Skandínavískar brauðbollur með kardimommukeim

höf: maria

Ég er ekki með mikla þolinmæði til að baka þó ég láti mig nú samt hafa það oftast. Um helgar finnst krökkunum oft gott að fá eitthvað heimabakað sem þau hafa jafnvel fengið að hjálpa til við að gera.

Því finnst mér geggjað að eiga alltaf bökunarduft til á heimilinu til að notast við þegar ég er að baka með krökkunum.

Það bara einfaldar svo svakalega lífið og krökkunum er nákvæmlega sama hvort baksturinn sé algjörlega frá grunni eða ekki.

Fyrir þeim er að baka bara að baka og fyrir mér einfaldar þetta svo svakalega lífið að ég get ekki lýst því.

Fyrir utan það að bakstur með dufti heppnast alltaf, og tekur svo miklu minni tíma. Tala nú ekki um að það fer ekki allt á hvolf í eldhúsinu heldur.

Toro er með fjölbreytta og góða línu í bökunarvörum. Já þeir eru ekki bara sósur og grýtur heldur er hægt að finna hjá þeim aragrúa af bökunardufti og eftirrétti. 

Hér ætla ég að sýna ykkur geggjaðar brauðbollur, sem ég kýs að kalla skandínavískar brauðbollur.  Það er bara eitthvað svo skandinavískt við kardimommur í brauðbollum.

Bollurnar eru geggjaðar og þarf ekki að blanda út í duftið nema vatni og smjöri. Útkoman er alltaf geggjuð.

Svo má líka leika sér með þetta pakkadeig en einu sinni gerði ég t.d alveg truflað gott Cinnabon úr því en uppskrift af því má finna hér.

Ég lofa að þið verðið ekki svekkt með þetta pakkadeig og ég finn engann mun á því eða deigi sem gert er frá grunni.

Það er sko ekkert að því að létta sér lífið og nýta sér það sem hjálpar til við það, ég lofa að þið verið sko ekki fyrir vonbrigðum með þessar bollur.

Þær eru sætar á bragðið með ríkulegan keim af kardimommum sem er eitthvað svo ótrúlega ömmulegt og hlýlegt finnst mér.

Skandínavískar brauðbollur með kardimommukeim

Ég er ekki með mikla þolinmæði til að baka þó ég láti mig nú samt hafa það oftast. Um helgar finnst krökkunum… Bakstur Skandínavískar brauðbollur með kardimommukeim European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 pakka Toro Hveteboller duft
  • 50 gr bráðið smjör eða smjörlíki (má líka nota 1/2 dl matarolíu í staðinn fyrir smjörið)
  • 3 dl volgt vatn

Aðferð

  1. Setjið í hrærivélarskál eða þeytaraskál duftið, smjörið og vatnið
  2. Látið svo hnoðast vel í heilar fimm mínútur þar til allt er orðið silkimjúkt og vel hnoðað saman
  3. Ef þið hnoðið í höndunum er best að hnoða vel í alveg 10 mínútur
  4. Leyfið svo deiginu að hefast í 10 mínútur
  5. Rúllið svo deiginu í pulsu og skerið út í 12-16 jafna parta
  6. Mótið svo fallegar bollur úr hverjum parti og raðið á bökunarplötu með smjörpappa
  7. Ekki setja í eldfast mót eins og ég er með á myndunum það þarf þá að bakast lengur og meira vesen, best að leyfa bollunum að hafa eins og 5 cm bil á milli sín
  8. Breiðið nú stykki yfir bollurnar og látið hefast í 1 klst eða þar til þær hafa tvöfaldast að stærð
  9. Gott er að smyrja egg og mjólk blandað saman á bollurnar rétt áður en þær fara í ofninn
  10. Bakið við 225 C°án blásturs eða 215  C°með blæstri í um 10 mínútur
  11. Látið svo kólna örlítið

Umm namm þessar klárast alltaf á núll einni

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Hjördís January 11, 2019 - 3:59 pm

Sæl, er semsagt kardimommukeimur í blöndunni? Því ég sé allavega ekkert um að þeim sé bætt við í tilbúna hráefnið og vildi bara viss um að ekkert hefði gleymst.

Svara
maria January 14, 2019 - 10:38 am

Já það er rétt 🙂 Skrítið að það sé ekki í innihaldslýsingu því ég fann greinilega bragð af kardimommum

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here