Boltaland heim í herbergið

Heimili

Það er alveg magnað hvað eitt lítið boltaland getur slegið í gegn, en það er algjör dásemd fyrir börnin að eiga eitt slíkt. Það er þvílíkt búið að hafa ofan af fyrir krökkunum mínum. Þeim finnst svooo gaman að leika í því, og bara slappa af þar ofan í þess vegna : )

Ég mæli með því að þið lesið færsluna til enda því í lokin er aflsáttarkóði handa ykkur sem veitir ykkur góðan afslátt af boltalandi.

Auk þess að vera skemmtilegt er það bara svo ótrúlega sætt og fallegt inni í herbergi. Ég hef einnig orðið vör við að þau eru mikið í tísku, en það má sjá mikið af þeim í fallegum barnaherbergjum á Pinterest.

Boltalandið samanstendur af gryfju með 200 mjúkum boltum sem meiða ekki börnin. Sumir kjósa að setja minna af boltum þegar um lítil kríli er að ræða og geyma eitthvað af boltunum til að fylla á með tímanum.

Ég hins vegar ákvað að setja þá alla í gryfjuna enda yngsta barnið orðið 2 og hálfs árs. Boltalandið er alveg öruggt en það er framleitt í Evrópu og er með CE gæðavottun. Samt skal aldrei skilja pínulítil börn efir eftirlitslaus í boltalandinu til öryggis.

Mjúkar hliðar þar sem auðvelt er að komast ofan í og upp úr 

Það sem er svo gott við boltana er að þeir halda alveg lögun sinni þrátt fyrir að vera mjúkir og kremjast ekki saman. Þeir koma í gráu og hvítu en gryfjuna er hægt að fá í bæði gráu og bleiku. Sú bleika er ofboðslega falleg líka, en þar sem ég ákvað að mála herbergið ferskjubleikt fannst mér þessi gráa passa betur inn til Ölbu.

Gryfjan sjálf er úr svampi en efnið utan um er gert úr gæðaefni sem er CE vottað og án allra skaðlegra efna, á það einnig við um boltana sjálfa. Það er hægt að renna áklæðinu af og þvo á 40 C°. Gryfjan er einnig mjög mjúk og gefa hliðarnar eftir svo auðvelt er fyrir börnin að príla í og úr boltalandinu sjálf.

Hæð gryfjunnar er 40 cm og ummálið er 90 cm, svo það fer einnig vel í minni herbergjum og er hæfilega stórt fyrir eitt barn. Tvö jafnvel þrjú komast þó einnig vel þar ofan í. Krakkarnir mínir eru þarna oft tvö og tvö saman að leika sér og skemmta þau sér alveg konunglega á meðan.

Einnig finnst þeim oft bara gott að sitja ofan í botlalandinu og spjalla eða chilla (tilla) eins og þau kalla það haha. Stundum er Alba þarna ofan í með dúkkurnar sínar og bangsana og finnst það bara voða næs.

Samt færist nú oftast fjör í leikinn og boltarnir fá þá að fjúka um allt, en það er bara partur af gamaninu

Svo verður maður bara alveg búin á því eftir allt fjörið 

Stundum líka leyfi ég gryfjunni að vera inni hjá Mikael en hún fer mjög vel þar inni við gráu fjöllinn.

Boltlalandið fékk ég í Misioo boltalandi sem er með einkaumboð af því hér á landi. Þið getið farið beint inn á facebook síðuna þeirra hér og pantað, en pantað er í gegnum einkaskilaboð. Þau eru með frábæra þjónustu og er það sett í póst samdægurs og frí heimsending hvert á land sem er.

Þar sem mig langar til að leyfa ykkur að njóta góðs af því að vera svona dugleg að fylgjast með mér á samfélagsmiðlunum, er ég með afsláttarkóða handa ykkur sem veitir 20 % afslátt af boltalandi frá þeim.

Í krónum talið er afslátturinn 4980 kr. Fullt verð á boltalandi er 24.900 kr, en með afsláttarkóðanum Pazboltaland fáið þið það á 19.920 og auðvitað fría heimsendingu með.

Afsláttarkóðinn gildir í rúma viku eða frá 28 maí-8 júní, svo endilega ef ykkur langar að nýta aflsáttinn, drífið þá í að panta því það munar sko um þennan afslátt.

Það leynir sér sko ekki, eins og sjá má á myndunum, hversu mikla gleði þetta litla sæta boltaland gefur. Ég mæli með því að kaupa svona fyrir börn alveg frá 6 mánaða upp í 5 ára. Fimm ára stráknum mínum finnst ekki síður gaman að leika í því en yngri systkynunum.

Einnig er þetta mjög sniðugt í skírnar og fæðingargjafir, en mér finnst alltaf svona gjafir gefa meira en föt t.d. Það er líka sniðugt að koma sér nokkrir saman og gefa litlu kríli svona í fyrstu afmælisgjöf. Ég lofa ykkur að það mun sko slá í gegn, bæði hjá barni og foreldrum.

En nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra að sinni, heldur bara leyfa myndunum hér fyrir neðan að tala sínu máli. Ekki gleyma að nýta ykkur afsláttarkóðann, og munið að hann gildir í viku.

 

Þangað til næst

María 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest