Dásamlega mjúkt og loftkennt kexbrauð með stökkri skorpu

höf: maria

Við Alba skelltum í svo dásamlega góðar kexbrauðbollur í dag  og verð ég að fá að deila uppskriftinni með ykkur. Bara svo þið hafið betri hugmynd þá líkist þetta ögn breskum skonsum.

Ég elska mat sem á uppruna sinn frá Suðurríkjunum í Ameríku. Feitur, bragðgóður og eitthvað svo huggandi. Enda er hann oft líka kallaður Comfort food.

Það má alveg segja að þessar frábæru kexbrauðbollur, sé ein af þessum uppskriftum sem tilheyra Suðurríkjastílnum. Þær eru mikið borðaðar með steiktum kjúkling eða fried Chicken.

Á allra næstunni er von á bilað góðri uppskrift af suðurríkja kjúkling sem þið eigið ekki eftir að standast, og fer dásamlega vel með þessu bollum.

Ég ákvað að skíra þetta kexbrauð, því úti kallast þetta Biscuits. Þetta er í raun bollur sem molna í sundur og eru afar léttar og mjúkar í sér. Hér þarf þó að passa að hafa rétt handtök og gera nákvæmlega eins og segir í uppskriftinni.

Í bollurnar er notuð Buttermilk sem fæst ekki á Íslandi, en margir halda að um súrmjólk sé að ræða. Buttermilk er ekki súrmjólk. Hægt er að gera Buttermilk heima á afar auðveldan hátt, og mun ég sýna það hér.

Þetta kexbrauð fer afar vel með öllum mat. Sem dæmi með kássum, steiktum kjúkling eða bara með smjöri osti og sultu. Mér finnst þær æði en þær eru dásamlega saltar með smjörkeim og afar loftkenndar.

Eða eins og sagt væri í Ameríku Flaky.

Dásamlega mjúkt og loftkennt kexbrauð með stökkri skorpu

Við Alba skelltum í svo dásamlega góðar kexbrauðbollur í dag  og verð ég að fá að deila uppskriftinni með ykkur. Bara svo… Bakstur Dásamlega mjúkt og loftkennt kexbrauð með stökkri skorpu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Byrjið á að gera Buttermilk:

  • 1 og 1/2 bolli af mjólk og 3 msk borðedik. Hrærið og látið standa í 20 mínútur eða þar til orðið eins og örlítið kjékkótt.

Kökurnar:

  • 2 og 1/2 bolli  (312 gr) hveiti
  • 2 msk lyftiduft (athugið matskeiðar)
  • 1 tsk salt
  • 1/2 bolli (115 gr ) ósaltað smjör, kalt og skorið í teninga (mikilvægt að smjörið sé kalt)
  • 1 bolli (270ml) köld Buttermilk (sýni hvernig hún er gerð hér að ofan)
  • 2 tsk hunang
  • Ofan á kökurnar eftir bakstur: 2 msk bráðið smjör + 1 msk hunang

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 215-220 C°blástur
  2. Setjið öll þurrefnin saman í matreiðsluvél eða blandara og mixið létt saman
  3. Bætið við kalda smjörinu og stillið á pulse takkann. Athugið að smörið á bara að molna, ekki alveg fara inn í deigið. Líka hægt að gera í höndunum en þá er smjörið svona mulið á milli fingrana með hveitinu.
  4. Setjið einn bolla af Buttermilk og hunangið út í og blandið létt saman. Passið að hnoða ekki of mikið því þá verða kökurnar seigar og þungar í sér. Deigið á að vera svona eins og mylsna og á að rétt bara blandast saman ekki hnoða og hnoða
  5. Fletjið deigið afar varlega í 1 cm þykkan ferning. (athugið að það eiga að sjást  smjörklessur í deiginu)
  6. Sjáið myndirnar fyrir neðan hvernig ég brýt deigið svo saman. Þetta ferli er afar mikilvægt til að brauðið verði lagskipt og létt.
  7. Brjótið einn endann inn að miðju og svo hinn endann yfir. Snúið svo lárétt eða á hinn endann og gerið aftur það sama. Farið svo létt yfir samanbrotna deigið með kökukefli og myndið þykkan ferning. Eins og 3 cm þykkan. Ekki fletja neitt svaka mikið út.
  8. Takið svo glas eða hring til að skera út kringlóttar kökur. Hægt er að fá 9-12 kökur úr deiginu.
  9. Smyrjið bökunarform að innan og raðið kökunum þétt saman og látið þær snertast smá. Smyrjið þær svo að ofan með buttermilk áður en þær fara í ofninn.
  10. Bakið í 15 mínútur eða þar til þær eru orðnar fagurgylltar .
  11. Takið þær svo úr ofninum og smyrjið með smjör/hunagsblöndunni meðan þær eru sjóðandi heitar.

Punktar

Ég ráðlegg ykkur að nota buettermilk uppskriftina en ekki nota venjulega súrmjólk, það er ekki það sama. Ég get alveg lofað ykkur að þessar eru rosalega auðveldar að gera og ættu því allir að geta skellt í svona gott kexbrauð.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here