Skógarberja súkkulaðidraumur með vanillu og jarðaberjarjóma

höf: maria

Eins dásamlegar og súkkulaðikökur með smjörkremi geta verið þá bara er ég orðin ansi þreytt á þeim. Einhverra hluta vegna get ég bara ekki lengur bragðað smjörkrem.

Þar sem ég elska súkkukaðiköku langaði mig alls ekki að sleppa tökunum á henni heldur reyna að gera mína eigin útgáfu af henni. Ég ákvað að fríska aðeins upp á hana og gera hana ögn minna sæta.

Ég notast við uppskrift af dásamlegri súkkulaðibotnauppskrift sem ég hafði þróað og gert að minni þar til mér fannst hún fullkomin og nota krem sem ég hafði gert áður fyrir spænska rjómatertu.

Þar sem ég elska að fá mér fersk jarðaber út í bragðaref fannst mér það snilldarhugmynd að blanda stöppuðum ferskum jarðaberjum í rjómakremið á annan helmingin og úr varð þessi dásamlega góða súkkulaðirjómaterta.

Djúpt súkkulaðibragðið í bland við mjúkan sætan rjómann og ferska jarðaberarjómann er blanda sem getur ekki klikkað, að toppa hana svo með dásamlegri súkkulaðibráð og brómberjum er algjörlega til að gera hana fullkomna.

Ef þið viljið ganga í augun á gestum ykkar mæli ég með að gera hana 3 hæða en þá eru notuð 3x 21 cm form en annars er alveg hægt að gera hana á auðvelda mátann og hafa hana hefbundna tveggja hæða og notast þá við 2x 26 cm form.

Þá er jarðaberjarjóminn settur beint ofan á vanillurjómann og kakan er alls ekki síðri þannig. Uppskriftin er nákvæmlega sú sama hvort sem þið gerið svo ykkar er valið. Hér er best að eiga svona bollamál.

Skógerberja súkkulaðidraumur með vanillu og jarðaberjarjóma

Eins dásamlegar og súkkulaðikökur með smjörkremi geta verið þá bara er ég orðin ansi þreytt á þeim. Einhverra hluta vegna get ég… Bakstur Skógarberja súkkulaðidraumur með vanillu og jarðaberjarjóma European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Botnar:

  • 2 bollar af sykri
  • 1 3/4 bollar af hveiti
  • 3/4 bollar af kakó
  • 1 og 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 og 1/2 tsk matarsódi
  • 1 tsk af fínu salti
  • 2 egg
  • 1 bolli af AB mjólk eða sýrðum rjóma
  • 1/2 bolli af grænmetis eða sólblómaolíu
  • 2 tsk vanilludropa
  • 1 bolli sjóðandi heitt kaffi (Ég sýð bara vatn og set 1 tsk instant kaffi út í)

Krem:

  • 750 ml rjómi
  • 200 gr flórsykur
  • 250 gr fersk jarðaber
  • 1/2 tsk Cream of Tartar (eða vínsteinslyftiduft sem er það sama og cream of tartar)

Súkkulaðibráð ofan á:

  • 75 gr rjómi
  • 85 gr Suðusúkkalaði

Aðferð

Botnar:

  1. Hitið ofninn á 180 C°blástur
  2. Setjið öll þurrefnin í skál og hrærið létt saman.
  3. Bætið því næst eggjunum út í og svo restinni af uppskriftinni, nema kaffinu, geymið það þar til síðast
  4. Svo er allt þeytt saman í mjög stutta stund, ef þið hrærið of lengi þá verða botnarnir seigir
  5. Deigið á að vera þykkt og þétt í sér þegar hér er komið við sögu
  6. Stoppið hrærivélina og hellið kaffinu út í og kveikið aftur í mjög stutta stund á miðlungs hraða.
  7. Það er nóg að hráefnin blandist bara rétt saman og blandan verði mjúk, glansandi og frekar þunn
  8. Ef þið notið 21 cm form þá verða þetta 3 botnar. Í 26 cm formi fáið þið tvo botna. Ég notaði núna 21 cm form.
  9. Spreyið formið að innan með bökunarspreyi. Fyrir þessa uppskrift er spreyið betra en að smyrja formin að innan með smjöri
  10. Sníðið smjörpappa í botninn og spreyið svo aftur yfir hann.
  11. Hellið svo blöndunni varlega ofan í formin og látið ná 3/4 upp, eða aðeins meira en upp að helming. Kakan lyftir sér vel og ef sett er of mikið í formið getur hún byrjað að leka upp úr inni í ofninum
  12. Setjið nú kökuna í ofninn á 180 C° í 35 mínútur
  13. Þegar hún á að vera orðin tilbúin, opnið þá ofninn og stingið í miðjuna á henni með hníf eða prjón og ef það kemur alveg hreint upp úr er kakan til. Ef það er blautt deig, á hnífnum eða prjóninum, þá þarf að baka hana í 5 mín í viðbót. Takið hana svo úr ofninum og látið kólna vel áður en kremið er sett á hana.

Krem:

  1. Setjið í hrærivélarskál rjóma, flórsykur og cream of tartar
  2. Þeytið vel þar til rjóminn er orðinn stífur
  3. Skiptið þá kreminu í tvennt
  4. Hafið annan helminginn eins og hann er og leggjið til hliðar,
  5. Stappið næst jarðaberin með gaffli eða setjið í blandara og maukið gróft og hrærið varlega saman við hinn helmingin með sleikju.
  6. Geymið í ísskáp meðan næsta skref er gert.

Súkkulaðibráð ofan á:

  1. Setjið rjómann í örbylgju í 45 sekúndur
  2. Brjótið svo súkkulaðið ofan í rjómann og látið það bráðna þar ofan í og hrærið vel þar til orðið silkimjúkt og glansandi.
  3. Leggjið til hliðar og leyfið að kólna meðan tertan er sett saman.

Tertan sett saman:

  1. Byrjið á að setja fyrsta botninn á kökudisk
  2. Sprautið eða smyrjið með hníf hvíta vanillurjómanum á botninn
  3. Setjið svo næsta botn ofan á
  4. Smyrjið eða sprautið svo jarðaberjakreminu ofan á miðjubotninn
  5. Svo er þriðji botninn settur ofan á
  6. Takið svo rest af jarðaberjarjóma og setjið efst upp á
  7. Næst er svo súkkulaðibráðin sett yfir allt saman og Brómber sett ofan á.
  8. Ef þið gerið tveggja botna þá er aðferðin sú sama nema í stað miðjubotns er jarðaberjakrem sprautað ofan á vanillukrem, ekki blanda því samt saman heldur leyfa því að vera lagskiptu.

Punktar

Ef þið viljið ganga í augun á gestum ykkar mæli ég með að gera hana 3 hæða en þá eru notuð 3x 21 cm form en annars er alveg hægt að gera hana á auðvelda mátann og hafa hana hefbundna tveggja hæða og notast þá við 2x 26 cm form. Þá er jarðaberjarjóminn settur beint ofan á vanillurjómann og kakan er alls ekki síðri þannig. Uppskriftin er nákvæmlega sú sama hvort sem þið gerið svo ykkar er valið. Hér er best að eiga svona bollamál.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here