DIY franskir gluggar

höf: maria

Já þið heyrðuð rétt !!!

Ég bjó til franska glugga sjálf. Eða kannski réttara sagt elskulegi betri helmingurinn af mér. Ég á nú samt heiðurinn af hugmyndinni og útfærslunni, sem ég er afar stolt af.

Það sem meira er, er að þetta var mjög ódýrt og afar auðvelt í framkvæmd. Því ættu allir, sem langar í svona glugga að vera færir um að gera svona sjálf.

Ég hef alltaf verið mikið fyrir rómantískan franskan sveitastíl, og allt sem gerir heimilið hlýlegt. Franska hurð var mig búið að dreyma um í rosa mörg ár og hana fékk ég loksins þegar við gerðum upp húsið okkar.

Franskir gluggar er einnig eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi.

Ég var búin að ákveða að framkvæma þessa hugmynd, með frönsku gluggana, áður en ég flutti hingað inn árið 2016. Svo sat það alltaf á hakanum og ég óttaðist að það gæti orðið to much eða væmið.

Hins vegar lét hugmyndin mig aldrei vera, og var alltaf bankandi í mig. Ég ákvað því að láta tilleiðast og sé ekki eftir því. Við erum búin að setja franska glugga í öll rýmin í húsinu, nema sólstofuna, en það yrði allt of mikið.

Hér sýni ég útkomuna á eldhúsinu en mun svo seinna sýna herbergin.

Gluggarnir í húsinu voru afar fallegir fyrir en mér fannst samt alltaf vanta einhvern hlýleika. Ég er ekki með neinar gardínur, og því fannst mér oft vera eins og hálf kuldalegt hérna inni.

Hér getið þið séð hvernig þeir voru áður.

Gluggarnir í eldhúsinu eru allir með ekta svörtum marmaragluggakistum, og svo eru listar utan um alla gluggakarma. Því lá það beint við að setja franska ramma inn í, sem fullkomnuðu gluggana að mínu mati.

En eins og þið vitið þá elska ég að deila með ykkur, ekki bara góðum uppskriftum heldur líka góðum hugmyndum. Því ætla ég að kenna ykkur hvernig við gerðum þessa glugga

Ég elska þessa glugga. Þeir fara afar vel við panilinn í loftinu, gólflistana og frönsku tvöföldu hurðina

Í verkefnið þarf:

  • Sög og bakka
  • Málmband (mjúkt saumaband)
  • Hallamál (lítið)

  • Trélista (Mínir eru frekar fíngerðir með smá kúptu á framhliðinni, alveg sléttir til að þurfa ekki að hornsaga)
  • Hvítt Sprey (Ég keypti Satin Finish)
  • Teppalím (ekki þykka heldur örþunnt)

Aðferð

  1. Best er að taka bara einn glugga í einu.
  2. Byrjað er á að mæla gluggann þversum á milli pósta. Mikilvægt er að taka mjög stíft mál því þá þrýstist spítan ínn í gúmmíið á karminum og helst þannig
  3. Notið mjúka málmbandið til að fá sem nákvæmasta mál
  4. Strikið svo á spítuna með blýjant og sagið hana beint í bakkanum til að fá beint sár (hér þarf enging horn)
  5. Næst þarf svo að finna nákvæmlega miðjuna á glugganum þversum fyrir löngu spítuna og máta hana
  6. þegar miðjan er fundinn er mælt stíft mál fyrir minni spíturnar, sem koma langsum þvert niður frá miðspítunni
  7. þá er tekið stíft mál beint frá brún miðspítunnar að glugganum. Passa að taka alveg stíft mál
  8. Þessu er svo smellt í gluggann og mátað
  9. Takið svo spíturnar og spreyið með spreyinu tvær umferðir
  10. Þegar þær eru þurrar er þeim púslað í gluggan, og sett teppalím aftan á þær sem þurfa, ef þær eru eitthvað lausar. Passið samt að vera búin að mæla nákvæmlega jafnt bil á milli spítanna áður en þær eru festar
  11. Þetta þarf að gera fyrir hvern einasta glugga. Ekki mæla einn glugga og saga svo allar spíturnar eftir því máli. Það getur alveg munað mm á milli glugga og þeir skipta miklu máli upp á að þetta passi
  12. Flóknara en þetta er það ekki

Ég held að þeir sem þora ættu að skella sér í þetta verkefni en þetta er afar einfalt og aðvelt að gera.

þangað til næst

María 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

6 Athugasemdir

Helga September 14, 2018 - 1:47 pm

Æði! Hef lengi langað að græja svona. Gaman að sja hvað litið mal. Og kemur sco flott ut. Keyptiru listana í bauhaus? Hvað var þa stk að kosta?

Svara
maria September 14, 2018 - 1:49 pm

Hæ hæ já ég keypti í Bauhaus og listinn var á rúmlega 200 kr 🙂

Svara
Helga September 14, 2018 - 2:13 pm

Va það er ekki neitt. Flott og odyrt Diy. Forstu með marga lista í einn glugga?

Svara
maria September 14, 2018 - 3:03 pm

takk fyrir það 🙂 Það fór einn listi í hvern glugga 🙂

Svara
Selma September 22, 2018 - 5:36 pm

Vá!!! Verð að gera svona 😉 Hvað var listinn langur fyrir sögun?

Svara
maria October 5, 2018 - 11:39 am

Hann var 2,4 m 🙂 eða 240 cm

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here