Eyrin fegrar heimilið og nærir líkama og sál

höf: maria

Mér þykir alltaf svo vænt um litlu fallegu vefverslunina Eyrin. Hildur sem er eigandi Eyrarinnar var sú allra fyrsta til að hafa samband við mig í vor þegar ég var að feta mín fyrstu skref á Instagram og blogginu og bjóða mér samstarf. Hún sendi mér vörur frá Eyrinni og var ég alsæl með fallegu vörurnar frá henni.

Þessar fallegu skálar frá merkinu Bloomingville er eitt af því sem Hildur sendi mér í byrjun og ég algjörlega elska þessar skálar. 

Eyrin er stofnuð af Hildi Þórisdóttur, sem býr ásamt eiginmanni og barni á Seyðisfirði. Hildur er með Mastersgráðu í mannauðsstjórnun og hafði gengið með það lengi í maganum að stofna fyrirtæki sem hægt væri að reka frá Seyðisfirði. Hildur hafði fljótt fundið fyrir skorti á  tækifærum fyrir vel menntaðar konur á Austurlandi.

Fallegt bretti frá Bröste, viskastykki frá Bloomingville og góðar saltar karamellur, sem eru glúten og GMO fríar. Allt til hjá Eyrinni 

Í stað þess að rífa fjölskyldu sína upp til að fara að vinna á höfuðborgarsvæðinu ákvað Hildur að stofna sitt eigið fyrirtæki og sameina áhuga sinn á fallegum vörum fyrir heimilið, umhverfisvænum húðvörum, góðu súkkulaði og verslun á netinu.

Nafnið Eyrin kom til Hildar þar sem hún er ættuð frá Hjalteyri, litlu sjávarþorpi rétt hjá Akureyri. Þeim stað tengdist hún órjúfanlegum böndum sem barn og því þótti henni viðeigandi að skíra vefverslunina í höfuðið á Hjalteyri. Þaðan er nafnið Eyrin komið.

Eins og stendur á vef Eyrarinnar þá leggur Eyrin metnað sinn í að bjóða upp á vörur af bestu gæðum sem fegra heimilið og næra líkama og sál.

Hægt er að fá falleg leikföng, rúmföt, borðbúnað og ýmislegt fleira fyrir yngri kynslóðina hjá Eyrinni

Hildur hafði  uppgötvað sjálf eftir að flytja frá Rvk á Seyðisfjörð árið 2011 hvað það er þægilegt að versla á netinu og trúir hún því staðfastlega að verslun á netinu sé að fara að færast í aukana og að við eigum mikið inni á Íslandi hvað það varðar.

Ef ykkur vantar fallega jólagjöf fyrir lítil kríli er um að gera að kíkja á vefinn hjá Eyrinni

Það er ekki bara ég sem var svo heppin að fá sendar fallegar vörur frá Eyrinni heldur einnig börnin mín  

Vörurnar hjá Eyrinni eru blanda af dönskum merkjum í bland við fallega íslenska hönnun ásamt gæðamerkjum í húðvörum. Markmið Eyrarinnar er að veita viðskiptavinum sínum ávallt framúrskarandi þjónustu og leggur Hildur ríka áherslu á persónulega og góða þjónustu við hvern einasta kúnna. Til að mynda pakkar hún inn vörum endurgjaldslaust og þeir sem panta á Seyðisfirði fá heimsendingu á vörunum. Aðrir á landinu fá vörurnar sendar í pósti.

Skemmtilegir bollar fyrir þau minnstu frá Bloomingville 

Eyrin fagnar 1 árs afmæli sínu þann 18 nóvember nk.og verður svo heljarinnar afmælisveisla næsta laugardag af því tilefni. Verður fyrsta árinu fagnað með léttum veitingum, tilboðum og fallegum kaupaukum.

Fyrir ykkur sem eruð í jólagjafahugleiðingum mæli ég með að þið kikjið hér inn á Eyrina og reynið að nýta ykkur afmælistilboðin sem verða í boði.

Þangað til næst

María 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here