða flókna rétti.

Eins og ég segi er afar auðvelt að skella í þessar brunchlokur og skemmtileg tilbreyting frá hinum hefðbundna brunch sem á það oft til að samanstanda að pönnsum eggi og beikon.

Hér skiptir máli að velja gott brauð, en ég notaðist við kartöflu hamborgarabrauð sem er afar mjúkt og gott en einnig er hægt að nota Brioche brauð eða annars konar hamborgarabrauð.

Beikoninu er hent í ofn og snúið smá upp á það og púðursykri sáldrað yfir sem gerir það stökkara og enn bragðmeira, ráð sem ég sá hjá Sólrúnu Diego og svínvirkar.

Geggjaðar brunchlokur

-Samstarf- Úff þessum viljið þið ekki missa af að prófa. Þær eru bara aðeins of góðar og algjör snilld sem brunch. Þær… Matur Geggjaðar brunchlokur European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 4 hamborgarabrauð (ég notaði kartöflubrauð og hægt er að nota líka brioche brauð)
  • 7 egg 
  • 2 msk rjómi 
  • salt og pipar 
  • c.a 300 gr  beikon + 
  • 4 cheddar ostasneiðar 
  • lambhagakál í potti 
  • 3 stk bufftómatar 

Sósan 

  • 2 dl Heinz majónes 
  • 1/2 tsk sítrónusafi úr ferskri sítrónu (helst ekki úr belg)
  • 1/2 tsk grófmalaður svartur pipar 
  • 1/2 tsk fínt borðsalt 
  • 2 msk ferskur graslaukur smátt klipptur 

 

Aðferð

  1. Byrjið á að gera sósuna með því að hræra öllum innihaldsefnum vel saman og klippa niður graslaukinn ofan í og hræra
  2. Hitið svo ofninn á 200 C°og setjið beikon á bökunarplötu með bökunarpappír á, mér finnst mjög gott að krulla það með því að snúa sitthvorn endanum í öfuga átt og strá svo púðursykri yfir það en því má sleppa. Eldið í ofni þar til beikonið er stökkt og djúpur litur kominn á það
  3. Gerið eggjahræru á meðan með því að hræra saman eggjunum, rjómanum og salta og pipra 
  4. Mér fannst gott að hræra sem minnst í hrærunni og gera svona millistig af ommelettu og eggjahræru sem ég skar svo í 4 sneiðar til að setja á hvert brauð
  5. Setjið nú brunchlokuna saman með því að setja graslauksmajónes á botninn, svo kemur Cheddar sneið, kálblað, tómatur, eggjahræra og beikon efst ofan á
  6. Smyrjið nú lokið af brauðinu líka vel með graslauksmajó og setjið í ofn við 180 C°í eins og 3-5 mínútur eða þar til osturinn er aðeins bráðinn 

Punktar

Fyrir krakkana myndi ég bara skella góðri tómatssósu á brunchlokuna enda margir krakkar ekkert mikið fyrir majónes sósur eða flókna rétti.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here